Fréttablaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 18
Jón Diðrik Jónsson kemur að tveimur þekktum fyrir-tækjum sem hafa á undan-förnum árum gengið í gegn-um umtalsverðar breytingar til að standast tímans tönn
og ekki sér fyrir endann á
þeirri vinnu. Hann er fram-
kvæmdastjóri og eigandi Senu, sem
meðal annars á Smárabíó og átti
áður Skífuna, og er stjórnarformað-
ur Skeljungs. Afþreyingariðnaður-
inn hefur siglt í gegnum stormviðri
sem rekja má til ólöglegs niðurhals
og síðar innreiðar Amazon, Netflix
og Spotify. Af þeim sökum hefur
þurft að endurskipuleggja rekstur
Senu þrisvar frá árinu 2009 og við-
skiptamódelið verið stokkað upp á
nýtt. Olíufélögin glíma við að skip
og bílar verða sífellt sparneytnari
og æ fleiri bílar verða knúnir af
rafmagni eða öðrum umhverfis-
vænum orkugjöfum þegar fram
líða stundir. Starfsumhverfi fyrir-
tækjanna er því að taka stakka-
skiptum. Jón Diðrik tekur því með
stökustu ró og bendir á að flestar
atvinnugreinar þurfi að glíma við
síbreytilegt starfsumhverfi.
Af hverju ákvaðst þú að fjárfesta
í Senu árið 2009?
„Á þeim tíma var ég nýbúinn að
fjárfesta í Capacent og unnið var
að því að koma fyrirtækjaráðgjöf
á koppinn. Ráðgjafi Dagsbrúnar
átti að selja Sagafilm og Senu og
spurði hvort ég hefði áhuga á fyrir-
tækjunum. Ég ákvað að skoða Senu
nánar – í aðra röndina til að athuga
hvernig ráðgjafar við söluna ynnu
sína vinnu.
Mér þótti verkefnið spennandi
því um var að ræða afþreyingar-
fyrirtæki og umbreytingarverk-
efni. En ég hef unnið mikið við
umbreytingu og markaðssetningu,
allt frá því ég starfaði alþjóðlega
hjá Coca-Cola og síðar hjá Ölgerð-
inni. Sena stóð illa á þeim tíma rétt
eins og flest fyrirtæki eftir banka-
hrun. Landsbankinn sem hugðist
fjármagna reksturinn féll frá því
og það þurfti leggja fé í fyrirtækið
áður en hægt var að fara í áreiðan-
leikakönnun. Við Magnús Bjarna-
son, meðeigandi minn á þeim
tíma, tókum veð í geisladiskum,
bíósætum, poppvélum og fleiru
og létum vaða. Við hefðum getað
endað á Perlumarkaðnum með
gott úrval ef þetta hefði farið illa,“
segir Jón Diðrik og kímir.
Fyrsti spretturinn
„Fyrsti spretturinn fór í að selja
eignir, endurmeta efnahaginn og
færa niður eignir sem hafði verið
látið hjá líða í uppsveiflunni. Við
urðum að selja Skífuna, sem Sena
hafði tekið upp í skuldir, í snar-
heitum því Samkeppniseftirlitið
hafði ekki heimilað yfirtökuna og
reksturinn stóð ekki undir sér. Það
þurfti jafnframt að loka Regnbog-
anum sem tapaði háum fjárhæðum
í hverjum mánuði. Þar er nú rekið
ríkis- og borgarstyrkt Bíó Paradís.
Sena á einnig Smárabíó sem hefur
ávallt gengið nokkuð vel.
Næsti sprettur fór í að ná betri
tökum á rekstrinum. Við rákum
stóra söludeild fyrir DVD-diska
og geisladiska, ásamt því að vera
með umboð til að selja kvik-
myndir. Hafist var handa við að
leita leiða um hvernig hægt væri
að selja efni í fleiri efnisgáttir en í
kvikmyndahús og sjónvarp þegar
ljóst var að sala til verslana myndi
fara að skreppa mikið saman. Á
þeim tíma áttuðum við okkur á að
samkeppni frá fyrirtækjum á borð
við Netflix og Spotify væri yfir-
vofandi en fyrirtækin höfðu ekki
enn sprottið fram á markaðnum.
Af þeim sökum var meðal annars
fjárfest í tónlistar-
vefnum tonlist.is
og hljóðbóka-
f y r i r t æ k i n u
Skynjun, sem
nú er orðið að
hinu sænska
Storytel. Sömu-
leiðis var reynt
að kaupa
M i ð a .
is en
Á kafi í umbreytingu á rekstri fyrirtækja
„Það er áhyggjuefni hvað það eru mörg fyrirtæki á hlutabréfamarkaði þar sem krafta einkafjárfesta nýtur ekki við,“ segir Jón Diðrik Jónsson, stjórnarformaður Skeljungs. Fréttablaðið/Ernir
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Oft höfum við átt í
viðræðum við
tónlistarmenn og allt er
klappað og klárt en á síðustu
stundu ákveða þeir að hnika
til áfangastöðum í tóna-
leikaferðinni og þá
dettum við út.
Jón Diðrik Jónsson
segir að afþreyingarfyrir-
tækið Sena hafi stokkað
upp viðskiptamódelið
þrisvar frá árinu 2009.
Tekjur Smárabíós jukust
á milli ára í fyrra. Hann
segir að Skeljungur hafi
enn fremur dregið úr
rekstrarkostnaði frá
árinu 2014 þrátt fyrir
launaskrið.
Sena live skipulagði tónleika Justins timberlake og nafna hans
biebers á Íslandi. timberlake vildi ljúka tónleikaferðalagi sínu
hér á landi árið 2014 og bieber hafði sömuleiðis sérstakan
áhuga á að spila á islandi árið 2016. Fréttablaðið/anDri Marinó
1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r6 markaðurinn
1
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
C
-0
8
C
0
2
0
D
C
-0
7
8
4
2
0
D
C
-0
6
4
8
2
0
D
C
-0
5
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K