Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 8

Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 8
fékk ég vinnu hjá flugvélaframleiðandanum McDonnel Douglas.“ En þótt flugvélaiðnaðurinn hafi heillað Ingvar vildi hann læra meira og hélt því til frekara náms í UCLA-háskólann (Kaliforníuháskóli í Los Angeles) þar sem hann lagði stund á MBA- nám. Þar gripu örlögin inn í. Á síðara árinu í náminu langaði hann til að víkka sjóndeildar- hringinn og skráði sig í námskeið í íslenskum bókmenntum. „Þar kynntist ég Claudiu konunni minni. Hún er bandarísk en hafði mjög mikinn áhuga á nor- rænum bókmenntum. Hún lærði einnig sænsku og hefur kennt hana eftir námið í UCLA.“ Þau Claudia og Ingvar eiga þrjú börn. Krist- ján sonur þeirra starfar í San Francisco og er tölvunarfræðingur. Katarina býr í Seattle og starfar hjá Gates-Foundation og Jóhannes er flugvélaverkfræðingur eins og faðir hans. Öll hafa þau valið sér starfsvettvang sem tengist með einum eða öðrum hætti þeim verkefnum sem Ingvar hefur haft ríka aðkomu að á lífsleið- inni. Skýrist það betur þegar nánar er skyggnst yfir feril Ingvars. Í náminu í UCLA lagði Ingvar áherslu á al- þjóðafjármál. Að loknu náminu lá því beinast við að demba sér í hasarinn á Wall Street og varð það úr. Fluttust þá Ingvar og Claudia til New York. „Þar fékk ég vinnu hjá JP Morgan og mitt verkefni var að þróa ásamt öflugum hópi fólks tölvuforrit sem lagt gæti mat á áhættu við stór- lánaveitingar. Þar erum við að tala um milljarða dollara lánveitingar þar sem fjölmargir áhrifa- þættir geta skipt miklu máli.“ Kom að lánveitingum til Íslands Í þessum verkefnum kom Ingvar að mörgum verkefnum á vettvangi JP Morgan í London, Frankfurt og Osló. Þar kom hann að undirbún- ingi að lánveitingu til stórfyrirtækja í olíu- iðnaðinum eins og Noco í Noregi og British Petrolium (BP) í Englandi en einnig Bethlehem Steel í Bandaríkjunum og ýmsum fleiri. „Þarna vorum við að greina hvaða áhrif breyt- ingar á olíuverði, þróun gjaldmiðla innbyrðis, vaxtahækkanir eða lækkanir gætu haft á lán- veitingar og á grundvelli þessara gagna var hægt að verðleggja lánsféð.“ Í þessu starfi Ingvars kynntist hann m.a. for- kólfum íslensks viðskipta- og stjórnmálalífs því JP Morgan kom m.a. að fjármögnun síðari áfanga Blönduvirkjunar en einnig stórrar lán- veitingar til ríkissjóðs. „Þetta var mikil og góð reynsla og þessi tækni sannaði gildi sitt. Þarna vann ég með mörgum öflugum mönnum sem enn halda hópinn. Síðast í gær settist ég niður með nokkrum þeirra hér í borginni. Í þeim hópi er m.a. Peter Hancock sem um árabil var forstjóri AIG, eins af stærstu tryggingafélögum heimsins.“ Þau hjónin eignuðust svo frumburð sinn og ákváðu að nóg væri komið af stórborgarlífinu í New York. Þau ákváðu því að leita á fornar heimaslóðir Ingvars í Austin, Texas og þar stofnaði hann eigið fyrirtæki. Þær áætlanir gengu ekki eftir en urðu honum góður skóli. Bauðst honum þá tækifæri til að koma að dótt- urfyrirtæki hins stóra Pactel Corporation í Kali- forníu og reyndist það skref örlagaríkt eins og mörg önnur sem þau hjónin stigu á þessum ár- um. „Pactel hafði orðið til við uppskiptingu á hinu risastóra símafyrirtæki AT&T. Eitt af dóttur- félögum þess var Pactel Mobile Access. Það höfðu fáir áhuga á því og reyndar var það metið svo að það myndi ekki gera stóra hluti. En fyrir- tækið einbeitti sér að farsímaþróun og þráðlaus- um gagnaflutningi.“ Á þessum tíma var Ingvar 29 ára og þrátt fyr- ir litla trú markaðarins á Pactel varð það hlut- skipti fyrirtækisins að byggja upp, ásamt mörg- um fleiri, nýjan iðnað í kringum farsímamarkaðinn. „Við þurftum að leysa ótrúlega mörg vanda- mál, t.d. hvernig ætti að flytja símtöl frá San Diego til Los Angeles. Þetta reyndist ótrúlega skemmtilegt verkefni.