Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 6

Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 6
H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2019. Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember 2018 kl. 16.00. Ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir þann tíma. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í maí og nóvember. Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími: 515 5800, tonlistarsjodur@rannis.is Styrkir úr Tónlistarsjóði Umsóknarfrestur til 15. nóvember Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir á ski lja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra. 595 1000 Frá kr. 59.995 17. OKTÓBER Í 4 NÆTUR Ljubljana FÉLAGSFUNDUR EFLINGAR - STÉTTARFÉLAGS Efling - stéttarfélag boðar til félagsfundar þriðjudaginn 9. október klukkan 19:00. Fundarstaður er fundarsalur Eflingar á 4. hæð í Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa í uppstillingarnefnd 2. Önnur mál Allir félagsmenn velkomnir og hvattir til að mæta. Stjórn Eflingar Landbúnaður Mjólkurbændur sem ætluðu sér að kaupa mjólkur­ kvóta á markaði um mánaðamótin fengu aðeins brotabrot af þeim kvóta sem þeir vildu kaupa. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir að kerfið sé mein­ gallað og skaði greinina. Mikilvægt sé að fara í gagngerar endurbætur á þessum hluta búvörusamninganna. „Þeir sem vilja selja eða kaupa greiðslumark setja inn tilboð á Innlausnarmarkað. Úthlutun fer svo þannig fram að hver og einn kaupandi fær úthlutað í hlutfalli við heildareftirspurn. Ef eftirspurnin er milljón lítrar og bóndi óskar eftir hundrað þúsund lítrum þá fær við­ komandi bóndi 10 prósent af því greiðslumarki sem í boði er,“ segir Arnar  Að mati Arnars er kerfið með kaup og sölu mjólkurkvóta því komið að þolmörkum. „Það sem gerir þetta kerfi gallað er að menn geta boðið í eins mikið og þeir vilja án þess að leggja fram neina trygg­ ingu. Því bjóða menn miklu meira en þeir þurfa á að halda í þeirri von að fá það sem þeir þurfa,“ segir Arnar. „Við vitum af tilboði upp á milljarð lítra. Til samanburðar er heildarframleiðsla á Íslandi um 150 milljón lítrar. Þetta skekkir alla myndina og við þurfum að laga þetta.“ Það séu því bændur sjálfir sem eru á vissan hátt að skemma fyrir hinum bændunum með því að búa til gríðarmikla eftirspurn eftir greiðslumarki á markaði. Þar sem bændur fái aðeins hlutfall af því sem þeir vilja ef eftirspurn er meiri en framboðið verði það til þess að þeir geri óraunhæf tilboð. Þannig sé kerfið sprungið. Verði á markaðnum er haldið föstu, um 122 krónur á hvern lítra, og er það of lágt að mati margra sem starfa í greininni. Því eru líkur til þess að þeir bændur sem vilja selja greiðslumark sitt nú haldi að sér höndum og bíði. Nýtt kerfi gæti verið handan við hornið og því eðlilegt að ákveðin stöðnun sé á markaðnum. „Það á að kjósa um kvótann í almennum kosningum meðal mjólkurframleiðenda eftir áramótin og því mjög eðlilegt að menn bíði með að bregða búi eða breyta rekstrinum hjá sér á meðan,“ bætir Arnar við. sveinn@frettabladid.is Sprunginn markaður sem skaðar greinina Mjólkurframleiðendur fá aðeins brot af því greiðslumarki sem þeir ætla sér að kaupa. Dæmi um að bændur hafi fengið 0,0000184 prósent af þeim kvóta sem þeir vildu kaupa. Formaður Landssambands kúabænda segir kerfið sprungið. Formaður sambands kúabænda segir kerfi með kaup og sölu mjólkurkvóta komið að þolmörkum. Fréttablaðið/GVa Við vitum af tilboði upp á milljarð lítra Arnar Árnason, for- maður Landssam- bands kúabænda dÓMSMÁL Fjórir karlmenn á þrí­ tugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í febrúar á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn mánudag. Tveimur mannanna er gefið að sök að hafa ráðist að stúlku í Hafnar­ stræti í Reykjavík, hrint henni á vegg og í kjölfarið í jörðina með þeim afleiðingum að hún tognaði á hné og hruflaðist á höndum. Strax í kjölfarið á annar þeirra, í félagi við annan mann sem ekki er ákærður fyrir hrindinguna, að hafa ráðist á kærasta stúlkunnar með höggum og spörkum. Hlaut hann heilablæðingu og stóran skurð á hnakka. Er þeim gefin stórfelld lík­ amsárás að sök vegna þessa. Þeim sem ákærður er vegna beggja fyrri árásanna er gefin önnur árás að sök í félagi við fjórða mann­ inn. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa slegið hann í bak og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð og mar á höfði. Fjallað var um árásirnar skömmu eftir að þær áttu sér stað eftir að Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor og faðir Eyvindar Ágústs Run­ ólfssonar, þess sem mesta áverka hlaut, sagði frá afleiðingum þeirra á Facebook. Virðast árásirnar hafa verið tilefnislausar en upptökur úr öryggismyndavélum komu að gagni við rannsókn málsins. Eyvindur fer fram á fimm milljón­ ir króna í miskabætur og 55 þúsund krónur til viðbótar vegna útlagðs sjúkrakostnaðar. Aðrir krefjast 1,1 milljónar samanlagt í miskabætur. – jóe Fjórir ákærðir vegna tilefnislausra líkamsárása í Hafnarstræti í fyrra dÓMSMÁL Sigurður Kristinsson hefur verið ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á rúmum 5 kílóum af amfetamíni frá Spáni. Tveir eru ákærðir í málinu ásamt Sigurði; Hákon Örn Bergmann, fyrir að hafa lagt á ráðin með Sigurði og Jóhann Axel Viðarsson. Í ákæru segir að ákærði Jóhann hafi tekið þátt í brotinu að beiðni Hákonar gegn niðurfellingu skuldar. Sigurður og Hákon tóku sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði Sigurður áður játað að hafa ætlað að flytja fíkniefni til landsins. – aá Sigurður tekur sér umhugsunarfrest Sigurður Kristinsson. Árásirnar virðast hafa verið með öllu tilefnislausar. 6 . o k t Ó b e r 2 0 1 8 L a u G a r d a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 2 -D D 2 C 2 1 0 2 -D B F 0 2 1 0 2 -D A B 4 2 1 0 2 -D 9 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.