Verslunartíðindi - 01.04.1924, Side 5
VERSLUNARTÍBINDI
MANAÐARRIT GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS
PrentatS 1 laafolðarprentamlBJu.
7. óp. Appil 1924. Np. 4.
^erslunartíðiudi koma nt einu sinni í mánuði venjnl. 12 blaðsíður. — Árgangnrinr Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsið. Talsimi H9 kostar kr. 4.50 4. Pósthólf 514
Nauöasamningar.
I nóv.—des.blaði Verslunartíðindanna
árið 1921 var minst á það, að eins og
fjármálum manna væri nú komið, yrði
ekki lengur bjá því komist að fá hjer iög,
svipuð þeim, sem gilda í öllum menning-
arlöndum og hniga I þá átt, að skuldari
geti fengið því til vegar komið með at-
kvæði meiri hluta skuldheimtumanna sinna,
að bú hans sje, gegn vilja minni hlutans,
gert upp án þess að til gjaldþrotaskifta
komi, eða hann fengið að halda því, gegn
þvi að greiða öllum kröfuhöfum sínum,
þeim, sem ekki eiga veðrjettindi eða for-
gangskröfur, ákveðinn hluta af skuldum
þeirra gegn fullnaðarkvittun.
Stjórnin hefur nú tekið málefni þetta
«1 athugunar, og Alþingi það, sem enn
stendur yfir, samþykt lög um þetta efni,
sem ganga í gildi 1. júlí næstkomandi.
Samningar þeir, er hjer um ræðir, eru
eftir hinum nýju lögum nefndir nauða-
samningar, og er sú skýring gefin á orð-
inu i 1. gr. laganna, að það sjeu samning-
ar, sem gerðir eru með atbeina skifta-
rjettar milli skuldunauts og meiri hluta
lánardrotna hans um skuldagreiðslur, og
bindi samningurinn einnig minni hluta
lánardrotna eftir að skiftarjetturinn hafi
staðfest hann.
Nauðasamningar þessir geta orðið til á
tvennan hátt, sumpart í sambandi við byrjuð
gjaldþrotaskifti á búi skuldunauts, sum-
part án gjaldþrotaskifta, og er jafnframt
svo til tekið, að fyrnefndir nauðasamning-
ar geti náð til þeirra þrotabúa, sem byrjuð
eru skifti á fyrir 1. júlí 1924, ef beiðni
um það komi fram eigi síðar en mánuði
eftir nefndan tíma, enda hafi skiftarjettur
þá ekki gengið ftá úthlutunargerð búsins.
Það væri oflangt mál hjer að fara út í
einstakar greinar þessara laga, enda eru
lögin mikill bálkur, 56 greinar, og verða
ef til vill birt síðar í Verslunartíðindun-
um í einu lagi, með því að hjer er um
sjerstaglega merkilegan lagabálk fyrir
verslunarstjettina að ræða.
Eftir 15. gr. frumvarpsins þarf, til þess
að nauðasamningar verði löglega gerðir,
auk staðfestingar skiftarjettarins, að þeir
hafi verið samþyktir, með atkvæðamagni
þvi, sem nú skal greina:
1. Ef skuldunautur býðst til að greiða
50 % eða meira af samningskröfum
— og þar með talin full greiðsla, en
greiðslufrestur er áskilinn—, þá þarf
samþykki % atkvæðismanna, er fari
með að minsta kosti 2/s af atkvæðis-
kröfum.
2. Ef skuldunautur býður minna en 50 %
af samningskröfum, en þó meira en
20%, þá þarf samþykki % í báðar
áttir.
3. Ef skuldunautur býður 20 % eða