Fréttablaðið - 06.10.2018, Síða 90

Fréttablaðið - 06.10.2018, Síða 90
KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Í dægurlaginu We Didn’t Start the Fire frá árinu 1989 stiklar laga- og textahöfundurinn Billy Joel á stóru í mann-kynssögunni frá fæðingarári sínu 1949. Á rúmum fjórum mínútum ryður Joel út úr sér 100 mannanöfnum, örnefnum eða kunnum atburðum sem hann telur einkennandi fyrir tímabilið. Flest nöfnin eru alþekkt enn í dag: Einstein, Truman, James Dean og Marilyn Monroe falla til dæmis í þann flokk. Söguáhugafólk kannast sömuleiðis við stjórnmálaleiðtoga úr þriðja heiminum, nöfn átaka- svæða og helstu orrustur Víetnam- stríðsins. Minnisstæðar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir fá sinn sess, en svo eru það atburðirnir sem fallið hafa í gleymskunnar dá eða kalla á upprifjun. Þannig vísa orðin „Edsel is a no-go“ (sem er látið haganlega ríma við Belgians in Congo) til hinn- ar misheppnuðu bifreiðategundar Ford Edsel frá árinu 1959. „Children of thalidomide“ er önnur torræð vísun. Hún er einmitt viðfangsefni þessa pistils. Thalidomide er fræðiheiti á efna- sambandi sem markaðssett hefur verið undir mörgum ólíkum nöfn- um í gegnum tíðina eftir að farið var að nýta það sem lyf. Saga þess er kol- svört og má segja að hneykslismálið sem varð Billy Joel að yrkisefni hafi orðið til þess að breyta hinum alþjóðlega lyfjamarkaði varanlega. Í Þýskalandi er talað um Contergan- hneykslið, en undir því nafni var lyfið selt þar í landi. Upphaf þessarar sögu má rekja til hernáms Bandamanna í Þýskalandi í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Stjórnendur hernámsliðsins settu strangar reglur um ýmsa þætti þýsks samfélags, ekki hvað síst varðandi það hvaða varning þýskum iðnfyrir- tækjum væri heimilað að framleiða. Meðal þess sem rataði á bannlistann voru fúkkalyf, sem leiddi til alvar- legs skorts á þessum mikilvægu lyfjum í stríðshrjáðu landinu. Þessi lyfjaskortur með tilheyrandi svarta- markaðsbraski varð síðar hluti af söguþræði hinnar minnisstæðu kvikmyndar Þriðji maðurinn eftir sögu Grahams Greene með Orson Welles í lykilhlutverki. Að lokum fengust sigurvegarar stríðsins til að leyfa Þjóðverjum að framleiða fúkkalyf. Lítil verksmiðja, Chemie Grünenthal, sem einkum hafði búið til sápur og ilmvötn, reið á vaðið og viðskiptin blómstruðu. Grünenthal-fyrirtækið lét sápugerð- ina lönd og leið og sneri sér alfarið að lyfjaframleiðslu. Í fyrstu lét það nægja að framleiða lyf eftir einka- leyfum annarra, en fljótlega hófst þróun á nýjum lyfjum. Stjórnendur fyrirtækisins lögðu sérstaka áherslu á að þróa megrunarlyf, sem talin voru mjög söluvænleg. Þær rannsóknir leiddu þó lyfjafræðinga Grünen thal skjótt inn á allt aðrar brautir. Fundin gullgæs Á árinu 1953 veittu vísindamenn fyrirtækisins athygli efninu sem síðar hlaut heitið thalidomide. Grunaði þá þegar að það gæti komið að gagni sem róandi lyf, bæði sem svefnlyf og til að slá á vanlíðan og ógleði. Tveimur árum síðar hóf- ust þeir handa við að gera tilraunir á dýrum, sem einkum fólust í að gefa tilraunadýrunum skammta af efninu og kanna hvort þau dræpust. Fyrstu niðurstöður bentu til þess að jafnvel í mjög stórum skömmtum væri thalidomide ekki banvænt. Túlkun fyrirtækisins á þessum takmörkuðu rannsóknarniðurstöð- um var glannaleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Því