Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018FRÉTTIR SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Áhugaverðir tímar eru framundan hjá RCJ og innan skamms mun fyrirtækið hefja útflutning á vatni fyrir þriðja aðila. Stendur núna yf- ir leit að framtíðarhúsnæði þar sem hægt væri að sameina á einn stað vörulager, skrifstofur og framleiðslulínu. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Árið 2011 stofnaði RJC dóttur- fyrirtæki, RJC Framleiðslu, sem framleiðir drykkjarvörur á borð við Klaka gosvatn, Leppin íþrótta- drykk, RC Cola gosdrykki, o.fl. Helsta áskorun undanfarin miss- eri hefur verið að koma þessu dótturfélagi almennilega á laggir- nar. Vonir standa til um að það geti náðst áður en þetta ár er liðið. Hver var síðasta ráðstefnan sem þú sóttir? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikið fyrir að sækja slíkt nema ef erindið á sérstaklega við um okkar rekstur. Ég les þó samantektir um niðurstöður ým- issa áhugaverðra fyrirlestra en sæki svo frekar vörusýningar í tengslum við okkar rekstur. Það er helst viðskiptaþing Viðskipta- ráðs Íslands sem ég reyni að mæta á. Þar eru oft líflegar og gagnlegar pallborðsumræður í lok hvers þings. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Faðir minn heitinn er líklega sá sem hefur haft mest áhrif á hvern- ig ég starfa. Fyrir mörgum árum hvatti hann mig til að lesa: Munk- urinn sem seldi sportbílinn sinn eftir Robin S. Sharma. Ég hef líka lesið bækur eftir Dr. Phil McGraw, sjónvarpssálfræðinginn fræga. Samskiptatækni er, að mínu mati, einn af mikilvægustu þáttum viðskipta og ekki síður í lífi fólks almennt. Þessar bækur eru mjög gagnlegar en svo lærir mað- ur mikið af samtölum við aðra. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég hugsa að í nútímasamfélagi sé þetta erfiðara en áður. Öll þró- un virðist vera örari með tímanum og því mikilvægt að halda sér vel upplýstum og fylgjast gaumgæfi- lega með því sem er að gerast hverju sinni. Það skiptir því máli að vera reglulega í samskiptum við sér fróðari menn á hinum ýmsum sviðum. Í dag er internetið þó staðurinn þar sem þróunin er hvað hröðust og þar er hægt að ná sér í nánast hvaða upplýsingar sem er. Hugsarðu vel um líkamann? Í fullri einlægni þá hugsa ég ekki nægilega vel um líkamann. Yfir sumartímann geng ég þó mjög mikið í golfinu. Mér taldist t.a.m. að í fyrrasumar hafi ég lík- lega gengið um 600 km á golf- völlum landsins. Nú stendur til að bæta úr og fá sér æfingahjól yfir veturinn. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Ætli ég myndi ekki velja það að vera svo góður í golfinu að ég gæti haft af því nægar tekjur til að brauðfæða fjölskylduna. Hvað myndirðu læra ef þú feng- ir að bæta við þig nýrri gráðu? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hegðun manna. Hvað hvetur fólk áfram og hvað veldur því hversu ólík við getum verið, að upplagi eða vegna ytri aðstæðna? Yrði ég þá ekki að segja heimspeki eða sálfræði. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Fámennið hér á Íslandi getur bæði flokkast sem kostur og galli. Meiri sveigjanleiki og styttri við- bragðstími gætu talist til kosta á meðan fákeppni, hlutfallslega hár kostnaður og háar álögur teldust meðal gallanna. Lengi hafa menn einnig bent á hátt vaxtastig og veikan gjaldmiðil. Persónulega myndi ég vilja afnema verðtrygg- inguna og einnig draga úr áhrifum lífeyrissjóða á rekstrarumhverfið. