Fréttablaðið - 24.09.2018, Blaðsíða 37
Fyrsti stóri slípirokkurinn
knúinn af einni rafhlöðu
sem skilar ai til þess að slípa,
er léttari en snúrurokkur
í sinni stærð.
Sveigjanlegt rafhlöðuker
sem virkar með öllum
Milwaukee ® M18™ rafhlöðum.
Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu)
M18 FLAG
Alvöru slípirokkur
frá Milwaukee
vfs.is
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
Ódýr blekhylki
og tónerar!
Nýjar vörur frá geoSilica
Kísill Íslenskt kísilsteinefni
Recover Fyrir vöðva og taugar
Renew Fyrir húð, hár og neglur
Repair Fyrir bein og liði
Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum,
Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
Nánari upplýsingar má fi nna á www.geosilica.is
Engum tekist að hrifsa stig af Liverpool
Liverpool er með tveggja stiga forskot á Manchester City og Chelsea eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Manchester United mistókst að
leggja Wolves að velli, en nágrannaliðin Arsenal og Tottenham Hotspur höfðu betur í sínum leikjum. Jóhann Berg Guðmundsson lék svo á als oddi fyrir Burnley sem vann.
miðjan ágúst síðastliðinn. Jóhann
Berg lagði upp annað mark Burnley
í leiknum, en hann sendi þá hár-
nákvæma fyrirgjöf á Aaron Lennon
sem kom aðvífandi á fjærstöngina
og kláraði færið með góðu skoti.
Þeir áttu báðir góðan leik á vængj-
unum hjá liðinu. Íslenski landsliðs-
maðurinn átti svo skot í stöngina
sem Ashley Barnes fylgdi eftir og
skilaði boltanum í netið.
Burnley kom sér upp úr fallsæti
með þessum sigri, en liðið er með
fjögur stig og er tveimur stigum á
undan Huddersfield, Cardiff og
Newcastle sem eru með tvö stig
hvert lið í fallsætunum.
Það er gleðilegt að Jóhann Berg
sé kominn á fulla ferð eftir að hafa
tognað aftan í læri í upphafi tíma-
bilsins og það er mikilvægt bæði
í þeirri baráttu sem fram undan
er hjá Burnley við að fikra sig upp
töfluna og fyrir íslenska landsliðið
í komandi verkefnum. Hann var í
nokkrum enskum fjölmiðlum val-
inn maður leiksins, en aðrir enskir
fjölmiðlar heilluðust meira af
frammistöðu Aarons Lennon.
hjorvaro@frettabladid.is
Fótbolti Lærisveinar Heimis Guð-
jónssonar hjá HB urðu í gær fær-
eyskir meistarar í knattspyrnu karla.
Heimir tók við stjórnartaumunum
hjá HB síðasta haust og gerir þar af
leiðandi liðið að færeyskum meist-
urum á sínu fyrsta keppnistímabili
með liðið. HB fór einnig í bikarúrslit
fyrr á þessari leiktíð, en tapaði þar á
dramatískan hátt fyrir B36 eftir víta-
spyrnukeppni.
HB lagði KÍ Klaksvík að velli með
tveimur mörkum gegn einu í gær og
náði með þeim sigri 16 stiga forskoti
á toppi deildarinnar þegar fjórar
umferðir eru eftir. Brynjar Hlöðvers-
son sem kom til HB frá Leikni fyrir
yfirstandandi leiktíð lék allan leikinn
fyrir liðið, en Grétar Snær Gunnars-
son sem kom frá FH í upphafi tíma-
bilsins spilaði síðasta hálftímann.
Þetta var 23. meistaratitill HB, en
liðið hafði ekki unnið titilinn í fimm
ár áður en Heimir kom til skjalanna.
Hann framlengdi nýverið samning
sinn um eina leiktíð og mun því stýra
liðinu áfram á næsta tímabili. – hó
HB varð
færeyskur
meistari
GolF Ólafía Þór unn Krist ins dótt ir,
atvinnukylfingur úr GR, hafnaði í 50.
sæti á Estrella Damm-mót inu í golfi
sem fram fór á Terram ar-vell in um á
Spáni um helgina. Mótið er hluti af
LET Evr ópu mótaröðinni, þeirri næst-
sterk ustu í golfi kvenna í heiminum.
Ólafía Þórunn lék hringina fjóra á
sam tals þrem ur högg um und ir pari
vallarins, en lokahringinn lék hún
á 71 höggi, eða pari vallarins, í gær.
Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og
tólf pör á hol un um 18 í gær. Hún lék
fyrsta hringinn á einu
höggi yfir pari vallarins
og þann annan og
þriðja á tveimur högg-
um undir pari.
Hollenski kylf-
ingurinn Anne
Van Dam vann
mótið með þó
nokkrum yfir-
burðum, en
hún lék hring-
ina fjóra á 26
höggum undir
pari vallarins.
– hó
Ólafía stóð sig
vel á Spáni
Mohamed Salah, framherji Liverpool, kemur boltanum yfir línuna og skorar þriðja mark Liverpool í sigrinum gegn Southampton á laugardaginn. Salah losar þarna um stífluna sem hann hafði glímt við í markaskorun í síðustu leikjum. nordicphotoS/
Getty
pierre-emerick Aubameyang fagnar hér marki sínu fyrir Arsenal gegn everton
í leik liðanna í gær með liðsfélaga sínum nacho Monreal. nordicphotoS/Getty
Júdó Svein björn Iura komst í þriðju
um ferð í 81 kg flokki á heims meist-
ara mót inu í júdó sem fram fer þessa
dag ana í Bakú í Aser baíd sj an. Svein-
björn sat hjá í fyrstu um ferð keppn-
inn ar, en mætti Cedrick Kalonga í
annarri umferðinni.
Cedrick fékk refsistig snemma í
glímunni fyr ir stöðuga vörn, en skor-
aði í kjölfarið waza ari. Eft ir það tók
Svein björn alla stjórn í glímunni og
sótti stíft án þess að skora. Svein björn
fékk tæki færi í gólf glím unni og var
ekki langt frá því að kom ast í fasta-
tak, en Cedrick slapp með skrekk inn.
Cedrick var orðinn þreytt ur
undir lok glímunnar og fékk sitt
annað refsistig fyrir ólög leg hand-
tök. Skömmu áður en tím inn rann
út fékk hann þriðja refsistigið fyr ir
gervisókn, „fal se attack“, og tapaði
þar af leiðandi glím unni.
Svein björn féll svo úr keppni er
hann tapaði í þriðju um ferð fyrir efsta
manni heimslist ans, Sa eid Molla ei,
sem stóð síðan uppi sem sig ur veg-
ari í flokkn um. Þessi ár ang ur Svein-
björns mun færa hann tölu vert ofar á
heimslist anum. Eg ill Blön dal kepp ir í
dag í -90 kg flokki. – hó
Sveinbjörn
mun hækka á
heimslistanum
S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ðS p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 17M Á N U d A G U r 2 4 . S e p t e M b e r 2 0 1 8
2
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
E
5
-4
5
D
0
2
0
E
5
-4
4
9
4
2
0
E
5
-4
3
5
8
2
0
E
5
-4
2
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K