Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 7

Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 7ATVINNULÍF Pantaðu ráðgjöf á brimborg.is Fyrirtækjalausnir Brimborgar veita fyrirtæki þínu ráðgjöf sem tryggir hagkvæmar, sérsniðnar heildarlausnir í bílamálum. Í boði eru yfir 500 gerðir af fólksbílum, jeppum og atvinnubílum frá 5 heimsþekktum bílamerkjum til kaups eða leigu hjá Brimborg. Framúrskarandi viðhalds, dekkja- og hraðþjónusta og flotastýring hjá 250 sérhæfðum starfsmönnum Brimborgar tryggir fyrirtæki þínu hagræðingu, þægindi, sveigjanleika og lengri uppitíma. HAGRÆDDU. EINFALDAÐU BÍLAMÁL FYRIRTÆKISINS HEILDARLAUSNIR Í BÍLAMÁLUM BÍLAR ÞJÓNUSTA FLOTASTÝRING Flestir Íslendingar álíta það svo að uppruni raforku þeirra sé hreinn og komi frá endurnýjanlegum orkugjöf- um. Með komu upprunaábyrgða hingað til lands árið 2011, er svo ekki raunin. Raforkufyrirtæki landsins, sem að framleiða endurnýjanlega orku, hafa á undanförnum árum selt upprunaábyrgðir til bæði evrópskra og innlendra aðila. Fyrirtæki sem kaupa sér þessar ábyrgðir geta með því móti sagst nota endurnýjanlega orkugjafa og sýnt vottorð því til stað- festingar. En sá er galli á gjöf Njarðar að með því að selja upprunaábyrgðir úr landi, þá þarf að flytja inn ígildi sam- svarandi magns raforku í sömu hlut- föllum og samsetning raforkufram- leiðslu er í Evrópu. Með þessum hætti hafa komið inn orkugjafar, líkt og kjarnorka og jarðefnaeldsneyti, á rafmagnsreikninga landsmanna. Raf- orkusalar hér á landi sem ekki hafa útvegað sér upprunaábyrgðir fyrir raforkunotkun viðskiptavina sinna, eru því í þessum skilningi ekki að bjóða upp á endurnýjanlega orku- gjafa, nema að litlum hluta. Íslendingar selja hreina orku og fá óhreina í staðinn Ekki er hægt að segjast nota end- urnýjanlega orku á Íslandi án þess að vera með viðurkennda vottun þess efnis, segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, en án vottunar fá notendur orkugjafa eins og kjarnorku og kol inn á raf- magnsreikningana sína. „Hér á Ís- landi hefur ákveðinn hluti uppruna endurnýjanlegu orkunnar verið seld- ur út til Evrópu og í staðinn kemur inn blanda af mismunandi orkugjöf- um frá Evrópu inn í kerfið okkar. En þessir orkugjafar eru yfirleitt kjarn- orka og jarðefnaeldsneyti,“ segir Magnús. „Framleidd orka hér á landi er klárlega endurnýjanleg, en uppruni orkunnar hjá endanlegum við- skiptavini er ekki endilega endur- nýjanleg. Það fer eftir því hvort við- komandi raforkusali er með upprunaábyrgðir fyrir orkunni eða ekki. Það er stóra málið í þessu.“ Upprunavottorð komu til sögunnar á Íslandi árið 2011 þegar íslensk raf- orkufyrirtæki hófu að selja erlendum fyrirtækjum upprunavottorð frá Ís- landi og tengdist þá evrópskum raf- orkumarkaði með uppruna raforku. Þeir sem framleiða endurnýjanlega raforku geta gefið út upprunavottorð sem staðfestir að orkan sé endurnýj- anleg. Vottorðin ganga síðan kaupum og sölum í Evrópu og þar með talið á Íslandi, þó að landið sé ekki bein- tengt evrópska raforkumarkaðnum. Þessu kerfi er ætlað að vera fjárhags- legur hvati fyrir orkufyrirtæki til endurnýjanlegrar orkuvinnslu og auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku í Evrópu og stuðla þannig að já- kvæðum breytingum í losun gróður- húsalofttegunda. „Þetta virkar þannig að framleið- endurnir gefa út þessi vottorð og þau fara á markað, þar sem hvaða raf- orkukaupandi eða raforkusölufyrir- tæki sem er getur keypt vottorðin fyrir sína viðskiptavini og vottað að þau séu með endurnýjanlega orku. Þetta er í raun eina vottunin sem tryggir það að þú getir sagt með réttu að orka sem þú færð sé end- urnýjanleg,“ segir Magnús. Kjarnorka 20% raforkunnar Orkustofnun gefur út á hverju ári yfirlit yfir uppruna raforku á Íslandi og von er á tölum frá 2017 í byrjun júní. Samkvæmt