Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 1

Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 1
SAMSKIPTATÆKNINMIKILVÆG Flygildi með skynjurum sem greina hindranir. 4 Unnið í samvinnu við Fimm umsækjendur af ellefu um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra teljast af nefnd mjög vel hæfir. 2 VIÐSKIPTA Ásgeir Johansen, framkvæmdastjóri RJC, segir að samskiptatækni sé einn af mikilvægustu þáttum viðskipta, rétt eins og í lífinu sjálfu. FIMMMJÖGVELHÆFIR 4 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Talin hafa snúið á bankann Fyrrverandi eigendur og stjórnendur olíufélagsins Skeljungs sæta nú rann- sókn Héraðssaksóknara vegna meintra brota sem m.a. lúta að um- boðs- og skilasvikum. Rannsóknin mun einkum beinast að meintri ólög- mætri meðferð veða eftir að Íslands- banki hafði selt félagið, auk þess sem kaup fyrrverandi starfsmanna Ís- landsbanka á P/F Magn í Færeyjum eru til rannsóknar. Í kjölfar umfangsmikilla aðgerða, sem m.a. fólu í sér handtökur og hús- leitir, hafa fimm einstaklingar fengið stöðu sakbornings. Það eru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem keyptu fyrirtækið á sínum tíma, Einar Örn Ólafsson sem annaðist sölu fyr- irtækisins fyrir hönd fyrirtækjaráð- gjafar Íslandsbanka og gerðist í kjöl- farið forstjóri þess, og einnig þau Halla Sigrún Hjartardóttir, fyrrum stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, og Kári Þór Guðjónsson. Þau Halla og Kári störfuðu bæði hjá Íslandsbanka á þeim tíma þegar Svanhildur Nanna og Guðmundur keyptu fyrirtækið. Síðar kom í ljós að þau höfðu, ásamt Einari Erni, auðgast verulega á viðskiptum með færeyska olíufélagið P/F Magn sem var í eignartengslum við Skelj- ung. Forsögu málsins sem leitt hefur til rannsóknar saksóknara má rekja til umfangsmikillar kæru sem Íslands- banki lagði fram gagnvart embættinu árið 2016. Bankinn seldi minnihluta sinn í Skeljungi, 49% árið 2009, en áð- ur hafði forveri bankans, Glitnir, selt meirihluta í félaginu í miðju hruninu. Íslandsbanki var hins vegar ekki að- eins seljandi fyrrnefnds hlutar heldur einnig stærsti lánardrottinn fyrirtæki- sins um langt skeið. Meðal þess sem Héraðssaksóknari hefur nú til rannsóknar er hvernig eignarhlutir í Skeljungi skiptu um hendur á árunum eftir að hann komst úr höndum Glitnis og Íslandsbanka. Leikur grunur á því að fléttur í tengslum við eignarhaldið hafi rýrt veð sem Íslandsbanki gekk að þegar eign- arhaldsfélagið Skel Investment var tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið hélt utan um fyrrnefndan 51% eignarhlut Svanhildar Nönnu og Guðmundar í Skeljungi. Í kjölfar þess að Skeljungur var seldur á ríflega 4 milljarða króna árið 2013 var ljóst að félagið gæti ekki staðið í skilum með allar skuldir sínar gagnvart Íslandsbanka. Á þeim tíma hafði eignarhlutur Skel Investment í Skeljungi hins vegar rýrnað verulega og komist undir forræði annarra fé- laga sem þau hjónin áttu. Mun rann- sóknin m.a. lúta að því hvort bankinn hafi farið á mis við hundruð milljóna vegna þessara viðskipta. Rannsókn saksóknara mun einnig lúta að þeirri atburðarás sem leiddi til þess að þau Halla Sigrún, Kári Þór og Einar Örn eignuðust hvert um sig 22% hlut í P/F Magn. Gögn benda til þess að fyrir hlutinn hafi þau greitt 24 millj- ónir króna en síðar selt hann á nærri 900 milljónir hvert. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Rannsókn Héraðssaksókn- ara beinist að því hvort þá- verandi eigendur Skeljungs hafi með eignatilfærslum komið sér undan greiðslu skulda við Íslandsbanka. Morgunblaðið/Júlíus Viðskipti með Skeljung á árunum 2008 til 2013 draga nú dilk á eftir sér. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 7.12.‘17 7.12.‘17 6.6.‘18 6.6.‘18 1.641,99 123,8 130 125 120 115 110 123,05 1732,29 Ingvar Pétursson flugvélaverkfræðingur fluttist frá Ís- landi aðeins fimm ára gamall. Að loknu námi við Stanford og UCLA hélt hann til starfa á Wall Street en síðustu 30 árin hefur hann helgað nokkrum af þekktustu tæknifyrir- tækjum heims krafta sína. Síðustu sjö árin gegndi hann starfi framkvæmdastjóra tækni- og fjármála hjá Nintendo America en áður starfaði hann m.a. fyrir JP Morgan, Expedia og Corbis. Á þessum vettvangi hefur hann kynnst og starfað náið með mönnum á borð við Bill Gates og Steve Jobs. Í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag segir Ingvar að eitt stærsta afrekið á ferlinum hafi verið þegar hann stýrði söl- unni á hafnaboltaliðinu Seattle Mariners fyrir um 70 millj- arða króna. Það var þá í eigu Nintendo. Nú er Ingvar hins vegar sestur í helgan stein og hyggst flytja til Íslands ásamt konu sinni. Þau hyggjast hins vegar ekki sitja auðum höndum, öðru nær. Seldi hafnaboltalið fyrir 70 milljarða Ingvar Pétursson hefur starfað í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Ingvar Pétursson lét af starfi tækni- og fjármálstjóra Nintendo Amercia fyrr á þessu ári. Nú hyggst hann koma heim. 8 Evruaðild takmarkar frelsi ítalskra stjórnvalda til þess að stjórna eigin hagkerfi en það að taka upp líru gerir illt verra. Ítalir eru fastir í evru-prísundinni 10 Sex lið fengu í sinn hlut þrjú af hverjum fjórum pundum af 282 milljóna punda auglýsing- asamningum úrvalsdeildarliða. Lex: Togast á um treyjutekjur 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.