Fréttablaðið - 06.10.2018, Page 19

Fréttablaðið - 06.10.2018, Page 19
Við látum framtíðina rætast. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Touareg Offroad. 3.0 TDI V6. Verð 9.290.000 kr. Tiguan Offroad. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 5.790.000 kr. Tilboðsverð 4.990.000 kr. T- Roc. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 4.590.00 kr. Tiguan Allspace. 7 manna og rúmgóður. Verð 7.635.000 kr. Tilboðsverð 6.990.000 kr. Fjórhjóladrifna fjölskyldan. Bíll ársins 2019 í flokki stærri jeppa. Bíll ársins 2019 í flokki minni jeppa. Fótbolti Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikur þessa stundina með danska liðinu Vendsyssel á láni frá enska liðinu Fulham er einn fjögurra leikmanna sem koma inn í íslenska A-landsliðið í knatt- spyrnu fyrir komandi verkefni með liðinu. Hann hefur leikið vel bæði fyrir U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess og látið til sín taka hjá Vendsyssel undanfarið og hlaut náð fyrir augum Eriks Hamrén og Freys Alexanderssonar, þjálfara íslenska A-landsliðsins, að þessu sinni. „Þetta er auðvitað mjög kær- komið og mikill heiður. Þetta kom mér ekki algerlega í opna skjöldu, en samt alveg flatt upp á mig þegar ég sá þetta. Ég hef verið að spila reglulega hér í Danmörku og gengið vel að mínu mati, þannig að mér fannst þetta alveg raunhæft. Ég var hins vegar ekki búinn að fá að vita af þessu áður en þetta vera opinberað, þannig að ég var ekki viss,“ segir Jón Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Ég býst ekki við því að fá spil- mínútur í þessum verkefnum, en verð auðvitað klár ef kallið kemur. Mér finnst líklegra að hugmyndin sé að ég fái smjörþefinn af því hvernig hlutirnir virka hjá A-liðinu og að kynnast tempóinu á æfingum hjá liðinu. Þetta er líklega töluvert stökk frá U-21 árs liðinu og það verður bara gaman að takast á við það,“ segir Jón Dagur enn fremur. „Það er gaman að við Albert [Guð- mundsson] fáum kallið að þessu sinni og ég tel að fleiri leikmenn í U-21 árs liðinu gætu dottið inn í A-hópinn innan tíðar. Við erum með marga góða unga leikmenn og ég tel að framtíðin sé björt hjá A- liðinu. Nú er það bara mitt að grípa þetta tækifæri og standa mig vel. Mér líður annars vel í Danmörku og það er gott að fá að spila reglu- lega með aðalliði. Mér hefur líka gengið vel hérna og vonandi heldur það bara áfram,“ segir HK-ingurinn. hjorvaro@frettabladid.is Kom mér skemmtilega á óvart Jón Dagur Þorsteinsson er eini nýliðinn í hópi íslenska karlalandsliðsins sem mætir Frakklandi og Sviss. Jón Dagur segir að valið hafi komið honum að vissu leyti á óvart þó svo að honum finnist það verðskuldað. Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis Fimmtudaginn 25. október 2018 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar knattspyrnudeildar Fylkis í samkomusal Fylkishallar. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins Önnur mál. Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis. Stjarnan - ÍR 94-77 Stjarnan: Paul Jones III 26/10 fráköst, Hlynur Bæringsson 17/12 fráköst/7 stoð- sendingar, Collin Pryor 16/8 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 14/7 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 12, Antti Kanervo 6/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3. ÍR: Justin Martin 23/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18, Gerald Robinson 14, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 9, Hákon Örn Hjálmarsson 8/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5/7 fráköst. Leik Njarðvíkur og Keflavíkur var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Nýjast Dominos-deild karla Ég hef verið að spila reglulega hér í Danmörku og gengið vel að mínu mati, þannig að mér fannst þetta alveg raunhæft. Jón Dagur Þorsteinsson S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ðb l 19l A U G A r D A G U r 6 . o k t ó b e r 2 0 1 8 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu fyrir Vendsyssel í sigri á stórliði FC København í dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. NoRDiCphotoS/Getty 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 2 -C E 5 C 2 1 0 2 -C D 2 0 2 1 0 2 -C B E 4 2 1 0 2 -C A A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.