var slegið föstu að efnið væri með öllu skaðlaust og þá ekki aðeins tilraunadýrum held- ur einnig mönnum, þótt sáralitlar slíkar rannsóknir hefðu farið fram. Í októbermánuði 1957 var lyfið sett á markað undir heitinu Cont- ergan, sem fyrr segir. Fyrirtækið hafði tryggt sér söluleyfi í fjölda landa, auk þess sem framleiðslu- leyfi voru seld til fyrirtækja víða um lönd. Jafnframt var ráðist í stór- fellda auglýsingaherferð í fjölda fag- tímarita og bréf send til 200 þúsund lækna með upplýsingum um lyfið nýja. Í kynningarefninu var sérstak- lega lögð áhersla á hversu öruggt lyfið væri og laust við allar hliðar- verkanir. Til að auka trúverðug- leika þeirra staðhæfinga voru birt ummæli og rannsóknarniðurstöður Dauðinn í apótekinu Gervilimir sem útbúnir voru fyrir eitt þýsku Cont­ ergan­barnanna. Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um lyfjahneyksli. ýmissa sérfræðinga og heilbrigðis- starfsmanna. Í mörgum tilvikum var þó aðeins hið jákvæðasta í umsögn- unum valið úr en varnöglum og fyrirvörum sleppt. Markaðurinn tók hinu nýja lyfi fagnandi. Í Vestur-Þýskalandi var Contergan ekki lyfseðilsskylt og jók það vinsældir þess enn frekar. Það var selt við hvers kyns kvillum, vanlíðan og svefnleysi. Einkum var því þó haldið að þunguðum konum, þar sem lyfið var talið vinna gegn morgunógleði. Stjórnendur lyfjafyrirtækisins höfðu ástæðu til að kætast. Pantan- irnar streymdu inn og peningarnir sömuleiðis. En fljótlega mátti líka sjá fyrstu óveðursskýin við sjónar- rönd. Fyrirtækinu tóku að berast fyrirspurnir frá sérfræðingum sem óskuðu eftir staðfestingu á fullyrð- ingum um skaðleysi lyfsins, þar á meðal frá finnskum yfirvöldum sem spurðu hvort öruggt væri að efnið gæti ekki borist í fóstur í móður- kviði. Í Austur-Þýskalandi neituðu heilbrigðisyfirvöld að samþykkja sölu á Contergan, en auðvelt var að afskrifa þá ákvörðun sem öfund kommúnistastjórnarinnar í garð nágranna sinna. Hörmulegar afleiðingar Enn alvarlegra áhyggjuefni voru þó bréf sem tóku að berast frá læknum sem lýstu ýmiss konar hliðarverk- unum af notkun lyfsins, einkum í stórum skömmtum. Voru vísbend- ingar um að Contergan gæti valdið taugabólgu og jafnvel óafturkræfum taugaskemmdum. Síðar, þegar farið var í gegnum gögn fyrirtækisins kom í ljós að viðbrögðin voru einatt á sömu leið: ábendingunum var svarað með því að engar aðrar kvartanir hefðu borist vegna lyfsins. Áhyggju röddunum var meðal ann- ars vísað á bug með þeim rökum að læknar væru skiljanlega með horn í síðu lyfs sem almenningur gæti keypt í lausasölu og læknastéttin missti því spón úr aski sínum. Innan fyrirtækisins var þó farið að ræða á laun um hvort ástæða væri til að breyta auglýsingum lyfsins á ein- hvern hátt, vegna vísbendinganna um hættuna á taugabólgu. Það var þó ekki fyrr en langt var liðið á árið 1958 að skelfilegustu afleiðingar Contergan tóku að birtast. Börnum með alvarlega fæð- ingargalla tók að fjölga gríðarlega. Um var ræða börn með afmynd- aða útlimi eða sem vantaði hrein- lega hendur og fætur. Augnskaðar voru algengir, sem og ýmiss konar skemmdir á innri líffærum. Meira en helmingur barnanna dó skömmu eftir fæðingu. Fæðingargallar af þessu tagi voru vissulega ekki óþekkt fyrirbæri, en nú urðu þeir tíðari en nokkur dæmi voru um. Á fáeinum misserum fæddust á bilinu fimm til