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Ég sæki mikið í að umgangast jákvætt fólk sem hefur metnað til að ná árangri í lífi og starfi. Það er hægt að takast á við neikvæða hluti með jákvæðu hugarfari; og öfugt. Ég fann það fyrir löngu að neikvætt fólk dró mikla orku úr mér. Golfið veitir mér einnig mikla andlega hleðslu. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráður í einn dag? Listinn yrði of langur til að birta hér. Mikilvægast væri þó að skerpa á þrískiptingu valdsins. Í dag er þetta alltof samofið og eng- an veginn í takt við tilgang þrí- skiptingarinnar. Ráðherrar fara með framkvæmdavald og ættu því ekki að sitja á Alþingi á sama tíma, ekkert frekar en að framkvæmda- stjórn sitji í stjórn fyrirtækja. Skipun dómara ætti, að mínu mati, ekki að liggja hjá Alþingi eða ráð- herrum. Það er eins og að láta olíufélögin skipa í stöður hjá sam- keppniseftirlitinu. SVIPMYND Ásgeir Johansen framkvæmdastjóri RJC Fámennið er bæði kostur og galli „Það er hægt að takast á við neikvæða hluti með jákvæðu hugarfari; og öfugt,“ segir Ásgeir hjá RJC. GRÆJAN Framleiðendur hafa reynt ýmsar leiðir til að smíða myndatökuflygildi sem geta stýrt sér sjálf. Sum flygildi geta elt skynjara sem notandinn festir á sig en þau hafa þann galla að geta ekki áttað sig á umhverfi sínu og fljúga því utan í tré, staura og skilti sem verða á vegi þeirra. Önnur flygildi nota gervigreind til að átta sig á hvað þau eiga að mynda, en gervi- greindin virkar ekki sem skyldi fyrir hluti á hreyfingu. Skydio R1 flygildið leysir þessi vandamál. Tækið er búið skynjurum sem beinast í allar áttir og greina hindranir sem þarf að varast. Þá er linsan tengd við tölvu sem getur fylgt myndefninu eftir hvort sem um er að ræða skokkara á fleygiferð eða bíl á spani. Í gegnum snjallsímaforrit má stilla Skydio R1 til að elta, fljúga samsíða, eða fara í hringi í kringum myndefnið, og getur flygildið ferðast á allt að 40 km/klst hraða. Tækniblaðamenn sem prófað hafa tækið kvarta yfir því að linsan sé helst til gleið og fullmikil hreyfing sé á myndinni, auk þess sem Skydio R1 er mun stærri og dýrari en vinsælustu flygildin á markaðinum. Framleiðendurnir hafa svarað með því að benda á að tæknin sé enn á byrjunarstigi og að næstu út- gáfur verði ennþá betri. Flygildið kostar 1.999 dali hjá Sky- dio.com. ai@mbl.is Flygildi sem eltir þig á röndum Skydio R1 getur flogið á allt að 40 km/klst hraða og t.d. fylgt eftir bílum eða hjólreiðafólki. Flygildið stýrir sér sjálft og fylgir myndefninu eftir. NÁM: Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1991; BS-gráða í stjórnun, með áherslu á hagfræði, frá Guilford College í N- Karólínu 1995. STÖRF: Ýmis sölu- og afgreiðslustörf með skóla frá 14 ára aldri; sölumaður og síðar greiningaraðili í vörustjórnunardeild hjá R.J. Reynolds Tobacco Company í N-Karólínu 1995-1996; sölustjóri hjá RJC 1996-1998, aðstoðarframkvæmdastjóri RJC 1998- 1999, framkvæmdastjóri RJC frá 1999. Einnig ýmis stjórnar- setustörf frá 2005. ÁHUGAMÁL: Fjölskyldan hefur alltaf forgang enda æði stór. Fyrir utan hana og reksturinn er það svo helst golf, tónlist og enski boltinn. Að boltanum undanskildum horfi ég ekki mikið á sjónvarp en á veturna er stundum gott að horfa á góða kvik- mynd. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er kvæntur Aki Johansen sem ég kynntist við nám í Bandaríkjunum 1992. Saman eigum við fjórar dætur, tvo syni og eina 1½ árs gamla dótturdóttur. HIN HLIÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.