Fréttablaðið - 06.10.2018, Page 8

Fréttablaðið - 06.10.2018, Page 8
LaugardaLur og HáaLeiti Íbúafjöldi: 30.290 193 börn BreiðHoLt Íbúafjöldi: 21.222 218 börn árBær og grafarHoLt Íbúafjöldi: 17.374 109 börn grafarvogur og KjaLarnes Íbúafjöldi: 18.759 83 börn vesturBær, Mið- Bær og HLíðar Íbúafjöldi: 34.356 181 börn 23,0% 24.6% 27.8% 13.9% 10.5% alls:784 Reykjavík „Í Breiðholti hefur fátækt fólk einangrast. Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum,“ segir borgar­ fulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir. Hún fékk þau svör við fyrirspurn sinni að nærri fimm hundruð börn tilheyra fjölskyldum sem fá fjárhagsaðstoð til fram­ færslu í Reykjavík. En alls nemur heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni nær átta hundruðum. Tæp 28 prósent þessara barna búa í Breiðholti. Kolbrún segir borgar­ meirihlutanum hafa mistekist að koma á félagslegri blöndun. Kolbrún lagði í júlí fram fyrir­ spurn um hversu mörg börn í Reykjavík búi undir fátæktar­ mörkum, þ.e. framfærsluviðmiði velferðarráðuneytis. Í svari Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra vel­ ferðarsviðs, eru tölur fyrir tímabilið janúar til maí 2018. Á því tímabili Fátæku börnin í Reykjavíkurborg voru börn þeirra sem fá fjárhagsað­ stoð til framfærslu samtals 489, eða tæp tvö prósent allra barna 17 ára og yngri í Reykjavík. Heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni, að meðtöldum þeim sem fá fjárhagsað­ stoð til framfærslu, var samtals 784. Fjárhagsaðstoð til framfærslu getur verið allt að 189.875 krónur fyrir einstakling og 284.813 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sam­ búð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barna­ bætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna samkvæmt upplýsingum af vef borgarinnar. Framfærsluviðmið velferðarráðu­ neytisins gera hins vegar ráð fyrir að einstætt foreldri með eitt barn á framfæri í leikskóla þurfi 302 þús­ und krónur á mánuði. Er þá ekki tekinn með húsnæðiskostnaður sem Regína gerir í svari sínu ráð fyrir að sé að lágmarki 100 þúsund krónur til viðbótar að teknu til­ liti til húsnæðisbóta. Sviðsstjórinn gerir ráð fyrir því að fleiri reykvísk börn en þeirra foreldra sem fá fjár­ hagsaðstoð frá borginni séu undir fátæktarviðmiðum. Skýrsla UNI­ CEF frá 2016 áætlaði að 9,1 prósent barna liði skort árið 2014. Fulltrúar meirihlutans í borgar­ ráði boða stofnun stýrihóps til að móta aðgerðir borgarinnar gegn fátækt, en um áramót er að vænta niðurstöðu greiningar sem vel­ ferðarráð óskaði eftir á síðasta kjör­ tímabili um fjölda barna sem búa við fátækt í borginni. mikael@frettabladid.is Af þeim tæplega átta hundruð börnum for- eldra sem þiggja ein- hvers konar fjárhagsað- stoð frá Reykjavíkurborg búa 28 prósent í Breið- holti. Borgarfulltrúi segir fátækt fólk hafa einangrast þar og ekkert barn ætti að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum. fjöldi barna þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð frá borginni eftir þjónustmiðstöðvum hverfa. íbúafjöldi m.v. árslok 2015 Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörk- um. Kolbrún Baldurs­ dóttir, borgar­ fulltrúi Flokks fólksins Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . 