Fréttablaðið - 24.09.2018, Blaðsíða 36
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 6. umferðar 2018-19
Fulham - Watford 1-1
0-1 Andre Gray (2.) - 1-1 Aleksander Mitrovic
(78.).
Cardiff - Man.City 0-5
0-1 Sergio Agüero (32.), 0-2 Bernardo Silva
(35.), 0-3 Ilkay Gündogan (44.), 0-4 Riyad
Mahrez (67.), 0-5 Riyad Mahrez (89.).
C. Palace - Newcastle 0-0
Liverpool - Southampton 3-0
1-0 Wesley Hoedt (sjálfsmark) (10.), 2-0 Joël
Matip (21.), 3-0 Mohamed Salah (45.).
Leicester - Huddersfield 3-1
0-1 Mathias Jörgensen (5.), 1-1 Kelechi Ihe-
anacho (19.), 1-2 James Maddison (66.), 1-3
Jamie Vardy (75.).
Burnley - Bournemouth 4-0
1-0 Matej Vydra (39.), 2-0 Aaron Lennon (41.),
3-0 Ashley Barnes (84.), 4-0 Ashley Barnes
(88.).
Man.Utd - Wolves 1-1
1-0 Fred (18.), 1-1 Joao Moutinho (53.).
Brighton - Tottenham 1-2
0-1 Harry Kane (vítaspyrna) (42.), 0-2 Érik
Lamela 76., Anthony Knockaert (90.).
West Ham - Chelsea 0-0
Arsenal - Everton 2-0
1-0 Alexandre Lacazette (56.), Pierre-Emerick
Aubameyang (59.)
FÉLAG L U J T MÖRK S
Liverpool 6 6 0 0 14-2 18
Man.City 6 5 1 0 19-3 16
Chelsea 6 5 1 0 14-4 16
Watford 6 4 1 1 11-6 13
Tottenham 6 4 0 2 12-7 12
Arsenal 6 4 0 2 12-9 12
Man.Utd 6 3 1 2 9-9 10
B.mouth 6 3 1 2 10-11 10
Leicester 6 3 0 3 11-10 9
Wolves 6 2 3 1 6-6 9
C.Palace 6 2 1 3 4-6 7
Everton 6 1 3 2 8-11 6
Brighton 6 1 2 3 8-11 5
S’ton 6 1 2 3 6-9 5
Fulham 6 1 2 3 8-13 5
Burnley 6 1 1 4 7-10 4
West Ham 6 1 1 4 5-11 4
Newcastle 6 0 2 4 4-8 2
Cardiff 6 0 2 4 3-14 2
H.field 6 0 2 4 3-14 2
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum á Englandi
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Lék allan leikinn í 2-0 tapi
Everton gegn Arsenal, en
Everton hefur nú leikið þrjá leiki í
röð í deildinni án þess að vinna.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Var ekki í hóp hjá Cardiff
vegna meiðsla þegar liðið
steinlá fyrir Manchester City.
Reading
Jón Daði Böðvarsson
Skoraði eitt marka Read-
ing sem lagði Hull að velli
með þremur mörkum gegn engu.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Sat allan tímann á vara-
mannabekk Aston Villa
þegar liðið tapaði fyri Sheff. Wed.
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Spilaði allan tímann þegar
Burnley bar sigurorð
af Bournemouth með
fjórum mörkum gegn engu.
Fótbolti Liverpool trónir tap-
laust á toppi ensku úrvalsdeildar-
innar í knattspyrnu karla þegar sex
umferðir hafa verið leiknar í deild-
inni. Liverpool sem hafði betur gegn
Southampton er nú eina taplausa
liðið á leiktíðinni þar sem Chelsea
gerði markalaust jafntefli við West
Ham United.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri
Liverpool, gaf svissneska landsliðs-
framherjanum Xherdan Shaqiri
tækifæri í byrjunarliðinu í leiknum
gegn Southampton og hann þakk-
aði traustið með því að eiga þátt í
tveimur af þremur mörkum liðsins
í sannfærandi 3-0 sigri. Mohamed
Salah batt svo endahnút á þriggja
leikja markaþurrð sína þegar hann
skoraði þriðja mark Liverpool í
leiknum.
Manchester City rak af sér slyðru-
orðið eftir tap gegn franska liðinu
Lyon í fyrstu umferð í riðlakeppni
Meistaradeildar Evrópu í síðustu
viku með því að gjörsigra Cardiff
með fimm mörkum gegn engu.
Manchester City og Chelsea fylgja
fast á hæla Liverpool í toppbaráttu
deildarinnar.