sjö þúsund börn með fæðingargalla sem raktir hafa verið til lyfsins í Vestur-Þýska- landi. Erfitt er að skilja hvers vegna far- aldur af þessari stærðargráðu vakti ekki samstundis athygli heilbrigðis- yfirvalda og hafa sagnfræðingar leit- að á því skýringa. Bent hefur verið á að umsjón með málaflokknum hafi að mestu verið í höndum héraðs- stjórna og stjórnvöld í Bonn því skort yfirsýn. Til marks um það var sjálfstætt heilbrigðisráðuneyti ekki stofnað á vegum sambandsstjórnar- innar fyrr en rétt um það leyti sem Contergan-hneysklið kom upp. Önnur skýring hefur verið nefnd til sögunnar, en hún er sú að ódæðis- verk nasista hafi enn hvílt á þýskum læknum eins og mara. Mannkyn- bótastefna nasista gekk meðal ann- ars út á að skrá fólk sem talið var erfðafræðilega ófullkomið og sem hindra ætti í að auka kyn sitt. Í ljósi þeirrar fortíðar hafi heilbrigðisfólk veigrað sér við því að skrá fæðingar- galla nýbura eða vekja athygli á tíðni þeirra. Með tímanum hlutu grunsemdir þó að vakna, jafnt hjá sérfræðingum og almenningi, um að eitthvað skrít- ið væri á seyði. Frásögnum af alvar- lega vansköpuðum börnum fjölgaði, sem leiddi til þess að enn fleiri stigu fram og höfðu sömu sögu að segja. Upp komast svik … Fyrstu tilgátur voru á þá leið að um væri að kenna kjarnorkuvopnatil- raunum risaveldanna, sem kepptust um þær mundir við að þróa vopn sín með sprengingum í andrúms- loftinu. Áhyggjur af skaðlegum áhrifum þess á heilsu fólks fóru vaxandi og samþykkti þýska þingið í tvígang að láta rannsaka hvort samhengi kynni að vera á milli til- raunanna og fæðingargalla. Á sama tíma í Ástralíu hafði fæð- ingarlæknirinn William McBride veitt athygli grunsamlegri fjölgun alvarlegra fæðingargalla. Líkt og hjá starfsbræðrum hans í Vestur- Þýskalandi beindust grunsemdir McBrides í fyrstu að kjarnorku- iðnaðinum. Fljótlega áttaði hann sig þó á að mæður barnanna sem um ræddi áttu það sameiginlegt að hafa notað Contergan á fyrstu stig- um meðgöngu. McBride varð fyrstur lækna til að benda opinberlega á þessi tengsl árið 1961 og öðlaðist hann mikla frægð fyrir. Uppgötvun hans var lengi hampað sem stóraf- reki af ástralska vísindasamfélaginu, en eftir að McBride dróst sjálfur inn í lyfjahneyksli nokkrum árum síðar var nafn hans snyrtilega máð úr sögubókum. Ábendingar McBrides og fleiri aðila urðu til þess að Contergan var tekið úr sölu á árinu 1961. Við tóku margra ára réttarhöld þar sem stjórnendur lyfjafyrirtækisins voru sakaðir um falsanir og yfir- hylmingu. Áður en dómur féll höfðu vestur þýsk stjórnvöld frumkvæði að sáttargjörð, þar sem fórnarlömbum lyfsins voru tryggðar bætur sem að miklu leyti komu úr ríkissjóði. Eng- inn þurfti að dúsa í fangelsi vegna afbrotanna og Grünenthal hélt áfram rekstri eins og ekkert hefði í skorist. Margir áratugir liðu áður en fyrirtækið fékkst til að biðjast afsökunar á gjörðum sínum. Þótti mörgum sú afsökunarbeiðni koma alltof seint og ekki ganga nógu langt. Harmleikurinn varð þó til þess að eftirlit með lyfjaiðnaðinum og nýjum lyfjum á markaði var hert til mikilla muna. lyfið var talið vinna gegn morg- unógleði. 6 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r38 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 2 -B F 8 C 2 1 0 2 -B E 5 0 2 1 0 2 -B D 1 4 2 1 0 2 -B B D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.