Verslunartíðindi - 01.04.1924, Síða 9

Verslunartíðindi - 01.04.1924, Síða 9
VERSLTJNARTÍÐINDI 4á Útlönd. Danmörk. Utdráttur úr frjettaskeytum frá sendi- herra Dana. Lann 8. mars nam málmtrygging þjóð- bankans danska 50,2 % af seðlum í um- ^erð, með þyí að málmforðinn hafði þá vikuna aukist úr 220,6 upp í 222,2 milj. ki\, og er þar með talið 500 þús. kr. í silfri, sem bankinn hefur fengið endursent frá Svíþjóð; en hinsvegar hafði upphæð 8eðla í umferð minkað um 18 milj. kr. niður í 442,9 miljónir. Um leið og Neergaard forsætisráðherra lagði fram 7 lagafrumvörp, sem ætlað er að bæta danska gengið, fyrir fólksþingið, Ijet hann þess getið, að fullgerðar væru 8kýrslur um tekjur og gjöld ríkissjóðs fyr- ir 10 fyrstu mánuði yfirstandandi fjárhags- ars. I reikningum eru meðtaldar greiðslur íyrir arðbærar eignir, samkv. 26. gr. ríkis- reikningsins. Tekjuafgangur hefur orðið 15 milj. kr. í stað 27 milj. kr. tekjuhalla i fyrra. Að því er blaðið >Köbenhavn« skýrir frá hefur fjárveitingarnefndin veitt 450 þás. kr. til þess að gera út hvalveiðaskip, Sem á að stunda hvalveiðar við Færeyjar. Skipshöfnin verður frá Færeyjum. Sambandsfjelagið »Danmarks Brugsfor- eninger* hefur á árinu 1923 haft 147 milj. króna verslunarveltu, 40,5 milj. kr. veltu á verksmiðjuiðnaði, og tekjuafgangur fjelags- iös hefur orðið 9,8 milj. krónur. Cold utanríkisráðherra lagði fyrir þingið tillögu til þingsályktunar um að veita samþykki til þess, að stjórnin geri samn- lng við Norðmenn viðvíkjandi Austur- Urænlandi, og sendi norsku stjórninni stjórnarbrjef, í samræmi við uppköst og frumvörp um málið. Þann 21. mars lauk fólksþingið við þriðju umræðu fjárlaganna. Eftir frum- varpinu er tekjuafgangur af ríkisbúskapn- um áætlaður 46,9 miljón krónur, en halli samkvæmt 26. gr. 21,1 milj. Alt í alt er því áætlaðar 25,8 milj. kr. tekjuafgangur, en í upprunalega frumvarpinu var tekju- afgangurinn áætlaður 37,8 miljónir. Hinn 22. mars var undirritaður versl- unarsamningur milli Danmerkur og Pól- lands. Gengur hann í gildi 14 dögura eftir að hann hefur verið lögfestur og gildir í eitt ár. Síðan er hann uppsegjan- legur með hálfs árs fyrirvara. Miðlunartillögur sáttasemjarans danska í deilu verkamannafjelagsins hafa náð sam- þykki bæði verkamannasambandsins og vinnuveitendafjelagsins, og er því úr sög* unni hættulegasta deilan, sem um var að ræða á þessu vori. Málmtryggingarhlutfall Þjóðbankans er nú 53,7 %, með því að upphæð seðla í um- ferð hefur lækkað um 14 milj. krónur. Fastar áætlunarferðir flugvjela hefjast milli Kaupmannahafnar og Iíamborgar 23. apríl. Málmtrygging Þjóðbankans var 10. apríl 48.6 % af seðlum í umferð. Hin nýja stjórn jafnaðarmannaflokksins í Danmörku er þannig skipuð: Stauning forsætis- og verslunarmála ráðherra, sendi- herra C. Moltke greifi utanríkisráðherra, Borgbjerg fólksþingsmaður »social« ráð- herra, Hauge fólksþing3maður inuanríkis- ráðherra, L. Rasmussen fólksþingsmaður hervarnarráðherra, sr. Dahl landþings- maður kirkjumálaráðherra, Friis Skotte fólksþingsmaður ráðherra opinberra fyrir- tækja, frú Nina Bang landþingsmaður, kenslumálaráðherra, Bramsnæs landþings- maður fjármálaráðherra, Steincke land- þingsmaður dómsmálaráðherra og Bording fólksþingsmaður landbúnaðarráðherra.

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.