Verslunartíðindi - 01.02.1932, Blaðsíða 7

Verslunartíðindi - 01.02.1932, Blaðsíða 7
VERSLUNARTÍÐINDl munandi eftir mannfjölda hinna ýmsu sveita- "fjelaga. 17/2—’32. Frá utanríkisráðuneytinu hefur verið tilkynnt, að frá 15. februar hafi verið krafist verðjöfnunarskatíur, 2% af verð- mætinu af öllum erlendum vörum og af- urðum, er flytjast til Þýskalands, þar á meðal af fiski. Ennfremur hefir frá sama tíma, verið lagður söluskattur 2%, á fisk, sem veiddur er af þýskum sjómönnum, en þessi skattur snertir ekki útlendan fisk. 13/s—’32. Danska landbúnaðarráðuneytið tilkynnir, að vegna þess að danskí og íslenskt kjöt ruglist saman, verði aðeins leyft að flytja inn ísl. dilkaskrokka frá 15. febr., ef á hvern skrokk sje stimplað með fjólubláum lit »ísland« eða »erlent«, með að minnsta kosíi 20 mm. háum bókstöfum. 26/'2—’32. Utanrikisráðuneytið vekur, að gefnu tilefni, athygli á því, að ameríska tollmálastjórnin skilji þannig 304 gr toll- laganna, að nafn þess lands, er varan er framleidd í skuli standa á umbúðunum. Hvað ísl. vörur snertir, er flytjast til Banda- ríkjanna, nægir ekki að merkja »Iceland Origin« eða »Iceland Produce«, heldur »Product of Iceland« eða »Iceland« ein- göngu. 14 s—’32. Utanríkisráðuneytið tiikynnir að þessum vörutegundum hafi verið bætt við listann yfir þær vörur, sem innflutningur er bannaður á i Ítalíu : fiskur, ferskur og frosinn, bómullargarn, er ætlað er til smásölu, ullar- dúkur og sápa. Þetta bann kemur þó ekki niður á þeim löndum, er sjerstaklega hefur verið samið við eða þeim löndum, er ekki hafa sett nein höft á ítalskan varning. 17/3—’32. Utanríkisráðuneytið tilkynnir, að lágmarksinnflutningstollurinn í Portúgal á fiski, söltuðum í legi, pressuðum, reyktum eða þurkuðum, en þó ekki á þurkuðum saltfiski, hafi verið hækkaður frá 26. febr.. 17 úr 1,2 í 8 centavos pr. kg. Jafnframt hefur innflutningstollurinn á flestum öðrum vör- um, þar á meðal á þurkuðum saltfiski, verið hækkaður um 2°/0. Frá sama fíma hefur portúgölsku ríkis- stjórninni verið veitt heimild til þess að ákveða »kontingent« fyrir vöruinnflutning, og enfremur til þess að segja upp gildandi verslunarsamningum, þar sem það telst nauðsynlegt, og að gera bráðabirgðaversl- unarsamninga, er veita hinum samnings- aðilanum rjett til tollmeðferðar á vörum samkvæmt lægri tollskránni í Portúgal. Fiskmarkaðurinn í Portúgal 1931. í eftirfarandi yfirliti sjest hve saltfisksinn- flutningurinn hefir verið mikill undanfar- andi 6 ár, og er þar talið í smálestum. Ár. Lissabon. Oporto Portúgal samtals 1926 15.509 27.464 42.973 1927 14.486 26.681 41.167 1928 15.467 29.201 44.668 1929 15.111 25.701 40.612 1930 16.227 20.985 37.210 1931 15.387 26.951 42.338 Menn höfðu búist við því að saltfisks- innflutningurinn yrði minni síðastl. ár, vegna vaxandi innflutnings á ferskum fiski, en svo hefur þó ekki farið, heldur þvert á móti, saltfisksinnflutningur hefur aukist töluvert, en sem þó gildir aðeins um Oporto- markaðinn; aftur á móti hefur innflutning- urinn til Lissabon minkað. Auk þessa hefur dálítið verið flutt inn af norskum og íslenskum fiski til verkunar

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.