595 1000 . heimsferdir.is 11. október í 18 nætur kr. 115.395 á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn Stökktu aa+ eða 119.995 m.v. 2 fullorðna 29. október í 16 nætur kr. 107.195 á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn Stökktu aa+ eða 109.995 m.v. 2 fullorðna 28. nóvember í 13 nætur kr. 90.198 á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn Jardin del Atlantico aaa eða 119.995 m.v. 2 fullorðna 11. desember í 10 nætur kr. 72.213 á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn Jardin del Atlantico aaa eða 85.180 m.v. 2 fullorðna Gran Canaria Uppháhalds vetraráfangastaður Íslendinga yfir vetrarmánuðina – enda ekki furða SjávaRútveguR Það að greiða veiðigjöld af afla þremur árum eftir að hann er veiddur er léttvægt vandamál og kallar ekki eitt og sér á lagabreytingu á veiðigjöldum og frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögunum gæti gefið útgerðar­ mönnum hvata til að verðleggja fisk í innbyrðis viðskiptum eins lágt og hægt er og skerða þannig hlut sjómanna og lækka veiðigjöld til þjóðarinnar. Þetta er mat Þórólfs Matthías­ sonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sent atvinnuveganefnd þingsins greinar­ gerð vegna frumvarpsins þar sem hann fer yfir helstu vankanta þess. Í frumvarpi ráðherrans mun veiðigjald aðeins reiknast á veiddan fisk og er fiskvinnslum haldið fyrir utan veiðigjöldin. Þórólfur bendir á að útgerðir og fiskvinnslur séu í mörgum tilvikum tengdir aðilar og semji því við sjálfar sig um verðið á fiskinum. Verðið á fiskinum til fiskvinnslunnar ákvarðar því veiðigjöldin. „Verði frumvarpið að lögum með óbreyttum ákvæðum hvað þetta varðar munu útgerðar­ menn fá viðbótarhvata til að verð­ leggja fisk í innbyrðis viðskiptum á sem lægstu verði. Slík aðgerð mundi bæði lækka launakostnað og fram­ tíðarveiðigjald,“ segir Þórólfur. Hann segir einnig að sjóð­ streymis vandi fyrirtækjanna, að greiða veiðigjöld vegna afla nokkru áður, sé ekki stórt vandamál. „Vandinn tengdur greiðslu veiði­ gjalds er ekki með nokkrum hætti frábrugðinn öðrum sjóðstreymis­ vandamálum sem koma upp,“ segir Þórólfur. „Nú er það svo að höfuð­ verkefni þeirra sem reka fyrirtæki er að stjórna sjóðstreymi þannig að ekki komi til sjóðþurrðar. Sjóð­ streymisvandinn sem tengist veiði­ gjaldinu er því tiltölulega léttvægur og kallar ekki einn sér á lagabreyt­ ingar.“ – sa Telur að frumvarp um veiðigjöld myndi hvata til að skerða hlut sjómanna sjómenn hafa talið sig hlunnfarna. fréttaBLaðið/viLHeLM uMHveRFISMáL Úrskurðarnefnd umhverfis­ og auðlindamála ákvað í gær að fresta ekki réttaráhrifum úrskurða sinna um að fella úr gildi starfs­ og rekstrarleyfi eldislaxfyrir­ tækjanna Fjarðalax ehf. og Arctic Sea. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að fyrirtækin hafi beðið þess að réttaráhrifum yrði frestað á meðan málin væru til meðferðar fyrir dómstólum. Í úrskurði nefndarinnar er beiðni fyrirtækjanna um frestun vísað frá og telur nefndin að hún hafi ekki heimild til að fresta réttaráhrifum. Þeirri ákvörðun er síðan í úrskurð­ inum vísað til ráðherra og segir þar að hann hafi heimild til að veita tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi. Fyrirtækin tvö, Fjarðalax og Arctic Sea Farm, höfðu fengið leyfi frá MAST til að framleiða 10.700 tonn annars vegar og 6.800 tonn hins vegar í opnum sjókvíum. Fyrir­ tækin lögðu saman fram frummats­ skýrslu fyrir Skipulagsstofnun fyrir rétt tæpum þremur árum og lá álit stofnunarinnar fyrir tæpu ári síðar, en leyfisveiting MAST á samkvæmt lögum að byggja á áliti Skipulags­ stofnunar á frummatsskýrslu fram­ kvæmdaaðila. – la Fresta ekki réttar á hrifum úrskurða Þórólfur Matthíasson. 6 . o k t ó b e R 2 0 1 8 L a u g a R D a g u R8 F R é t t I R ∙ F R é t t a b L a ð I ð 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 2 -F 0 E C 2 1 0 2 -E F B 0 2 1 0 2 -E E 7 4 2 1 0 2 -E D 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.