Eins og staðan er núna stefnir í
þriggja liða baráttu um enska meist-
aratitilinn, en Manchester United
mistókst að hafa betur í þriðja
deildarleik sínum í röð þegar liðið
gerði 1-1 jafntelfi gegn Wolves. Arse-
nal bar hins vegar sigur úr býtum í
fjórða deildarleik sínum í röð þegar
liðið vann nokkuð þægilegan 2-0
sigur gegn Everton og Tottenham
Hotspur komst aftur á sigurbraut
með 2-1 sigri sínum gegn Brighton.
Watford er svo áfram í námunda
við toppliðin eftir 1-1 jafntefli gegn
Fulham.
José Mourinho, knattspyrnustjóri
Manchester United, sagði að leik-
menn liðsins hefðu ekki sýnt nægi-
lega löngun og ákefð til þess að fara
með sigur af hólmi gegn nýliðunum
í Wolves sem hafa nú náð í stig á
móti bæði Manchester United og
Manchester City. Man chester Uni-
ted er nú átta stigum á eftir toppliði
deildarinnar, Liverpool, og má ekki
misstíga sig mikið meira fram að
jólum ætli liðið að vera með í titil-
baráttunni eftir áramót.
Það er huggun harmi gegn fyrir
stuðningsmenn Manchester United
að þrátt fyrir að ekki hafi ekki tekist
að kreista fram sigur inni á vellinum
vann Sir Alex Ferguson, fyrrverandi
knattspyrnustjóri liðsins, persónu-
legan sigur með því að mæta á völl-
inn í fyrsta skipti eftir að hafa fengið
heilablóðfall í vor.
Jóhann Berg Guðmundsson lék
einkar vel fyrir Burnley sem vann
langþráðan sigur þegar liðið vann
sannfærandi 4-0 sigur gegn Bourne-
mouth. Þetta var fyrsti sigur liðsins í
deildinni á yfirstandandi leiktíð og
raunar fyrsti sigur liðsins í rúman
mánuð. Síðasti sigurleikur liðsins
var gegn tyrkneska liðinu Istanbul
Basaksehir í seinni leik liðanna í
forkeppni Evrópudeildarinnar um
Engum tekist að hrifsa stig af Liverpool
Liverpool er með tveggja stiga forskot á Manchester City og Chelsea eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Manchester United mistókst að
leggja Wolves að velli, en nágrannaliðin Arsenal og Tottenham Hotspur höfðu betur í sínum leikjum. Jóhann Berg Guðmundsson lék svo á als oddi fyrir Burnley sem vann.
Leikmaður helgarinnar
Ashley Barnes, framherji Burnley, skorað tvö mörk þegar Burnley braut
ísinn og vann sinn fyrsta deildarsigur á leiktíðinni. Annað marka hans
kom eftir að skot Jóhanns Berg Guðmundssonar hafnaði í stönginni og
hann var réttur maður á réttum stað og setti boltann yfir línuna.
Barnes er framherji sem gerir hlutina á einfaldan
máta og minnir á gamla tíma í enska boltanum þegar
breskir framherjar voru kannski ekki þeir flinkustu, en
þeim mun skilvirkari. Hann fellur eins og flís við rass
við þann leikstíl sem Sean Dyche vill spila hjá liðinu.
Hlutverk hans er að vera réttur maður á
réttum stað og skila fyrirgjöfum eða skot-
tilraunum Jóhanns Berg og félaga hans af
vængjunum í markið.
Því hlutverki skilaði hann með mikl-
um sóma og fær því sæmdarheitið
leikmaður helgarinnar. Mörkin tvö
áttu þátt í að hífa Burnley upp úr
fallsæti deildarinnar sem kætir
stuðningsmenn liðsins ytra og
hér heima.
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Manchester City minnti hressilega
á sig í titilbaráttunni með því að
gjörsigra lánlaust lið Cardiff.
Hvað kom á óvart?
Að léttleikandi og sóknar-
þenkjandi liði Chelsea sem farið
hefur með himinskautum á fyrstu
dögum Maurizio Sarri í starfi hafi
ekki tekist að brjóta varnarmúr
West Ham United á bak aftur.
Mestu vonbrigðin
Það eru gríðarleg vonbrigði fyrir
Manchester United að ná ekki
að halda áfram sigurgöngu sinni
i deildinni þegar liðið mætti
Wolves sem er nýliði í deildinni á
yfirstandandi leiktíð.
Mohamed Salah, framherji Liverpool, kemur boltanum yfir línuna og skorar þriðja mark Liverpool í sigrinum gegn Southampton á laugardaginn. Salah losar þarna um stífluna sem hann hafði glímt við í markaskorun í síðustu leikjum. NoRDiCPHoToS/
GETTy
2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m Á N U D A G U r16 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
2
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
E
5
-4
F
B
0
2
0
E
5
-4
E
7
4
2
0
E
5
-4
D
3
8
2
0
E
5
-4
B
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K