Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2018, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 06.10.2018, Qupperneq 32
Í nýrri ljóðabók sinni, Rof, yrkir Bubbi Morthens um kynferðislega misnotkun sem hann varð fyrir sem barn. Í fyrsta ljóði bókar-innar nefnir hann áfallið sem læddist inní drauminn eitraði framtíðina hvarf útí myrkrið með æskublómið Sú kynferðislega misnotkun sem hann varð fyrir í æsku hefur litað líf Bubba í áratugi, en nú tekst hann á við áfallið í áhrifamikilli ljóðabók. „Þegar upp er staðið held ég að öll skáld yrki um innra líf sitt. Meira að segja Halldór Kiljan þótt hann segðist frábiðja sé slíkt. Þessi ljóð tóku af mér ráðin,“ segir Bubbi. „Ég var að vinna úr æsku minni og áföllum með aðstoð leiðsögu- manns og við vorum að fara yfir lífshlaup mitt. Ég átti erfitt með að festa niður ákveðna hluti, þannig að ég punktaði hjá mér það sem ég ætlaði að tala um. Þessir punktar urðu að ljóðum. Svo hugsaði ég með mér: Láttu bara vaða! Þannig að nú eru ljóðin komin í ljóðabók. Án þess að ég sé að setja það í stór- kostlegan fókus finnst mér þessi bók eiga erindi til annarra karlmanna. Karlmenn hafa ekki mikið verið að ræða kynferðislegt ofbeldi sem þeir verða fyrir.“ Var aldrei einn Hver var þessi maður sem beitti þig kynferðislegu ofbeldi þegar þú varst barn? „Nafn hans skiptir í rauninni ekki máli eða hvaðan hann kom. Hins vegar breytti þetta lífi mínu og það svo sterklega að í rauninni var ég aldrei einn. Eins og segir í ljóðinu Ánauð: Við vorum alltaf tveir.“ Hatarðu þennan mann? „Nei. Ég er hins vegar búinn að skila honum skömminni. Í bókinni er ljóð sem heitir Staðreynd og er upptalning á staðreyndum og endar á: Aðeins eitt prósent viðurkennir verknaðinn. Ljóðin í bókinni segja þessa sögu á frekar skýran máta. Það skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli að til er lausn við áföllum eins og þessum. Það er hægt að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Með því móti brýtur maður hlekki og verður frjáls. Það er aldrei of seint. Lífið er of merkilegt og dásamlegt til þess að maður gefi því ekki öll möguleg tækifæri og leggi sig fram við að finna kjarnann sinn og lifa í heiðar- leika gagnvart sjálfum sér.“ Loksins laus við kenginn Þú ert rúmlega sextugur. Ertu í fyrsta skipti frá því þessir hræðilegu atburðir gerðust orðinn frjáls? „Já.“ Finnst þér ekki dapurlegt að það skuli hafa orðið svo seint? „Þetta er súrrealískt, að vera frjáls gagnvart einhverju sem hefur haldið þér í fjötrum svo lengi en um leið stórkostleg reynsla. Ameríkaninn segir: It is never too late to have a happy childhood. Fyrir mér var gríðarleg opinberun að skilja að það er aldrei of seint að eignast hamingjuríka æsku. Ég er ekki að segja að líf mitt hafi að öllu leyti verið hörmung. Hins vegar má segja að ég og ein- hvers konar ógæfa höfum bundist í bandalag. Þessi ógæfa varð um leið styrkur minn vegna þess að ég lifði hana af, en um leið skerti hún lífs- gæði mín verulega. Þar af leiðandi er ég afskaplega þakklátur fyrir að vera loksins laus við kenginn sem hefur plagað mig nánast frá því ég var lítill strákur. Lykillinn að velsæld vitundar- innar er sjálfskærleikur, og eins og segir í bókinni: það er aldrei of seint að byrja að elska sjálfan sig Ekki mikið mál að deyja Í ágústmánuði síðastliðnum varð Bubbi að hætta við tónleika á Menn- ingarnótt eftir að hafa verið lagður inn á spítala. Það tók hann nokk- urn tíma að jafna sig. „Það rofnaði slagæð í kokinu á mér og hefði hún rofnað ofar þá hefði ég dáið á staðn- um,“ segir Bubbi. Spurður hvort hann hafi óttast að deyja segir hann: „Ég varð skelkaður en óttaðist ekki að deyja. Ég var aðallega að pirra mig á því hvað þetta var subbulegt. Það er óþægilegt að blæða í fjóra sólar- hringa og enginn vissi hvað væri í gangi. Ég þurfti að fara í mjög magn- aða aðgerð þar sem var farið með myndavél í gegnum nárann.“ Það hefði getað farið illa, þú hlýtur að vera glaður yfir að vera á lífi? „Lífsþorstinn er forritaður í okkur, hver einasta fruma er forrituð með þau skilaboð að lifa. Vitundin og vit- undarlíf er nokkuð sem ekki er hægt að setja fingur á og er ekki sjáanlegt. Ég held að hver einasta lifandi vera með sjálfsvitund hafi sínar óskir og þrár um það hvernig hún vill deyja og sé búin að teikna það upp.“ Hvernig teiknar þú þinn dauða upp? „Ég á mér þá ósk að deyja á árbakkanum, eða í fangi konu minnar í miðri athöfn eða deyja í svefni. Annars skipta mínar óskir engu máli í þessu sambandi. Ég held að tími okkar á þessari jörð sé ákveðinn og dauðinn mætir sama hvað við erum að gera, dagurinn er ákveðinn, mínútan er ákveðin. Það hlýtur að vera óskaplega erfitt djobb að vera dauðinn, það hlýtur að taka á. Stundum finn ég til sam- úðar með honum. Ég er kominn á þá skoðun að lífið og dauðinn séu par sem eigi í eldheitu ástarsambandi. Þar sem ég hef áttað mig á þessu þá er það að deyja ekki mikið mál, þannig séð. Svo að þegar dauðinn kemur, þá bara kemur hann. Það er hins vegar ágætt að vera búinn að hugleiða dauðann og undirbúa Ógæfan varð styrkur minn Bubbi Morthens gerir upp kynferðislega misnotkun í ljóðabók. Hann segir það stórkostlega reynslu að vera loks frjáls frá því sem hélt honum í fjötrum svo lengi. Vinnur að nýrri plötu og síðan taka við tónleikar víðs vegar. „Fyrir mér var gríðarleg opinberun að skilja að það er aldrei of seint að eignast hamingjuríka æsku. Það fallega í þessu öllu er að uppgötva að það er til lausn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is MIÐAÐ VIÐ LÍFERNIÐ OG ÞAÐ MAGN FÍKNIEFNA SEM ÉG NEYTTI ÞÁ ER ÉG VIÐ GÓÐA ANDLEGA OG LÍKAMLEGA HEILSU OG ER ÓSKAPLEGA ÞAKKLÁTUR FYRIR ÞAÐ. ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ LÍF MITT HAFI AÐ ÖLLU LEYTI VERIÐ HÖRMUNG. HINS VEGAR MÁ SEGJA AÐ ÉG OG EINHVERS KONAR ÓGÆFA HÖFUM BUNDIST Í BANDALAG. ↣ 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 2 -B A 9 C 2 1 0 2 -B 9 6 0 2 1 0 2 -B 8 2 4 2 1 0 2 -B 6 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.