Fréttablaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 28
Þegar hrunið skall á var ég fimmtán ára, að verða sextán. Ég stundaði nám í tíunda bekk
í Hlíðaskóla. Reyndar varð rask á
skólagöngunni þennan vetur og ég
kláraði í grunnskólanum á Ísafirði,“
segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir um
októbermánuð árið 2008.
Hún segist hafa farið á nokkur
mótmæli en fundist hún utangarðs.
„Ég stóð svolítið fyrir utan þau,
fannst þau spennandi en vissi varla
hverju ég átti að mótmæla. Fannst
ég ekki eiga beint tilkall til þess, ég
var dæmigerður týndur unglingur
býst ég við,“ segir Íris.
Þegar hrunið skall á var stjúpfaðir
hennar í byggingarvinnu. Í þeim
geira missti fjöldi fólks atvinnu
sína. „Hann missti vinnuna og sótti
um störf víða, eiginlega alls staðar
þar sem honum datt í hug að störf
væru í boði. Meðal annars á Græn
landi. Hann kom heim einn daginn
og sagði: Heyrið mig, við þurfum
að flytja til Grænlands,“ segir Íris
og segir fjölskylduna hafa gapað af
undrun.
Hún segist ekki hafa tekið frétt
unum sérlega vel. „Ég sá það ekki þá,
en ég sé það núna að þetta var besta
ákvörðun sem fjölskyldan gat tekið.
Þetta áttu eftir að verða góð ár. Ég
var bara unglingur með fordóma
og sá fyrir mér glatað líf innan um
gamla, tannlausa og hjólbeinótta
karla,“ segir Íris og hlær.
„Grænland gerði mig að betri
manneskju. Við fluttum fyrst til
eins syðsta bæjar á Grænlandi,
Nanortalik. Við vorum þar í um tvö
ár. Á átján ára afmælisdaginn minn
fluttum við svo til Qaqortoq og þar
bjuggum við í önnur tvö ár. Hér
heima var allt í volli en við skiptum
í fyrsta gír. Mamma fór að hugsa
um garðinn sinn, hún hefur mikinn
áhuga á blómum og garðyrkju. Ég
á lítinn bróður, hann var eins árs
þegar við fluttum og það var gott
fyrir hann að búa þarna,“ segir Íris.
„Ég fylgdist lítið með fréttum frá
Íslandi. Internetið var af skornum
skammti þar sem við bjuggum.
Grænlenskt samfélag er svo allt öðru
vísi en íslenskt. Þar er annar taktur.
Ef það er ekki til mjólk í búðinni. Þá
kemur þú bara aftur næsta dag. Eða
þar næsta. Við löbbuðum líka út um
allt, sama hversu langt við þurftum
að fara á milli staða. Við fjölskyldan
urðum eiginlega frjáls. Við erum öll
fegin því að hafa farið. Við slepptum
takinu, fórum að horfa betur í kring
um okkur. Ég væri ekki sama mann
eskjan, ég tengdist náttúrunni sterkt
og opnaði huga minn og hjarta fyrir
menningu annarra,“ segir Íris.
Íris Ösp segist fegin því að fjölskyldan hafi sleppt tökunum og flutt til Græn-
lands. Hún tengdist náttúrunni þar sterkum böndum. Fréttablaðið/Ernir
Þetta er fyrsta árið í tuttugu ár sem við erum í plús,“ segir Jóhanna Þorvaldsdóttir um
rekstrarstöðuna á geitabúinu á Háa
felli.
„Það er þrjóskan og hlýhugur
fólks til okkar og geitanna sem
hefur skilað okkur áleiðis. Bæði
Íslendinga og útlendinga. Straumur
ferðamanna til landsins hefur orðið
okkur til hagsbóta,“ bætir hún við.
Jóhanna selur afurðir sínar til veit
ingastaða í Reykjavík og Krauma
í Borgarfirði. Sem er eini veitinga
staðurinn á landinu sem er með
geitakjöt á matseðli. Þessir veit
ingastaðir leggja áherslu á hreinar
afurðir. Þá selur hún sápur, krem,
skinn (stökur), geitaost í kryddlegi
og pylsur. Viðskiptavinir hennar eru
bæði hér á landi og víða um heim.
Árið 2014 stefndi í að jörðin
að Háafelli yrði boðin upp vegna
skulda eftir þungan rekstur eftir
hrun. Geitunum hefði þurft að
slátra. „Vinkona mín í Bandaríkj
unum ákvað að koma mér til hjálp
ar og efndi til söfnunar á netinu til
að reyna að afstýra uppboðinu. Það
tókst. Ótrúlegur fjöldi fólks, hér á
landi, í Bandaríkjunum og víðar um
heim lagði okkur til fé,“ segir hún
frá en um þrettán milljónir króna
söfnuðust.
„Það munaði ekki nema hænu
skrefi að við töpuðum jörðinni. Það
var ekki bara vegna þess að bank
arnir féllu. Það var líka vegna þess
að við stóðum í hugsjónastarfi. Við
þurftum til að mynda að vera með
jörðina í tíu ár í einangrun af því
að við tókum kollóttu geiturnar.
