Fréttablaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 16
Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athuga-semdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjáns-sonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á sam- keppnislögum. Fram kemur í bréfi frá Samkeppn- iseftirlitinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að sú staða að aðaleigandi Brims sé forstjóri HB Granda kunni að leiða til brota á samkeppnislögum. Guðmundur tók við sem forstjóri HB Granda í júní eftir kaup á kjölfestu hlut í fyrirtækinu vor. Stofnunin rifjar upp að í Fréttablaðinu hafi komið fram að hann hafi áhuga á að auka samstarf á milli útgerðanna tveggja og að einkum sé horft til sölu- og markaðsmála í þeim efnum. Auk þess er sagt í bréfinu að sú staða að aðaleigandi Brims sitji í stjórn Vinnslustöðvarinnar, en hann átti þriðjungshlut í fyrirtæk- inu þar til í gær, kunni að leiða til samkeppnisbrota. Samkvæmt til- kynningu til Ríkisskattstjóra hefur Guðmundur ekki setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar frá 10. apríl þegar blásið var til aðalfundar. Bréfið sem Markaðurinn hefur undir höndum er dagsett 6. júlí. Samkeppniseftirlitið segir að það sé varhugavert í samkeppnis- legu tilliti að sami aðili, sem eigi allt hlutafé í einu félagi, sé á sama tíma forstjóri félags á sama mark- aði og stjórnarmaður í því þriðja. Guðmundur vildi ekki tjá sig við Markaðinn þegar eftir því var leitað. HB Grandi upplýsti hinn 7. júlí að útgerðinni hefði borist erindi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað væri eftir sjónarmiðum félagsins vegna skoðunar á því hvort myndast hefðu yfirráð í skilningi samkeppnislaga þegar Brim eign- aðist 34 prósenta hlut í HB Granda þann 4. maí 2018. Hvorki tilkynnt um kaup á Ögurvík né HB Granda Enn fremur telur Samkeppnis- eftirlitið að tilkynningarskyldur samruni kunni að hafa átt sér stað þegar Brim eignaðist hlut í HB Granda. Hann hafi ekki verið til- kynntur til Samkeppniseftirlitsins og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda. Sömuleiðis kunni til- kynningarskyldur samruni að hafa átt sér stað sumarið 2016 þegar Brim eignaðist Ögurvík. Sá mögulegi sam- runi, eins og eftirlitið orðar það, hafi ekki verið tilkynntur og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda. Samkeppniseftirlitið segir í bréf- inu að það fái ekki betur séð en að HB Grandi, Brim, Vinnslustöðin og Ögurvík séu „keppinautar í skiln- ingi samkeppnislaga“. Kallað var eftir viðbrögðum frá fyrrnefndum fyrirtækjum. Heiðrún Lind Marteins- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, benti á í Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið segir í frummati að það kunni að brjóta samkeppnislög að Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi útgerðarinnar Brims, skuli hafa tekið við stjórnartaumum HB Granda. Stofnunin lítur það sömu augum að hann skuli hafa setið í stjórn Vinnslu- stöðvarinnar á sama tíma og hann stýrði Brimi. Fyrirtækin stunda útflutning, um 98 prósent af íslensku sjávarfangi eru seld erlendis. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Samkeppniseftirlitið telur að tilkynningarskyldur samruni kunni að hafa átt sér stað þegar útgerðarfyrirtækið Brim eignaðist kjölfestuhlut í HB Granda í vor. Hann hafi ekki verið tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins. FréttaBlaðið/SteFán Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Beita fyrir sig Samkeppniseftirlitinu í viðskiptastríði um Vinnslustöðina Um árabil hefur staðið styr á milli Guðmundar, sem hefur verið minni- hlutaeigandi í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum frá árinu 2005, og þeirra sem ráða för í