Verslunartíðindi - 01.02.1932, Qupperneq 6

Verslunartíðindi - 01.02.1932, Qupperneq 6
VERSLUNARTÍÐINDÍ 16 að eins að sjerstaklega sje að honum hlynt. En sú aðhlynning, sem helst og best má að gagni verða, er sú, að hann fái í friði að njóta hagsældar góðæranna til þess að geta riðið af storma harðæranna. — Að beita stighækkunarkerfi skattamálanna á þessar atvinnugreinar vorar, verslun og sjáfarútveg, minnir raunalega á dæmisög- söguna um konuna, sem slátraði hænunni, sem varp gulleggjunum, af því að henni þótti hún of seinfær að verpa. Rúmsins vegna er eigi unt hjer að ræða verkanir óbeinu skattanna, eins og þeim nú er háttað, á athafnalíf og afkomu lands- búa. Aðeins skal bent á að þeir, sem á sínum tíma fundu upp rökvilluna um »tvö- falda skattinn«, hljóta með sinni eigin rök- færslu að játa að, eins og skattakerfum vorum nú er háttað, greiða verslunar- og útgerðarmenn þrefaldan skatt: stighækkandi tekju- og eignaskatt, útfluttningsgjald af framleiðsluvöru og aðfluttningsgjald af nauðsynjum til framleiðslunnar. Það, sem nú var sagt, nægir til að benda á, að um- bóta er þörf á skattakerfum vorum. Ef vjer erum svo aumlega á vegi staddir, að geta ekkert fundið sjálfir, er oss hagi, verð- um vjer að minsta kosti að sníða erlendu fyrirmyndirnar, sem þrátt og oft nánast eru örþrifaráðstafanir ráðþrota manna, í íslensk- an búning, sem betur fari þjóðarhag vor- um en nú er. Hjer er eigi heldur rúm til að ræða stefnu þá í skattamálum, er valdhafar vorir virðast hafa fylgt en síðustu misseri og sýnist vera sú, að margfalda skatttölurnar með 2 og 3. Enda eru rökræður um þá hlið málsins utan veltu þegar fyrir þá sök, að tímar þeir og menn, sem yfir oss eru nú, eru alls eigi með eðlilegum hætti. P. Tilkynningar frá Forsætis- ráðaneytinu. 21/i—’32. Þýska ríkisstjórnin hefur fengið heimild til að hækka innflutningstolla á vörum frá löndum, sem hafa horfið frá gull- innlausn. Hefur tollur á dönsku smjöri eftir þessari heimild verið fyrst tvöfaldaður og ennfremur valútahækkaður þannig að hækk- unin er úr 50 mörkum í 136 mörk pr. 100 kg. 8/2—’32. Vegna neyðarástandsins, sem ríkir á Þýskalandi hefur þýska ríkisstjórnin fengið heimild til ef sjerstaklega knýjandi ástæður eru fyrir hendi, að setja gengis- jöfnunartoll á vörur, sem innflytjast til Þýskalands frá löndum, sem hafa hækkað gengi á peningum sínum. Ennfremur hefir ríkisstjórninn fengið heimild til að hækka tolla á vörum frá löndum, sem ekki hafa gert verslunarsamninga við Þýskaland eða sem láta þýskar vörur sæta óhagstæðari kjörum en vörur frá einhverju öðru landi. 1 °,2—’32. í Ítalíu hafa sveitarstjórnir fengið heimild til að krefja neysluskatt af nokkrum vörum til þess að afla sveitasjóð- um tekna. Var fyrst tilnefnt vín, nautpen- ingur, kjöt, feitmeti, gas, rafmagn og bygg- ingarvörur, En brátt kom í ljós, að þessi skattur myndi ekki nægilegur, sjerstaklega af því að tekjurnar rýrnuðu að mun vegna kreppunnar, og voru þá eftirtaldar vöru- tegundir einnig gerðar skattskyldar: niður- soðinn fiskur, saltfiskur, súkkulaði, smákök- ur, sælgætisvörur, ostur og aðrar mjólk- urafurðir, að undanteknu smjöri, ennfremur húsgögn, ilmvötn, fínni sáputegundir og unnin loðskinn. Flestar sveitastjörnir not- uðu sjer þessa heimild frá áramótunum. Hvað saltfisksskattinn snerti hefir hann verið ákveðinn 12—35 1. pr. 100 kg.. mis-

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.