Verslunartíðindi - 01.02.1932, Síða 10
VERSLUNARTÍÐINDI
20
Suður-Afríka: Þar hafa ýmsar tollhækk-
anir átt sjer stað, og ennfremur almnnn
verðtollshækkun er nemur 5°/0. Þar hefir
einnig verið komið á gjaldeyrisráðstöfunum.
Tyrkland: í árslok 1931 var viðbótar-
tollur lagður á nálega allar vörur.
Ungverjaland: Þar valda gjaldeyrisráð-
stafanir erfiðleikum á vöruinnflutningi, og
í janúar 1932 var bannaður innflutningur
á ýmsum vörum nema með sjerstöku leyfi
og fyrir slík innflutningsleyfi á að greiða
gjald, er nemur '/j0/,, af vöruverðinu.
Búlgaría: í desembermánuði lagði sijórn-
in bann á ýmsan óþarfa varning: gjald-
eyrisráðstafanir valda þar einnig erfiðleik-
um með vöruinnflutninginn.
V erndartollastef nan
á Englandi.
Menn voru orðnir vanir að skoða England
sem forvígi frjálsrar versiunar. Hvergi var
jafn mikið samræmi í fríverslunarpólitíkinni
og þar, og hvergi jafn rótgróin andúð
gegn verndartollum sem þar. Að vísu hafa
nokkrar tilraanir verið gerðar á undan-
förnum árum ti! þess að koma á tollvernd
en þær tilraunir hafa jafnan mistekist.
En nú er þetta vígi fallið. England hefur
tekið upp nýja tollamálastefnu, sem til
þessa hefur verið þar óþekt, þó hún hafi
viða verið kunn annarstaðar. En vafasamt
er þó hvort skoðun manna þar hefur'al-
ment hneigst í tollverndunaráttina, þó hins-
vegar megi segja, að þeirri stefnu hafi
aukist mikið fylgi.
Ræturnar til þessarar nýju tollmálastefuu
liggja i stjórnmálaviðburðum síðasta hálfárs
en þar að baki er fjármálakreppan, er náði
hámarki í ágústmánuði síðastl.
Þegar enska stjórnin fjell á atvinnu-
lausrastyrktarmálinu mynduðu Mac Donald
og Snowden þjóðstjórn með stuðningi í-
haldsflokksins, nokkrum hluta af frjálslynda
flokknum og einhverju broti af verkamanna-
flokknum. Aðalmarkmið stjórnarinnar að
koma jöfnuði á fjárhagsáætlun ríkisins og
halda uppi gengi sterlingspundsins. Enn-
fremur átti hinn óhagstæði verslunarjöfn-
uður að takast til rækilegrar athugunnar.
Jöfnuði á fjárhagsáætlun ríkisins var kom-
ið á, en það eitt var ekki nægilegt. Traust-
ið hafði orðið fyrir hnekkir, og 21. septem-
ber varð að hverfa frá gullinnlausn. Parla-
mentið var leyst upp, og undirbúningur
til nýrra kosninga hófst. Stjórnin hafði ekki
lagt fram neina sameiginlega stefnuskrá.
Mac Donald hjelt fram þeirri kröfu, að
stjórnin hefði áfram óbundnar hendur til
þess að vinna að fjárhagslegri endurreisn.
íhaldsmennirnir heimtuðu tolla. Þrír stjórn-
armeðlimir úr frjálslynda flokknum vildu
hafa fríverslun, en hinir vildu hafa hóflega
tolla. Stjórnin vann glæsilegan sigur við
kosningarnar og fengu hennar flokkar 554
þingsæti.
Spursmálið um fríverslun eða vernda-
tollastefnu hefur ávalt verið eitt af þýð-
ingarmestu pólitísku stefnumálunum á
Englandi, og þegar legið hafa fyrir toll-
frumvörp, sem höfðu í för með sjer veru-
lega breytingu á verslunarstefnu þjóðar-
innar, hafa kjósendurnir spyrnt á móti,
þetta kom fyrir 1906, þegar Joseph Cham-
berlain vildi láta leggja toll á erlendar
vörur með forrjettindum til handa nýlend-
unum. Hann beið ósigur í kosningum. Sama
sagan endurtók sig 1923 þegar Baldvins-
stjórnin kom með sín forrjettindafrumvörp,
og það þó Austin Chamberlain hefði fengið
dálitla ívilnun fyrir nýlendurnar hvað snerti
örfáar vörutegundir árið 1919,