Verslunartíðindi - 01.04.1924, Page 6
40
VERSLIJNARTÍÐINDI
minna, þá þarf samþykki 5/o i báðar
áttir.
Þetta kann ef til vill að þykja nokkuð
strangt farið í sakirnar eins og högum
manna er ná komið, enda mun algengt að
samið sje um greiðslu lægri upphæða en
20 °/0 gegn fullnaðarkvittun.
Höfuðgallinn á gjaldþrotalöggjöf okkar
er sá að hjer vantar ákvæði um skyldu
manna til að >gefa sig upp« eða leita
samninga við skuldheimtumenn, er þeir
eiga ekki eignir fyrir ákveðnum hluta af
skuldum þeim, sem á þeim hvíla.
En þrátt fyrir þetta ættu lög þau, sem
nú hafa verið samþykt að ýta undir menn
að koma fjármálamálefnum sínum í hæfl-
legt horf.
Það, hve mjög menn hafa látið reka á
reiðanum með innheimtu skulda hefur gert
ílt verra, og betra er fyrir þá, sem eiga
til skuldar að teija að hreinsa til og af-
skrifa það, sem tapað, er heldur en að
telja sjálfum sjer og öðrum trú um að
þeir eigi svo og svo mikið, sem hvergi er
til nema á pappírnum.
Og þótt íslenskir kaupsýslumenn ef til
vill hafi yfirlit yfir það, hvers virði úti-
standandi kröfur þeirra eru og afskrifi
þær er þær eru einkis virði, án þess að
hlutaðeigandi skuldari hafi samið við skuld-
heirntumenn sína, er önnur hlið á máli
þessu, og hún snýr að útlandinu.
Útlendingar, sem eiga skuldir á hendur
hjerlendum mönnum, sem ekki eru greiðslu-
færir, afskrifa venjulega ekki skuldir sín-
ar sem tapaðar fyr en bert er orðið með
gjaldþroti að ekkert fæ3t upp í þær. Á
meðan svo er ekki eru skuldir þessar tald-
ar skuldir landsmanna og því meira sem
þessum skuldalið nemur þvi meiri eru
skuldir íslendinga taldar í útlandinu, þótt
þessi hluti þeirra sje útlandinu einkis virði.
Og þetta hefur áhrif í þá átt að halda
gengi íslensku krónunnar niðri.
Þessa menn þarf að neyða til að leita
nauðasamninga eða gera þá gjaldþrota.
Það getur verið hart að gengið gagnvart
þeim persónulega og lítil von til að skuld-
heimtumenn auk þess að tapa kröfu sinni
leggi í aukinn kostnað við að gera þá
gjaldþrotaskifta. — En þetta verður að
gerast. — Of lengi er búið að láta alt
reka á reiðanum þó nú sje farið að hreinsa
til, komast til botns á fjármálasviðinu, og
sjá framan í þann beiska sannleik, sem
víðast hvar á sjer stað sakir afleiðinga
ófriðarins að statusinn er víðast hvar
pappírs-status. Og þessi hreinsun, sem
hjer er nefnd er einn liður í henni og það
nauðsynlegur liður bæði fyrir mennina
sjálfa og skuldheimtumenn þeirra, því
næst fyrir gengi islenskra peninga en
síðast en ekki síst fyrir lánstraust íslenskra
kaupsýslumanna í útlöndum. T T ,
Gengisskráning
Og
Gjaldeynsnefnd.
Tvö frumvörp komu fram á þinginu
núna, sem hvorutveggja áttu að miða að
því að bæta gengi íslensku krónunnar. Var
annað þeirra um gengisskráningu, en hitt
um gjaldeyrisnefnd. Fjárlaganefnd Nd.
sendi verslunarráðinu þessi frumvörp til
umsagnar. Og þó eigi þurfi að gera ráð
fyrir að þessi frumvörp nái fram að ganga,
þá birta þó Verslunartíðindi þá umsögn
Verslunarráðsins er Alþingi var send,
vegna þess að hjer er um þýðingarmikið
mál að ræða, sem á sjer sennilega langan
aldur og mikið mun verða rætt og ritað
um, áður því verður kipt í lag.
»Verslunarráðið er þvi samdóma að lág-
gengi íslenskrar krónu sje þjóðinni til