Fréttablaðið - 24.09.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.09.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 2 5 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 4 . s e p t e M b e r 2 0 1 8 VERIÐ VELKOMIN Á HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGA 20. SEPT.- 3. OKT. 2018 KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ SYKURLAUS öflugur liðstyrkur Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Stein- grímsson skrifar um traust til stjórnmálamanna. 11 sport Engum tekist að hrifsa stig af Liverpool. 16 tÍMaMót Fá kannski köku í til- efni dagsins. 18 lÍfið Það er fyrir löngu orðinn siður að kvikmynda- hátíðinni RIFF fylgi sundbíó þar sem fjörug ræma er sýnd í sundlaug. 26 plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 stjórnMál Tveir ráðherrar í ríkis- stjórn settu sig upp á móti þeim áformum að árshátíð Stjórnar- ráðsins yrði haldin þann 6. október næstkomandi, á tíu ára afmæli íslenska efnahagshrunsins. Svo fór að árshátíðin var blásin af vegna athugasemda ráðherra. Nokkurrar óánægju gætir meðal starfsmanna Stjórnarráðsins vegna þessarar afskiptasemi. Ráðuneytin skiptast á að skipu- leggja árshátíðirnar en í ár var það í höndum starfs- m a n n a f é l a g s mennta- og m e n n i n g a r - m á l a r á ð u - neytisins. – aá / sjá síðu 2 Engin árshátíð á hrunafmæli Lilja Alfreðsdóttir Alþjóðlegi bangsadagurinn var í gær og við það tilefni var boðið upp á Bangsaspítala á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Það var ýmislegt sem hrjáði tuskudýr barnanna sem lögðu leið sína á Sólvang í Hafnarfirði. Allir fengu þó bót meina sinna hjá læknanemum sem sóttu sér mikilvæga reynslu í samskiptum við börn. FréttAbLAðið/Eyþór Fleiri myndir frá Bangsaspítalanum er að finna á Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLús Tveir meintir prufu- tímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. dóMsMál Nemandi við Ferðamála- skóla Íslands hefur verið dæmdur til að greiða skólanum full skólagjöld, 440 þúsund krónur, að frádregnu 50 þúsund króna skrásetningargjaldi, vegna leiðsögunáms. Umræddur nemandi taldi að hann hefði fengið loforð um prufu- tíma og hætti námi eftir tvær kennslustundir. Málskostnaður nam 372 þúsund krónum. Tímarnir tveir kostuðu því rúm 800 þúsund. Þetta er þriðja málið tengt skóla- gjöldum við skólann sem ratar fyrir dómstóla en í öllum tilfellum hefur verið fallist á kröfur skólans. Í þessu máli taldi nemandinn að munn- legur samningur hefði komist á um að hann fengi að sitja prufutíma. Þá taldi hann einnig að ekkert í umsóknarskjali skólans bæri það með sér að hann hefði skuldbundið sig til að greiða gjaldið. Í niðurstöðu dómsins var báðum málsástæðum hafnað en sagt að sú staðreynd að þrjú dómsmál hefðu farið fyrir dóm vegna skólagjalda ætti að vera „nægileg hvatning fyrir [skólann] til að íhuga hvort ekki megi bæta form umsóknar“. „Fólk gerir sér alveg grein fyrir því þegar það sækir um að það þurfi að greiða fyrir námsvistina. Í þessu máli er þetta svolítið eins og ef þú ferð á veitingastað, borðar forrétt, hluta af aðalréttinum og segist svo ekki ætla að borga,“ segir Friðjón Sæmunds- son, skólastjóri Ferðamálaskólans. Dæmi eru um að fólk sem lokið hefur leiðsögunámi við skólann hafi sótt um aðild að Leiðsögn, stéttar- félagi leiðsögumanna, og verið hafn- að. Ástæðan sé sú að skólinn kennir ekki samkvæmt námskrá mennta- málaráðuneytisins. Í nýlegri skýrslu frá starfshópi á vegum félagsins segir að „útskrifaðir nemendur skólans uppfylli prýðilega skilgreiningu á starfi fararstjóra“ en teljist ekki leið- sögumenn. „Stjórnendur félagsins hafa hatast út í þetta nám og skólann og eru sjálfum sér til stórfelldrar skammar. Leiðsögn er í raun stéttarfélag og það geta allir sem vilja verið í því stéttar- félagi,“ segir Friðjón. Indriði H. Þorláksson, formaður Leiðsagnar, vildi ekki ræða málefni skólans þegar falast var eftir því. – jóe Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón 2 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E 5 -4 5 D 0 2 0 E 5 -4 4 9 4 2 0 E 5 -4 3 5 8 2 0 E 5 -4 2 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.