Fréttablaðið - 06.10.2018, Síða 34

Fréttablaðið - 06.10.2018, Síða 34
sig undir hann þannig að maður lifi ekki endalaust hugaróra Einars Ben sem var svo ægilega hræddur við dauðann að það litaði alla til- veru hans. Það er ekki skemmtilegt.“ Bubbi hefur ekki farið leynt með drykkju og dópneyslu sína í for- tíðinni, sem hann segir hafa staðið í átján ár. Hann er spurður hvort hann haldi að þetta líferni hafi haft varanleg áhrif á líkamlega og and- lega heilsu. „Klárlega. Kannabis var mitt efni og ég held að ég muni aldrei jafna mig fullkomlega á þeirri neyslu. Kannabis er lúmskt og skilur eftir sig sviðna vitund hjá alltof mörgum. Auðvitað eru til manneskjur sem geta notað það og sloppið sæmilega frá því en því miður eru fleiri sem geta það ekki. Þetta er lúmskasta dópið. Hins vegar er ég svo ótrúlega heppinn að það eru góð gen í mér, eins og Kári myndi segja. Miðað við lífernið og það magn fíkniefna sem ég neytti er ég við góða andlega og líkamlega heilsu og er óskaplega þakklátur fyrir það.“ Samúð með svíninu Blaðamaður hefur reynslu af því að Bubbi hafi frestað viðtölum vegna þess að hann vildi sinna dætrum sínum þegar starfsdagar voru í skólanum. Er hann afar umhyggju- samur pabbi? „Ég veit það ekki en ég á nógan tíma ef svo ber undir,“ segir hann. „Ef það er frí í skólanum og konan er að vinna þá er ég bara heima með krakkana og spilli þeim. Þau eru með iPad og Netflix og fá að sinna hugðarefnum sínum án þess að ég sé að trufla þau. Það er eitt sem ég legg mikið upp úr í sambandi við börnin og það er bóklestur, sem mér finnst skipta miklu máli. Miðdóttirin, Dögun París, er svo góður upplesari að ég er farinn að láta hana lesa upp fyrir mig. Hún les með tilþrifum og ástríðu. Undanfarið hefur hún verið að lesa fyrir mig Vefinn hennar Karl- ottu. Þar er lýst ægilegri angist sem grípur svínið þegar rolluskjátan skellir því á það að örlög þess séu að enda sem jólasteik. Ég hef svo mikla samúð með svíninu að ég hugsa í öngum mínum: Get ég virkilega haldið áfram að borða svínakjöt? Dögun París les miklu meira en skólinn ætlast til og við fjölskyldan skemmtum okkur alveg konunglega yfir upplestri hennar á framhalds- sögunni um svínið og Karlottu. Ísa- bella Ósk, eldri dóttir mín, er gríðar- legur lestrarhestur og las bókina Bókaþjófinn þegar hún var ellefu ára og les enn í dag mikið. Af eigin reynslu veit ég hversu miklu máli það skiptir að börn lesi. Ég var alinn upp við bóklestur og las eins og enginn væri morgun- dagurinn. Ég held að ég hefði aldr- ei orðið það sem ég er nema vegna þess hversu mikið ég las af bókum og ljóðum. Síðustu tuttugu árin eða svo hef ég aðallega lesið ljóð. Ég á gríðarlega stórt safn ljóðabóka þannig að ég les bæði gömul og nýrri ljóð. Næstu vikur og mánuðir munu mikið fara í að lesa þær ljóðabækur sem koma út fyrir þessi jól. Ég held að gullöld ljóðsins númer tvö sé í uppsiglingu. Unga kynslóðin kaupir ljóðabækur og les ljóð vegna þess að formið höfðar til þeirra. Formið á samfélagsmiðlunum kall- ast á við ljóðformið vegna þess að það er líka mjög knappt. Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því hvað ljóðið er að koma sterkt inn.“ Merkingarríkur dagur Auk þess að senda frá sér ljóðabók er Bubbi að vinna að plötu. „Eftir útkomu hennar tekur við tónleika- röð. En núna er ég að fara að spila í kirkjum. Þar er gott að koma fram. Fólk kann sig í kirkjum, er til dæmis ekki með símann uppi þar og það skiptir máli. Kirkjur eru passlega stórar, þar myndast nánd og hljóm- burðurinn er oftast mjög góður. Ég er að fara að spila mikið af nýju efni í bland við gamalt og svo endar þetta auðvitað á Þorláksmessu- tónleikum í Hörpu og tónleikum á aðfangadag á Litla-Hrauni.“ Bubbi hefur lengi haft það fyrir sið að spila fyrir fanga á Litla-Hrauni á aðfangadag. Dagurinn er fyrir vikið mjög eftirminnilegur dagur í lífi hans. „Aðfangadagur er svefnlaus dagur hjá mér. Á Þorláksmessu er ég búinn að spila í Hörpu milli tólf og eitt, fer að sofa þrjú, fjögur, vakna klukkan tíu á aðfangadag og legg af stað á Litla-Hraun að spila. Aðfangadagur er sérstakur og merkingarríkur dagur af því ég fer á Litla-Hraun að spila. Hinn klass- íski boðskapur jólanna kristallast í huga mínum í því þegar ég geng út af Litla-Hrauni, auðmjúkur og þakk- látur maður fyrir líf mitt.“ ÞAÐ ER EITT SEM ÉG LEGG MIKIÐ UPP ÚR Í SAMBANDI VIÐ BÖRNIN OG ÞAÐ ER BÓKLESTUR, SEM MÉR FINNST SKIPTA MIKLU MÁLI. Bubbi, Hrafnhildur, Ísabella Ósk 13 ára, Dögun París 9 ára og Aþena Lind 6 ára. Bubbi segist leggja mikið upp úr því að börnin lesi bækur sér til gagns og ánægju. MYND/HARALDUR GUÐJÓNSSON THORS „Hins vegar breytti þetta lífi mínu og það svo sterklega að í rauninni var ég aldrei einn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ↣ 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 3 -0 4 A C 2 1 0 3 -0 3 7 0 2 1 0 3 -0 2 3 4 2 1 0 3 -0 0 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.