Verslunartíðindi - 01.10.1925, Page 11
VERSLUNARTÍÐINDI
Í09
um aldamótin, var með rjettu bent á fram-
farirnar í ísl. utanríkisviðskiftum síðustu
15 árin, þar sem útflutningurinn hafði
aukist um helming, úr 5 milj. upp I 10
wilj. króna. Árið 1910 var inn- og út-
flutningur samtals orðinn um 30 milj. kr.,
en þá óraði menn ekki fyrir að á næstu
14 árum mundi þessi tala hækka yflr 100
nailj. króna, þar sem inn- og útflutniugur
nam í fyrra um 135 milj. kr., innfl. aðeins
55, en útfl. 80 milj. kr. Og þó þessi hækk-
un staíi af einhverju leyti af almennri
verðhækkun o. fl. þl., er þessi tala þó
feikna há hjá landi með tæpa 100 þús. íbúa.
Á meðal ísl. innílutningsvaranna eru
margar tegundir, sem ekki fást í Dan-
mörku.
Samfara hinum stórko3tlegu fraraförum
í ísl. fiskiveiðunum, heflr aukist mjög inn-
flutningur til landsins á ýmsum vörum
til þessa atvinnureksturs, svo sem kolum
og salti, sera íslendingar verða að ílytja
inn frá öðrum ríkjum, þar sem þessar vör-
ur eru ekki framleiddar í Danmörku. —
Veiðarfæri er allstór inníiutningsliður (ár-
ið 1922 innftutt fyrir D/s milj., frá Dan-
mörku fyrir 200 þús. kr.) og mætti senni-
lega auka sölu hjeðan eitthvað. Árlega
eru fluttar til íslands 200—300 þús. síld-
artunnur, virðist það liarla ósennilegt að
ekki mætti ná einhverju af þeim viðskift-
um til Danmerkur. Þegar litið er á málið
i heild, má svo að orði kveða, að Dan-
mörk sje aðalviðskiftavinur íslands um
innflutning8vörur og vinnur danska versl-
unarstjettin af miklum dugnaði í því efni.
Mörg dönsk firmu hafa umboðsmenn á
lölandi eða senda farandsala þangað, mjer
virðist þó að meira mætti aðhafast í því
efni og takmarkið ætti það að vera, að
Danmörk hefji samkepni við önnur lönd
um allar þær vörur, sem landið getur í
tje látið til íslands, einnig iðnaðarvörur.
Enginn efl er á þvi að íslenskir kaup-
menn vilja unna Dönum viðskiftanna að
öllu jöfnu, en sjerhver kaupmaður verður
að haga sjer eftir verði, flutningskostnaði
o. s. frv., og vil jeg í þessu sambandi
benda á, að ílutningsgjald er hærra frá
Danmörku til íslands, en frá öðrum lönd-
um, sem keppa við oss um verslunina,
en einmitt
flutningsgjöldin
eru mikilvægur þáttur í þessu rnáli. Því
verður ekki neitað, að flutningsgjöld þau,
sem skipafjelögin, sem sigla milli Islands
og Danmerkur taka, eru alls ekki í samræmi
við iiutningsgjöld yfirleitt, hljóta þau þvi
að liá vöruskiftunum. Af þessari ástæðu
ættum við ekki að biða lengi eftir flutn-
ingsgjalda lækkun. Jeg ætla að tilfæra
nokkur dæmi úr innflutningsskýrslunum
íslensku árið 1922. Við rekum fyrst augun
í innflutning beint frá Ameríku enda þótt
íslendingar hafi ekki beinar siglingar
þangað. Af haframjöli var innflutt 1700
smál., 700 frá Danmörku, en 600 smál,
frá Ameríku. Hveiti-innflutningurinn er þó
meir áberandi. Innílutt var 3590 smál.,
800 smál. frá Danmörku, en 1300 srnál.
frá Ameriku. Af niðursoðinni rajólk var
ílutt inn nálægt 360 smál. og kom meir
en helmingur af henni frá Ameríku (193
smál.), en aðeins 70 smál. frá Dan-
mörku.
Þessar ameríkuvörur eru víst nálega
eingöngu sendar með öðrum skipura en
þeira, er hingað fara og endurfermdar ein-
hverstaðar erlendis. Þetta stafar án efa
af þvi, að það er dýrara að senda þessar
vörur yfir Danmörku. Jeg gæti nefnt fleiri
slík dæmi, ef tími væri til.
Danir hafa ávalt látið íslendinga fá
eina nautnavöru, munntóbakið, en því
ættum vjer þá ekki einnig að geta full-
nægt reyktóbaksþörf þeirra, í stað þess
að nú er aðeins 14% af innflutningnum
frá Danmörku, eða vindlingana, þar sem