Verslunartíðindi - 01.04.1924, Side 7
VERSLUNARTÍÐINDI
41
rnikils tjóns, vegna erlendra skulda og
dýrtíðar innanlands, og það viðurkennir
íulla þörf á því að alt sje gert — bæði af
hendi löggjafarvalds og einstaklinga — til
þess að sporna við því að gengi krón-
unnar lækki úr því sem komið er, en það
getur hinsvegar ekki fallist á, að því
takmarki verði náð á þeirri braut, sem
frumvörpin vísa á.
Þótt talað sje um gengi krónunnar er
líklega sönnu nær og skiljanlegra að tala
um gengi þjóðarinnar, og segja að henni
hafl hrakað í efnalegu tilliti á seinni ár-
um. Hún hefir. tekið miljóna lán árlega
til óarðberandi fyrirtækja, og til fyrirtækja
sem bakað hafa henni stórtjón, jafnframt
því sem hún hefur með »þjóðnýtingar«-
viðleitni sinni, veikt framleiðslu og fram-
tak, getu og gjaldþol sinna eigin þegna.
Hún er því komin í skuld við erlendar
þjóðir, sem hún á óhægt með að standa
straum af og greiða á gjalddaga. Þar af
leiðandi hefur hún tapað trausti sem er
hyrningarsteinn undir efnalegri afkomu
einstaklinga og þjóða.
Þegar svo er komið og þjóðin hefur
fundið sönnunina um það í vasanum (með
verðfalli myntarinnar) má sannarlega
vænta þess að hún haldi ekki lengur áfram
ú ógæfubrautinni, en sýni heldur viðleitni
til þess að breyta um búskaparlag, og
ueyta sem best og rjettlátast þeírra krafta
sem í henni búa. — Þá er fyrst von um
að hún ávinni sjer álit og traust lánar-
úrotna sinna og gengi hennar vaxi.
Erumvarpið um gengisskráninguna mið-
ur að því, að skipuð verði 3ja manna
úefnd, er meti og ákveði gildi íslensku
krónunnar til erlendra mynta, og eftir
þeirri gengisskráningu beri þeim að breyta,
er erlend viðskifti reka.
A meðal siðaðra þjóða lýtur peninga-
verslun sömu lögum sem venjuleg vöru-
verslun i frjálsu viðskíftalífi — eftirspurn
og framboð ráða. — Þær skorður má ekki
veikja ef vel á að fara. Þar eð ekki er
gert ráð fyrir að þessi nefnd reki sjálf
peningaverslun, vantar hana skilyrðin til
þess að ákveða raunverulegt gildi mynt-
anna. Afleiðingin yrði sú, þegar hún
ákvæði óeðlilegt gengi, að annaðhvort
stansar verslunin, eða menn bíða nauðugir
skaðann er af skiftunum leiðir.
Eins og tilhagar hjer á landi ákveða
peningastofnanirnar sameiginlega gengið,
og þar eð þær eru meira eða minna háð-
ar ríkisstjórninni gæti máske komið til
mála að hún hefði sinn fulltrúa sem odda-
mann við gengisskráninguna, en svo virð-
ist sem aðrar ráðstafanir viðvíkjandi sjálfri
gengisskráningunni geti ekki komið til
greina.
í umræddu frumvarpi er gert ráð fyrir
að gengisnefndin komi saman einu sinni í
viku, og forðist tíðar gengisbreytingar.
Vegna sífeldra gengisbreytinga eru út-
lend viðskifti mjög erfið og áhættusöm, en
það er vitanlegt að peningagildi þeirra
landa, er vjer íslendingar skiftum við, eru
á sífeldn reiki, og myntskráningar fara
víða fram oftar en einu sinni á dag. Af
þessu leiðir að hjer á landi getur gengið
heldur ekki orðið stöðugt. Að vísu er
gert ráð fyrir að gjaldeyrisnefndin geti
neytt menn til að láta af hendi þá erlenda
peninga, er þeir kunni að eiga, en slíkt er
gróftæk árás á eignarrjett manna, enda
að mestu óframkvæmanlegt. — í sam-
bandi við þetta má minna á það, að áð-
ur hafa peningastofnanir hjer á landi reynt
að halda íslensku krónunni í sama gildi og
dönsku krónunni, og oft reynt að halda
genginu stöðugu, en þá hafa þær ekki
getað fullnægt eftirspurninni, og árangur-
inn er öllum kunnur.
Við fyrirkomulag það er stofnað er til
með frumvarpinu yrði að athuga: