Verslunartíðindi - 01.04.1924, Page 8

Verslunartíðindi - 01.04.1924, Page 8
42 VERSLUNARTÍÐINDI 1. Skerðing á umráða- og eignarjetti þeirra, sem erlendan gjaldeyrir eiga. 2. Vegna þess að útflutningur íslensku afurðanna getur ekki orðið reglum háður og fellur að mestu til, löngu eftir aðalinnflutninginn, getur yersl- unarjöfnuður við útlönd ekki farið fram jafnhliða innflutningi erlendra vara. Þegar því ekki fæst erlendur gjald- eyrir innanlands í andvirði útfluttra vara, er um tvent að velja, að taka lán erlendis, eða slá yflrfærslum á frsst, er óumflýjanlega myndi leiða til álits- hnekkis, og hefta erlend viðskifti. Sje tekið lán erlendis eins og tíðkast hef- ur, mun reynast ómögulegt að ákveða gengi þess fjár í útlánum innanlands, svo hvorki verði það til tjóns inn- lendum peningastofnunum, er hjer yrðu milliliðir, nje eigendum íslensku afurðanna, er þá yrðu skyldugir til þess að láta þær af hendi með ákveðnu gengi. 3. Nefndin sem ákveður gengið er al- gerlega ábyrgðarlaus og ber enga skyldu til að kaupa eða selja peninga þessa sem hún verðleggur. Hún verð- leggur því fje eða gjaldmiðil, sem er annara eign, án þess þó að hægt sje að skylda hlutaðeigendur til þess að gera þau viðskifti, sem bjóðast. Ef peningastofnanirnar því eigi geta látið sjer lynda verðlag nefndarinnar, stöðv- ast viðskiftin, og þeir sem skuldir eiga að greiða til útlanda, verða vanskila- menn, og mesta óreiða kemst á við- skiftalífið. 4. í frumvarpinu er ákveðið að nefndin skrásetji ekki íslenska krónu ef verð- gildi hennar fellur niður úr 50 % af gullverðinu, en ekkert er um það sagt, hvort þá skuli íslendingar hætta er- lendum viðskiftum, eða hvort þau þá megi fara fram á frjálsan og eðlileg- an hátt. Að því er sjerstaklega snertir frumvarp nr. 289, til laga um gjaldeyrisnefnd, sem ætlað er að hafa ráðstöfunarrjett á and- virði þeirra ísl. afurða, sem fluttar eru úr landinu, lítur Verslunarráðið svo á, að hjer sje farið fram á meiri takmörkun á við- skifta-frelsi en góðu hófi gegnir, er vafa- laust myndi hafa mótsett áhrif á fjárhag og viðskiftalíf landsins því sem ætlast er til með frumvarpinu. Um leið og versl- unarstjettin er svift ráðstöfunarrjetti á þeim vörum og peningum er hún þó hefir eignarjett yfir, virðist stefnt að því marki, að gjöra hana ómynduga, og henni fengin 5 manna nefnd — máske misjafnlega verslunarfróðra manna — til fjárforráða. Þetta fyrirkomulag myndi gera öll við- skifti erfið og seinvirk, og trufla eðlilega rás þeirra. Það mundi eyðileggja álit og gjaldtraust stjettarinnar og landsíns, ef hömlur verða settar við því að menn haldi skuldbindingar sínar við útlendinga, og greiði andvirði keyptra vara, en eftir frumvarpinu á þetta að vera á valdi um- ræddrar nefndar. Ekki er heldur ólíklegt að á þennan hátt myndi verslun lands- ins þokast yfir á hendur erlendra manna, er stæðu fjær ráðstöfunarrjetti nefndarinn- ar. — Og þá væri vel þrædd sú leið sem reynst hefir hingað til ógæfusöm. Um þessar 2 nefndir er auk þess það að segja, að þeim er ætlað mikið starf, fyllilega nóg fyrir 8 starfhæfa menn án tillits til árangurs. Kaupgjald til þeirra og annar óumflýjanlegur kostnaður mundi nema hárri upphæð, sem vafalaust væri á annan hátt betur varið eins og nú er ástatt. Verslunarráðið leyfir sjer því, að leggja á móti því að umrædd frumvörp verði að lögum.

x

Verslunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.