Það var meðal annars þess vegna
sem við höfðum litla innkomu í
byrjun.
Eftir hrun kom Jón Bjarnason
með tillögu að samningi við okkur
og bankann. Svo var honum potað
í burtu. Hann var í raun eini ráð
herrann sem hefur sýnt okkur ein
hvern áhuga. Næsti ráðherra, það
var ekki séns að ná í hann og ekki
gefinn möguleiki á viðtali. Þeir vissu
í ráðuneytinu að þeir báru ábyrgð
á dýrategund í útrýmingarhættu en
þótti það ekki mikilvægt á þessum
tíma og fannst erfitt að réttlæta
hjálp við einn bónda umfram aðra.
Bankinn stóð samt við sinn hluta
samningsins og frysti helming lána
í þrjú ár. Þetta var gríðarlega þungt
allt saman. Árið 2007 ætluðum við
að reisa byggingu á jörðinni, ef við
hefðum haft kjark til þess þá hefð
um við líklega sloppið betur. Það
ímynda ég mér að minnsta kosti
því mér virðist að þeir sem skulduðu
mikið hafi fengið afskrifaðar óheyri
legar upphæðir. Um þá giltu aðrar
leikreglur. Við hin sem skulduðum
minna skyldum borga hverja krónu
og standa svo löskuð á eftir. Bankinn
græddi ekkert á því að hjálpa þeim
sem skulduðu lítið. Þetta var að ég
held veruleiki margra í hruninu.
Jóhanna segir hug þeirra standa
til að hafa ostagerð á Háafelli.
„Það fæst minni mjólk frá geitum
en kúm, osturinn er því dýrari í
framleiðslu. Hann er framleiddur
fyrir okkur á Erpsstöðum sem er í
klukkutíma fjarlægð. Það er áríð
andi fyrir okkur að byggja þetta
upp. Það er búið að teikna upp
bygginguna og við erum komin með
tilskilin leyfi.“
Jóhanna segir það aldrei munu
koma til greina að gefast upp. Enn
er fólk með geitur í fóstri til að
létta undir með henni og styðja
við íslenska geitastofninn. „Og án
stuðnings fjölskyldu væri þetta ekki
hægt. Ef maður hefur nógu mikla
trú á því sem maður er að gera og
baráttuvilja þá kemst maður áfram.
Ég er stundum eins og trúboði, ég
veit að það að rækta geitastofninn
og halda honum við skiptir máli.
Litafjölbreytileiki íslenska geita
stofnsins er einstakur í heiminum
og það er einnig heilbrigðið og
hreinleiki afurðanna. Söfnunin og
samhugur fólks með mér og geit
unum er hins vegar það sem skilaði
okkur í mark. Svo eru ýmis önnur
ævintýri sem við geiturnar lentum í.
Svo sem óvænt frægð þeirra í Game
of Thrones. Hingað er enn að koma
fólk sem er alveg veinandi yfir því
að fá að klappa geitunum sem léku
í þáttunum. Og fyrsta sumarið kom
fólk langan veg til þess að fá mynd af
sér með hafrinum sem drekinn tók,“
segir Jóhanna.
Þó að hugarfar landsmanna hafi
að einhverju leyti breyst eftir hrun
segir Jóhanna enn vanta skilning
á mikilvægi íslensks landbúnaðar.
„Um tíma varð algjör bylting í við
horfi fólks. Fólk fór að skilja hversu
mikilvæg íslensk framleiðsla á mat
vöru er. Eyjafjallagosið hjálpaði enn
frekar til að ýta undir skilning. Enn
finnst mér þó vanta dýpri skilning.
Hér er flutt inn hráefni, tökum til
dæmis rabarbara sem vex eins og
gorkúlur um allt land. Hann er flutt
ur sérstaklega inn til þess að búa til
sultur, þetta er ofboðslega skrýtið,“
segir Jóhanna. „Fólk hugsar enn ekki
nægilega mikið um það hvaðan það
fær matinn sinn og hvernig hann
verður til.“
„bankinn græddi ekkert á á þeim sem skulduðu lítið.“ Fréttablaðið/Ernir
hrunið
Settu í fyrsta gír
á Grænlandi
Samhugur fólks
bjargaði geitunum
„Helvítis fokking fokk“ var einn af einkennisfrösum hrunsins. Frasi sem tjáðu
margskonar flóknar tilfinningar Íslendinga á þessum tíma. Fréttablaðið/StEFán
björgólfur thor hélt á fund forsætis-
ráðherra, 29. september. Daginn sem
ríkið yfirtók 75 prósent hlut í Glitni
banka. Fréttablaðið/DanÍEl
Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra, afhendir Sigurjóni Þ. Árna-
syni, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka, verðlaun fyrir ársskýrslu ársins
2007. „Vönduð í alla staði,“ var mat dómnefndar. Fréttablaðið/anton
6 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
0
6
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:1
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
0
2
-E
2
1
C
2
1
0
2
-E
0
E
0
2
1
0
2
-D
F
A
4
2
1
0
2
-D
E
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
0
s
_
5
_
1
0
_
2
0
1
8
C
M
Y
K