útgerðinni. Brim seldi í gær þriðjungs hlut sinn í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða króna. Guðmundur hefur, sam- kvæmt bréfi Samkeppniseftirlitsins, setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar með hléum frá árinu 2007. Hann hafi síðast verið kjörinn í stjórn vorið 2017 en eins og segir í fréttinni hér að ofan gekk hann úr henni í vor. Á sama tíma hafi hann gegnt starfi forstjóra Brims. Í bréfi sem meirihluti stjórnar Vinnslustöðvarinnar sendi til Samkeppniseftirlitsins segir að Guðmundur hafi í krafti stöðu sinnar sem stjórnarmaður í útgerð- inni kallað eftir ítarlegum og sundurgreinanlegum upplýsingum um reksturinn. Bréfið var skrifað í því skyni að fá úr því skorið hvort það teldist eðlilegt að fulltrúi hluthafa sem væri jafnframt keppinautur fengi slíkar upplýsingar í hendur. Guðmundur sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann fyrir tæpri viku að aðkoma hans að Vinnslustöðinni hefði í upphafi verið hlutlaus. „En svo leiddist mér hvað þetta var lélegur rekstur hjá félaginu. Meirihluti eigenda vildi ekki fjárfesta í nýjum tækjum og búnaði. Þeir tóku þá stefnu að kaupa öll hlutabréf sjálfir, sem losnuðu í fyrirtækinu, og af þeim sökum hafa þeir þurft að greiða sér mikinn arð. Það kemur niður á fjárfestingunni inni í Vinnslustöðinni og fyrirtækið hefur dregist aftur úr sambærilegum sjávarútvegsfyrirtækjum,“ sagði hann. grein í Fréttablaðinu að 98 prósent af íslensku sjávarfangi séu seld á erlenda markaði. aflar frekari upplýsinga Páll Gunnar Pálsson, framkvæmda- stjóri Samkeppniseftirlitsins, segir við Markaðinn að málinu sé ólokið. „Í framhaldi af framkomnum sjónar- miðum er Samkeppniseftirlitið að afla frekari upplýsinga. Niðurstaða í málinu liggur því ekki fyrir.“ Vakin er athygli á því í bréfinu að um samruna geti verið að ræða þrátt fyrir að fyrirtæki eignist ekki meiri- hluta í öðru fyrirtæki. Aðal atriðið sé að meta hvort kaupin leiði til yfirráða í öðru fyrirtæki. „Ef kaup- andi kemst í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan við- komandi fyrirtækis getur það gefið skýrt til kynna að yfirráð í skilningi samkeppnislaga hafi myndast og þar með hafi samruni átt sér stað,“ segir Samkeppniseftirlitið. Fram- kvæmd samruna geti falist í því að sá sem hefur öðlast yfirráð yfir fyrirtæki sest í stjórn þess og knýi fram breytingar. „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að það er a.m.k. mikil lagaleg áhætta fólgin í því ef fyrirtæki (eða eigandi þess) á full- trúa í stjórn eða stjórnunarstöðu hjá keppinaut sínum.“ Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is Fasteignamiðlun Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - s: 577 5500 - www.atvinnueign.is Eyrartröð 12 Til sölu/leigu 872 fm iðnaðarhúsnæði við Melabraut í Hafnarfirði. Um er að ræða vinnslusal, kælisal, mót- töku, starfsmannaaðstöðu, snyrtingar, ræstingu, vinnslusal, kæli og geymsluloft. Á 2. hæð er fundarsalur, skrifstofur, eld- hús, geymsla og setustofa. Innkeyrsludyr eru á vinnslusal og kæli. Góð innkeyrsla og malbikað plan. Verð 160 milljónir. Til sölu/leigu 1280 fm atvinnuhúsnæði við Eyrartröð í Hafnarfirði. Um er að ræða fiskivinnsluhús með fiskmóttöku, vinnslusal, kæligeymslu, frystigeymslu, verkstæði auk skrifstofu, góðum matsal og starfsmannaaðstöðu. Fjórar innkeyrsluhurðir. Möguleiki er að leiga hluta af húsnæðinu. Verð 250 milljónir. Melabraut 22 Atvinnueign - Síðumúla 13, 108 Rvk. - www.atvinnueign.is 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r4 markaðurinn 1 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D C -0 D B 0 2 0 D C -0 C 7 4 2 0 D C -0 B 3 8 2 0 D C -0 9 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.