tölum síðasta árs þá skiptist uppruni raforku á Íslandi ár- ið 2016 í 59% jarðefnaeldsneyti, 21% endurnýjanlega orku og 20% kjarn- orku. Fyrirtæki og heimili sem ekki hafa upprunavottorð á sinni raforku fá þá þessa skiptingu orkugjafa inn á sína reikninga. „Þar sem að það er búið að taka þessar íslensku upprunaábyrgðir og selja þær úr landi, þá verður til þessi blanda, sem samanstendur af annars konar orkugjöfum, sem við tökum inn á íslenska markaðinn í staðinn,“ segir Magnús. Á vef Orkustofnunnar má sjá að fjöldi raforkufyrirtækja sem birta svokallaðar sértækar yfirlýsingar er að aukast. Sértækar yfirlýsingar eru yfirlýsingar þess efnis að öll þeirra orka sé hrein og komi frá endurnýj- anlegum orkugjöfum. Árið 2015 birti Orkusalan fyrstu sértæku yfirlýsinguna um 100% end- urnýjanlega orku á raforku- markaðnum á Íslandi, en síðan þá hafa þrjú önnur fyrirtæki bæst í hóp- inn, Fallorka, Orkubú Vestfjarða og Rafveita Reyðarfjarðar. Aukin umræða um sérstöðu Íslands Aðspurður hvort það sé að mynd- ast meiri umræða um upprunavott- anir meðal fyrirtækja í landinu segir Magnús að svo sé. „Það er að mynd- ast meiri umræða um hver sérstaða Íslands sé, þegar við erum búin að selja upprunaábyrgðir frá okkur og fyrirtæki úti í heimi geta keypt ís- lenskar ábyrgðir og sagst vera með endurnýjanlega orku. Vandamál kerfisins og trúverðugleikinn felst í því að fyrirtæki á Íslandi geta ekki sagst vera með endurnýjanlega orku þegar orkufyrirtækin eru búin að selja upprunann frá sér, því þá er komin tvítalning í kerfinu. Þegar þú selur endurnýjanlegan uppruna úr landi til að fá eitthvert virði í staðinn, þarftu að sama skapi að taka á móti uppruna frá evrópskum orkugjöfum sem eru ekki umhverfisvænir.“ Grænt ljós án endurgjalds Orkusalan er félag á samkeppnis- markaði með rafmagn, en það fram- leiðir og kaupir rafmagn í heildsölu til að selja til almennings og fyrirtækja á Íslandi. Fyrirtækið er með um þriðjung af almennum raforku- markaði á Íslandi, með starfsstöðvar í Reykjavík, á Akureyri og Egils- stöðum ásamt því að eiga og reka fimm virkjanir. Orkusalan var fyrsta íslenska raforkufyrirtækið sem tók af skarið og keypti upprunavottanir fyr- ir alla sína viðskiptavini, sem gerir þannig öllum þeirra viðskiptavinum kleift að sækja upprunavottorð vegna raforkunotkunar sinnar beint af þjón- ustuvef fyrirtækisins. Á síðastliðnum árum hefur Orku- salan þróað vöru í kringum upp- runavottanir sínar sem heitir Grænt ljós sem stendur öllum viðskiptavin- um þess til boða án endurgjalds. Í desember 2016 varð WOW air fyrsta fyrirtækið hérlendis til þess að fá Grænt ljós Orkusölunnar. Magnús segir að viðskiptavinir Orkusölunnar sjái mikið virði í Græna ljósinu og þá sérstaklega ferðaþjónustu- og framleiðslu- fyrirtækin. Hann segir mikið virði felast í því að geta sagst nota einung- is raunverulega endurnýjanlega orku sem er vottuð samkvæmt því. „Við- skiptavinir okkar leitast eftir að ramma þessi plögg inn og hafa til sýnis upp á vegg fyrir sína kúnna, flagga því að öll þeirra orka kemur til dæmis úr vatnsaflsvirkjunum. Við- skiptavinir okkar gætu beðið sér- staklega um að fá upprunann úr sér- stökum virkjunum, til dæmis Lagar- fossvirkjun.“ Kjarnorka 20% af raforku hérlendis Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Upprunaábyrgðir raforku sem eru seldar úr landi hafa það í för með sér að uppruni raforku á Íslandi litast af evr- ópskum orkugjöfum, svo sem kjarnorku og jarðefnaelds- neyti. Ekki er hægt að segjast nota endurnýjanlega orku án vottunar, segir framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Magnús Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Orkusölunnar, segir upprunavott- anir nauðsynlegar til þess að sannreyna notkun á endurnýjanlegri orku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.