Fréttablaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 14
Fjárfestingarfélagið Varða Capi-
tal, sem er að stærstum hluta í
eigu Jónasar Hagan Guðmunds-
sonar og Gríms Garðarssonar,
tapaði rúmlega 267 milljónum
króna í fyrra borið saman við 221
milljónar króna hagnað á árinu
2016. Tap félagsins skýrist af því
að bókfært virði eignarhluta í
dóttur- og hlutdeildarfélögum er
fært niður um liðlega 340 milljónir.
Varða Capital, sem kemur meðal
annars að fjármögnun lúxus-
hótelsins við Hörpu og er hlut-
hafi í Kortaþjónustunni, var í hópi
stærstu hluthafa Kviku banka en
félagið seldi í lok síðasta árs 7,7
prósenta hlut sinn í bankanum.
Samkvæmt nýbirtum ársreikningi
fjárfestingarfélagsins nam inn-
leystur hagnaður vegna sölunnar
um 123 milljónum króna.
Heildareignir Vörðu Capital,
sem er aðaleigandi Nespresso á
Íslandi, námu um 2,5 milljörðum
króna í árslok 2017 en þar munar
mest um eignarhluti í dóttur- og
hlutdeildarfélögum upp á 1,36
milljarða króna. Eigið fé félags-
ins er rúmlega 1.400 milljónir og
einu langtímaskuldir þess eru við
tengda aðila. – hae
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5800
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
123
milljónum nam innleystur
hagnaður félagsins vegna
sölu á 7,7 prósenta hlut í
kviku banka í árslok 2017.
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
Bláa lónið í hóp stærstu
hluthafa í Icelandair
Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með
um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undan-
farið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum.
Verð hlutabréfa í Icelandair Group hefur lækkað um meira en helming frá áramótum. FréttablaðIð/ErnIr
B láa lónið hefur að undan förnu bætt veru-lega við eignarhlut sinn í Icelandair Group og er núna á meðal stærstu hluthafa flugfélagsins
með um eins prósents hlut. Nýleg-
ur hluthafalisti félagsins, sem ekki
hefur verið gerður opinber, sýnir
þannig að Bláa lónið er komið í hóp
tuttugu stærstu eigenda Icelandair
með um 50 milljónir hluta, sam-
kvæmt heimildum Markaðarins.
Miðað við núverandi gengi bréfa
Icelandair er markaðsvirði hlutarins
um 370 milljónir króna.
Bláa lónið átti í árslok 2017 tæp-
lega 14 milljónir hluta í Icelandair
Group og hefur fyrirtækið því meira
en þrefaldað hlut sinn í flugfélaginu
það sem af er þessu ári. Hlutabréfa-
verð Icelandair hefur hríðfallið síð-
ustu misseri og mánuði og frá ára-
mótum hafa bréf félagsins lækkað
í virði um liðlega helming. Gengi
bréfa félagsins, sem lækkaði um
rúmlega þrjú prósent í viðskiptum
í Kauphöllinni í gær, stendur núna
í 7,3 krónum á hlut og hefur ekki
verið lægra í nærri sex ár.
Stærsti hluthafi Icelandair er Líf-
eyrissjóður verslunarmanna með
um 14 prósenta hlut en saman-
lagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir
meira en helmingshlut í félaginu.
Innlendir einkafjárfestar hafa hins
vegar löngum verið hverfandi í hlut-
hafahópi Icelandair. Samkvæmt
síðasta opinbera lista yfir tuttugu
stærstu hluthafa félagsins, sem
birtist 31. júlí síðastliðinn, var þar
aðeins að finna eignarhaldsfélagið
Traðarhyrnu, sem er meðal annars
í eigu Samherja, með 1,7 prósenta
hlut í gegnum safnreikning hjá
Kviku banka.
2,7 milljarðar í verðbréfum
Vöxtur Bláa lónsins á undanförnum
árum hefur sem kunnugt er verið
ævintýralegur. Tekjur fyrirtækisins
námu þannig rúmlega 102 millj-
ónum evra, jafnvirði 13 milljarða
króna, á síðasta ári og jukust um
25 milljónir evra á milli ára. Þá var
hagnaður Bláa lónsins um 31 millj-
ón evra á árinu 2017 og hækkaði um
þriðjung frá fyrra ári. Tæplega tveir
milljarðar voru greiddir út í arð til
hluthafa fyrr á þessu ári.
Í árslok 2017 námu fjárfestingar
Bláa lónsins samtals um 20,9 millj-
ónum evra. Eignir í verðbréfasjóð-
um voru þannig um 18,7 milljónir
evra á meðan bein hlutabréfaeign
Bláa lónsins í skráðum félögum í
Kauphöllinni nam um 2,2 millj-
ónum evra í lok síðasta árs. Þar var
fyrst og fremst um að ræða hluta-
bréfaeign fyrirtækisins í Icelandair
Group.
