Verslunartíðindi - 01.02.1932, Qupperneq 14
24
VERSLUNARTÍÐINDI
Vjer skulum ofurlitið athuga fjárhag
Japana um leið og aðstæður þeirra í þessu
máli. í Japan eru nú 60 millj. íbúa; hver
miljón, sem bætist við árlega eykur á-
hyggjur þeirra um afkomuna. Iðnaðinum
hefur fleygt áfram og dregið fólkið til borg-
anna og vandræði þau, sem nú steðja að
honum veldur miklu atvinnuleysi, enda
þótt samheldni ættanna, sem byggist á
forfeðradýrkuninni dragi nokkuð þar úr.
Iðnaðurinn í Japan er ungur, fljótvaxinn,
næmur fyrir öllum örðugleikum. Utflutning-
urinn er einhliða og verða þeir að fá öll
sin hráefni annarsstaðar að. 40°/0 af öllum
útflutningi Japana fer til Bandarríkjanna
og er mestmegnis silki. Um tíma ætlaði
samkeppni með silkilíki að gjöra þeim
skráveifur, en þá tóku þeir sjálfir að fram-
leiða silkilíki í stórum stíl. En nú hefur
eftirspurnin á silki í Bandaríkjunum mikið
minkað. Af hráefnum nota Japanar 50 milj.
smál. af kolum árlega, en framleiða sjálfir
aðeins 30 milj., landið þarf 2 milj. tonn af
olíu, en framleiðir sjálft aðeins 300,000;
það framleiðir aðeins fjórða hluta af járni
því og stáli, sem til iðnaðarins fer og af
matvöru eru t. d. fluttar inn 2 milj. smál.
af baunum. Þetta tvent, mannfjölgunin og
hráefnin, ráða mestu í verslunarpólitík
Japana og náið tvinnað deilunni um Man-
churiu. Þegar Rússar gjörðu járnbrautina
Moskva—Wladivostock og seinna brautina
frá Harbur til Dalmv og Port Arthur, þá
dróst Manchuria inn í málið. í stríðinu við
Japan, urðu Rússar að láta af hendi mik-
inn hluta brautarinnar frá Chanzun til
Dalmy. Þessi braut varð Japönum drjúg í
nýlendupólítík þeirra. Járnbrautarfjelagið
South Manchuría Railvay Co. fjekk ekki
einungis leyfi til að reka hana, heldur og
alt svæðið fram með henni. Þar náði Japan
fótfestu, sem það notaði sjer vel. Hluta-
fjeð — 400 milj yen — sem Japanar og
Kínverjar áttu, var í höndum japönsku
stjórnarinnar. Svæði þetta náði yfir 64000
ekrur og 1925 voru íbúar þar 274.625, nfl.
180.534 Kinverjar, 82.625 Japanar og 1466
annarra þjóða. Fjelagið fjekk full umráð
þessa svæðis. Japan hafði nú náð fótfestu
á meginlandinu og er með því að ná Kóreu
á vald sitt. 1910 hafði Japan fengið land-
flæmi, sem bætti úr brýnustu þörf þeirra
á hráefnum þeim, sem þá skorti, og hafn-
irnar voru þannig lagaðar að óvinirnir gátu
ekki stöðvað flutning ef til ófriðar bæri.
En það var ekki eingöngu hráefnin, sem
nota átti, heldur skyldi landið taka við öll-
um þeim Japönum sem ekki höfðu rúm
heima fyrir. Tvent var það, sem fjekkst með
þessu. Aðstaðan bættist öll heimafyrir og
um leið unnu þeir á í Kína. Höfðu menn
í þeim efnum mikla trú á loforði því, sem
Englendingar gáfu þeim er Bresk-Japönsku
samningarnir voru endurnýjaðir. Því að þá
viðurkendu Englendingar sjerrjettindi Japana
í Manchuríu og hjeruðunum í kring, en það
höfðu þeir ekki gjört áður. En nýlenduráða-
gerðir þeirra verða mikil vonbrigði. Útflutn-
ingurinn frá Japan varð sára lítill, og var
að kenna bæði loptslaginu og ódýrri vínnu
Kínverja. Þrátt fyrir 25 ára starf eru að-
eins 200,000 Japanar búsettir í Manchuriu.
En samt hafa þeir ekki hætt við það og
hafa flutt inn um 1 milj. Koreumenn, sem
eru japanskir þegnar og komið þeim fyrir
á þessu svæði. Þrátt fyrir öll þessi von-
brigði linntu þeir samt ekki látum, en tóku
að fást við námugröft, hafnargerðir, skips-
flutning, hótelrekstur o. s. frv. Hafa þeir
lagt meira en 2 milliarða yen (4 milliarða
krónur) í þessi fyrirtæki í Manchuriu, svo
ekki hefir verið klipið við nögl sjer. Árið
1917—’28 var flutt með járnbrautum 8.226.
000 farþegar og 18.500.000 ton af vöruin
svo að á þessu sjest að samgöngutæki
þetta er ekki neitt smáræði þegar litið er
á fje það, sem Japanar hafa lagt í að
og einkum eins og öllu til hagar núna þá