Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 42
Við byrjum á því að
sýna myndina og
svo gefum við krökk-
unum frelsi til að sleppa
sköpunarkraftinum
lausum.
Atli Arnarsson
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Margir þjást af brjóstsviða og súru bakflæði og hefur það áhrif á líðan og líf
einstaklingsins. Hjá sumum er
brjóstsviði hreinlega fylgifiskur
þess að borða,“ segir Sigrún Sif
Kristjánsdóttir, lyfjafræðingur hjá
LYFIS.
Brjóstsviði og súrt bakflæði
stafa oftast af því að súr maga-
vökvi flæðir frá maga upp í vél-
inda vegna þess að lokuvöðvinn
í vélindanu starfar ekki eðlilega.
Þegar magasýrur flæða ítrekað
þessa leið getur það leitt til þess
að bólgur og skemmdir verða á
slímhúð í vélinda.
„Lansaprozol Krka inniheldur
Ert þú með bakflæði?
Brjóstsviði, einkenni:
l Bruna- eða sviðaóþægindi undir
bringubeini
l Súrt óbragð í munni
l Kyngingarerfiðleikar
l Brjóstverkur
l Hæsi og hósti
Lansoprazol
Krka 15 mg
– nýtt lyf án
lyfseðils við
brjóstsviða og
súru bakflæði.
Lansoprazol
Krka 15 mg
l Magasýruþolin
hörð hylki
l Meðferð við
brjóstsviða og
súru bakflæði
l Skammtur: 1–2
hylki á dag
l Hylkin skal taka
að minnsta kosti
30 mínútum
fyrir mat
l Pakkninga-
stærðir:
28 stk. og 56 stk.
virka efnið lansoprazol sem hefur
áhrif á seytingu magasýru. Það
hemur magasýrumyndun með því
að hamla virkni ákveðins ensíms
í saltsýrufrumum magans,“ segir
Sigrún Sif.
Lansoprazol Krka 15 mg er til
í tveimur pakkningastærðum:
28 hylki og 56 hylki. Meðferð við
brjóstsviða og súru bakflæði er
1–2 hylki á dag. Lyfið er ætlað full-
orðnum.
Salan hófst 1. september og er
Lansaprozol Krka 15 mg komið
í sölu í flestum apótekum en
hingað til hefur eingöngu verið
hægt að fá þetta lyf gegn ávísun
frá lækni.
Lesið vandlega upplýsingar á um-
búðum og fylgiseðli fyrir notkun
lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja-
fræðings sé þörf á frekari upplýs-
ingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is.
Í fyrrasumar var ég að vinna í skapandi sumarstörfum hjá Kópavogsbæ og þetta var verk-
efnið mitt, stillumyndin Marglita
marglyttan,“ segir Sólrún Ylfa og
bætir við: „En þar sem við Atli
erum trúlofuð og búum saman
þá varð hann fljótt mjög flæktur í
verkefnið og á endanum varð þetta
að samstarfsverkefni okkar. Fyrr
í sumar settum við myndina svo
á netið og þá hafði fólk frá RIFF
samband og bað okkur að halda
námskeið fyrir krakka í tengslum
við RIFF.“
Atli bætir við að hvorugt þeirra
hafi haft neina sérstaka reynslu af
stillumyndagerð áður. „Ég hafði
reyndar unnið í kvikmyndum en
þá sem hljóðmaður en ég lærði
hljóðtækni hjá Stúdíó Sýrlandi. Svo
hafði ég verið í tónlist,“ segir hann
og Sólrún bætir við: „Og ég er að
mennta mig í fiðluleik. En ég hef
alltaf verið með myndlistina svona
til hliðar og þarna gafst mér tæki-
færi til að hafa það ekki til hliðar.“
Hún segir myndina vera undir
áhrifum frá myndasögum eftir
Tove Jansson. „Mig langaði að gera
svona furðusögu sem gæti passað
inn í söguheim hennar. Á sama
tíma langaði mig líka að vinna með
jafnrétti, vildi að aðalpersónan
væri alveg kynlaus og eiginlega
bara allar persónurnar sem var
eiginlega útgangspunktur. En
myndin fjallar um umhverfisvernd
og líka bara samvinnuverkefni og
hvernig lífið getur komið manni á
óvart.“
Námskeiðið er ætlað krökkum á
aldrinum 8 til 13 ára. Sólrún og Atli
hafa þegar haldið eitt námskeið,
á Bókasafni Kópavogs. „Svo erum
við með tvö námskeið um helgina,
á Bókasafni Seltjarnarness í dag
og á Grófarsafni á morgun. Við
byrjum á því að sýna myndina og
svo gefum við krökkunum lausan
tauminn til að sleppa sköpunar-
kraftinum lausum,“ segir Atli og
bendir á að þátttakendur megi taka
með sér plastfígúrur, leikfangabíla,
skrautpappír eða annað eftir-
lætisefni ef þeir óska eftir að vinna
sérstaklega með það. „Og þau eru
mjög hugmyndarík og fara strax
að skapa. Við komum líka með
efni til að vinna með. Það er best
ef krakkar vinna á eigin síma eða
spjaldtölvur en við verðum líka
með spjaldtölvur til að lána þeim
sem hafa ekki aðgang að slíkum
tækjum,“ segir Sólrún. Þau benda
á að æskilegt sé að þeir sem mæta
með eigin snjalltæki verði búnir að
hlaða niður forritinu Stop motion
studio áður en þeir koma á staðinn.
Forritið er ókeypis. En skyldi vera
önnur stillumynd í farvegi hjá
þeim Sólrúnu og Atla? „Það er
ein mynd í pottinum sem okkur
langar að gera og erum spennt að
sjá hvernig kemur út,“ segir Sólrún
og Atli bætir við: „Þetta er tímafrek
vinna og þarf að skipuleggja sig
vel og mikið. Það tók svona þrjá
mánuði að gera Marglitu marglytt-
una en okkar langar að gera ennþá
vandaðri og flottari mynd næst.“
Aðgangur að smiðjunum er
ókeypis en nauðsynlegt er að skrá
sig. Skráning fer fram á heimasíðu
bókasafnanna þar sem námskeiðin
eru haldin. Þátttakendafjöldi er
takmarkaður.
Undir áhrifum frá Tove Jansson
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson, höfundar stillukvikmyndarinnar Marglita marglyttan,
standa fyrir hreyfimyndasmiðjum um helgina, fyrir krakka á aldrinum átta til þrettán ára.
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson kenna stillimyndagerð á bókasöfnunum á Seltjarnarnesi og í Grófinni um helgina. MYND/SIGTRYGGUR ARI
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
0
6
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:1
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
0
3
-3
A
F
C
2
1
0
3
-3
9
C
0
2
1
0
3
-3
8
8
4
2
1
0
3
-3
7
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
0
s
_
5
_
1
0
_
2
0
1
8
C
M
Y
K