Hlutafélagið Hvatning er stærsti
eigandi Bláa lónsins með ríflega 39
prósenta hlut. Framtakssjóðurinn
Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða,
fjármálafyrirtækja og annarra fag-
fjárfesta, á 49,45 prósenta hlut
í félaginu en Kólfur heldur hins
vegar utan um 50,55 prósenta hlut
í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru
Grímur Sæmundsen, forstjóri og
stofnandi Bláa lónsins (75 prósent),
og Eðvard Júlíusson (25 prósent). Þá
á eignarhaldsfélagið Keila 9,2 pró-
senta hlut í Bláa lóninu en það er í
meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir
hluthafar í Keilu eru meðal annars
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota
á Íslandi og varaformaður stjórnar
Bláa lónsins, en hann er jafnframt
stjórnarformaður Icelandair Group.
HS Orka er næststærsti hluthafi Bláa
lónsins með um 30 prósenta hlut.
Þá eiga Helgi Magnússon,
stjórnarformaður Bláa lónsins, og
Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og
fyrrverandi starfsmaður Morgan
Stanley í London, einnig hvor um sig
um 6,2 prósenta hlut í fyrirtækinu.
hordur@frettabladid.is
370
milljónir króna er núverandi
markaðsvirði eignarhlutar
Bláa lónsins í icelandair
Group.
WOW air hefur tryggt sér fjármögn-
un upp á samtals 60 milljónir evra,
jafnvirði um 7,7 milljarða íslenskra
króna, en skuldabréfaútboði félags-
ins lauk í gær. Í tilkynningu sem
flugfélagið sendi frá sér segir að það
hafi nú þegar selt skuldabréf fyrir 50
milljónir evra og 10 milljónir evra
verði seldar fjárfestum í framhaldi af
útboðinu. Þátttakendur í útboðinu
voru bæði erlendir og innlendir fjár-
festar.
Þá hefur WOW air ráðið Arion
banka og Arctica Finance til að hefja
undirbúning að skráningu hluta-
bréfa félagsins innan 12-18 mánaða,
bæði hérlendis og erlendis.
Skuldabréfaútgáfan er hugsuð
sem brúarfjármögnun fram að
áformuðu hlutafjárútboði. Fjár-
festar sem tóku þátt í skuldabréfa-
útboðinu fá kauprétt að hlutafé á
20 prósenta afslætti, þegar félagið
verður skráð á markað, sem nemur
helmingi af höfuðstól bréfanna en
kauprétturinn verður að fullu fram-
seljanlegur og gildir til fimm ára.
– hae
Safnaði 7,7 milljörðum
Skúli Mogensen,
forstjóri og
eigandi WOW air.
Lúxemborgska hýsingar- og gagna-
vinnsluþjónustan Etix Group hefur
fjárfest í Borealis Data Centers sem
rekur tvö gagnaver á Íslandi. Með
fjárfestingunni er Etix komið með
ráðandi hlut, um 55 prósent, í BDC
sem hefur formlega skipt um nafn
og mun framvegis heita Etix Every-
where Borealis.
Þetta staðfestir Björn Brynjúlfs-
son, framkvæmdastjóri Borealis
Data Centers, í samtali við Mark-
aðinn. „Etix er að koma inn sem
ráðandi hluthafi hjá okkur. Þetta
er alþjóðlegt fyrirtæki með rekstur
úti um allan heim sem mun styrkja
uppbyggingu hér heima verulega,“
segir Björn. „Við erum á kafi í upp-
bygginu með þeim sem er smátt og
smátt að taka á sig góða mynd.“
BDC rekur eitt gagnaver á Fitjum
í Njarðvík og annað á Blönduósi við
Svínvetningabraut. Það var nýlega
gangsett en áætlað er að uppbygg-
ingu á aðstöðunni ljúki fyrir árslok.
Saman hafa þessi gagnaver hýs-
ingargetu fyrir 30 þúsund netþjóna
en vegna mikillar eftirspurnar frá
alþjóðlegum fyrirtækjum er öll hýs-
ingin uppseld.
„Ísland er hagkvæm staðsetning
fyrir gagnaver af þessum toga þökk
sé köldu loftslagi og raforkuöryggi,“
segir Björn og vísar því til stuðnings
til niðurstaðna úr alþjóðlegum
rannsóknum. – tfh
Lúxemborgarar fjárfesta í Borealis
björn brynj-
úlfsson, fram-
kvæmdastjóri
borealis.
Varða Capital tapaði
267 milljónum í fyrra
Jónas Hagan
Guðmundsson,
einn hluthafa
Vörðu Capital.
1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn
1
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
B
-F
9
F
0
2
0
D
B
-F
8
B
4
2
0
D
B
-F
7
7
8
2
0
D
B
-F
6
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K