Verslunartíðindi - 01.04.1924, Blaðsíða 12
46
VEESLUNARTÍÐINBÍ
það, fyrir utan önnur gjöld, verður það
svo dýrt, að það borgar sig ekki að kaupa
það. Með öðrum orðum, saltkjötsinnfiutn-
ingurinn frá Islandi verður útilokaður, en
ekki til hagnaðar fyrir norska framleiðslu,
heldur fyrir danskan kjötinnflutning. Toll-
stríð við ísland er því til skaða fyrir ein-
staklingana, án þess norskur landbúnaður
hafi nokkurn hag af þessu, er teljandi sje.
Kjötinnflutningur frá íslandi til Noregs
er hjer um bil 4 milj. kr. virði.
Sje nú litið á málið frá verslunar-
viðskiftasjónarraiði, þá má gera ráð fyrir,
að menn hafi alment ekki gert sjer grein
fyrir, að vjer höfum margra og mikilla
hagsmuna að gæta á íslandi og megum
vera við því búnir að íslendingar gjaldi
líku líkt. Því sannleikurinn er, að vjer
höfum meiri hagsmuna að gæta á íslandi,
en íslendingar i Noregi.
Norskar síldveiðar á íslandi nema árlega
nálægt 7 milj. króna. Norðmenn eiga
stórar síldarverksmiðjur á íslandi. Áður
ráku þeir þar hvalveiðar. Hvað vöru-
flutninga snertir eru íslendingar einnig
góðir viðskiftamenn. Norsk skip flytja aðal-
lega kolin til íslands og saltflskinn til Spán-
ar og Portúgal. Nú hafa 2 skip reglu-
bundnar ferðir á milli Noregs og íslands.
Ennfremur eru Norðmenn farnir að gjöra
sjer far um að koma norskum afurðum
til íslands og verið tekið þar vel. Vöru-
flutningar á milli Ameríku og íslands eru
ennfremur á norskum skipum yfir Bergen.
Eigi þessi viðskifti því ekki að fara í
hundana, má ekki líta of einhliða á kjöt-
tollsmálið. Tvö ár eru nú liðín síðan fyrsta
tollálagningin kom, og verði tollinum ekki
ljett af svo um muni, er ljóst, að við-
skifti vor við Islendinga, sem þegar eru
komin á góðan rekspöl, hverfa úr sögunni.
Og þá skulum vjer gæta þess, að þeir sem
horfa með ánægju á aðfarirnar, það eru
Danir, þvi þeirra erindi rekum við með
þessu móti.
Vjer höfum nú sjeð, að á Alþingi Is-
lendinga hefur komið fram frumvarp þess
efnis, að leggja 50—250 þús. kr. toll á
norska síldarframleiðslu og 20 kr. á tonn
í hverju skipi. Þetta eru hnefahögg, sem
beint er að Noregi, og sem getur orðið
full alvarlegt fyrir norsk-íslensk viðskifti.
Vjer vonum þess vegna að Stórþingið
líti ekki einhliða á þetta mál og gæti vel
að þeim dilk, sem það getur dregið á eft-
ir sjer, bæði frá þjóðlegri og fjárhagslegri
hlið sjeð.
íslendingum hefur verið það ánægjuefni,
hvernig norsk blöð hafa tekið í málið.
Það væri gott ef þeir þyrfti ekki að verða
fyrir vonbrigðum.«
Heimaverö á ísl. afuröum.
Gefið hefur verið undanfarið fyrir þurk-
aðan stórfisk hjer heima fl’á 190—200 ísl.
kr. skpd. Fyrir blautan stórfisk til út-
flutnings 70 aura kg. og til heimaverk-
unar 0,65 kg. Fyrir labrador fisk 150 til
160 ísl. kr. skpd., smáflsk 170—175 kr. og
ýsu 150—160. Framundir miðjan apríl-
mánuð var gefið fyrir iðnaðarlýsi 1.05 kg.,
en hefur farið heldur lækkandi og mun
nú vera 1 kr. Fyrir gufubrætt meðala-
lýsi hefur sama og enginn markaður verið
enn þá það sem af er árinu, en það hefur
farið mjög lækkandi utanlands síðustu
mánuðina.
Fyrir blandaða ull (1. og 2. fl.) mun nú
vera boðið ísl. kr. 4.50 kg. og dún ísl.
kr. 55 kr. kg.