“ Og gróskan var mikil á þessum vettvangi og að þremur árum liðnum réði Ingvar sig til starfa hjá McCaw Cellular sem var fyrirtæki sem starfaði á sama markaði. Meðan hann starfaði þar keypti AT&T fyrirtækið og í sjö ár helgaði hann sig uppbyggingu þess í tækniborginni Seattle. Hefur störf fyrir Bill Gates Og enn kallaði tækniþróunin á Ingvar og á ár- unum 1995 til 1998 var hann yfirmaður tækni- þróunar hjá Regence Group en það fyrirtæki starfar á vettvangi heilbrigðisgeirans. En þá kom kallið sem Ingvar gat ekki annað gert en að svara. „Undir árslok 1998 bauðst mér að taka við starfi framkvæmdastjóra tæknimála hjá fyrir- tæki sem nefnist Corbis. Bill Gates hafði stofnað fyrirtækið níu árum fyrr en það hafði það að markmiði að koma menningarverðmætum á stafrænt form, m.a. listaverkum en ekki síst sögulegum ljósmyndum. Fyrirtækið var stærsti gagnagrunnur heims á þessu sviði og seldi að- gang að honum. Það var m.a. verkefni mitt að tryggja viðskiptavinum rafrænan aðgang að þessari þjónustu en það var mikil áskorun því við vildum að aðgangurinn væri aðeins í gegnum netið. Það var algjörlega ný hugsun á þessum tíma.“ Í þessu starfi kynntist Ingvar Bill Gates sem Yfir tækniþróun og fjármálum Nintendo í sjö ár Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Á ríflega 30 ára ferli í bandarísku viðskiptalífi hefur Ingvar Pétursson setið í framkvæmdastjórnum leiðandi tæknifyrirtækja og starfað náið með mönnum á borð við Bill Gates og Steve Jobs. Nú hefur hann ákveðið að söðla um og flytja heim til Íslands. Hann er enn hluthafi í gríðarstóru ráðgjafarfyrirtæki í Bandaríkjunum þar sem hann miðlar af reynslu sinni hjá MacCaw, JP Morgan, Nintendo, Expedia og fleiri tæknirisum. „Þú verður að afsaka íslenskuna mína. Það er orðið svo langt síðan ég flutti út.“ Með þessum orðum afsakar Ingvar Pétursson sig þegar hann sest niður ásamt blaðamanni í New York. Það er í fyrsta sinn sem Ingvar ræðir við blaðamann að heiman en virðist það auðvelt og íslenskan er mun betri en margra samlanda hans sem aldrei hafa búið erlendis. En sú staðreynd að hann skuli nú fyrst, á sextugasta og fyrsta aldursári, ræða við íslenskan fjölmiðil er með nokkrum ólíkindum, enda er ferill hans í bandarísku við- skiptalífi einstakur. Hann hefur komið að upp- byggingu nokkurra heimsþekktra tæknifyrir- tækja og í hópi náinna samstarfsmanna hans á síðustu áratugum eru nokkrir af helstu leikend- unum á sviði heimsviðskipta síðustu fjörutíu ár- in. En hver er Ingvar Pétursson og hvað veldur því að ekki hefur birst stafkrókur um hann í ís- lenskum fjölmiðlum fyrr en nú? Það stendur ekki á svari. „Það hefur bara enginn spurt.“ Og þó að það sé stutta og einfalda skýringin þá er myndin kannski um leið eilítið flóknari. Hún rekur sig aftur til ársins 1962. „Þegar ég var fimm ára ákváðu foreldrar mín- ir að flytja til Texas í Bandaríkjunum. Ég er raunar ekki Pétursson heldur Jóhannsson en faðir minn hét Jóhann Pétursson og starfaði hjá Landsvirkjun. Félagi hans réði sig til starfa hjá stórfyrirtæki í Texas og hvatti hann til að flytj- ast vestur um haf. Þau ákváðu að taka sig upp með okkur systkinin, Birnu og mig, og úr varð að við fluttum til Fort Worth í Texas.“ Faðir Ingvars er látinn fyrir nokkrum árum en móðir hans er Hulda Emilsdóttir söngkona. Hún gerði garðinn frægan á árunum áður en þau fluttu út og söng meðal annars hið sígilda lag, Halló, inn á hljómplötu ásamt Sigurði Ólafs- syni árið 1960. „Pabbi réði sig til fyrirtækis í Fort Worth en eftir eitt ár fór hann að vinna hjá Brown & Root í Houston sem er risastórt fyrirtæki í olíu- iðnaðinum. Þar starfaði hann í rúma þrjá ára- tugi að verkefnum tengdum rafmagni í olíu- borpöllum, bæði í Norðursjó, Egyptalandi, Venesúela, Bandaríkjunum og víðar.“ Lagði fyrir sig flugvélaverkfræði Árið 1965 skildi leiðir hjá Jóhanni og Huldu en þau urðu öll um kyrrt í Texas. Móðir Ingvars hélt áfram í þjónustu við tónlistargyðjuna og söng á bestu klúbbum Houston-borgar. Þar kynntist hún Bandaríkjamanni, bankastjóra, sem eitt sinn hlýddi á hana syngja og gengu þau í hjónaband. „Ég lauk framhaldsskóla í Texas en innrit- aðist svo í Stanford-háskóla í Kaliforníu. Þar lærði ég flugvélaverkfræði. Í kjölfar námsins Á þeim tíma er Ingvar starfaði á vettvangi McCa tæknibúnað frá NeXT. Það var fyrirtæki sem Ste frá Apple um miðjan níunda áratuginn. Í tengslu því lykilstarfsfólki sem hann raðaði í kringum si „Þetta var frábær tækni en einkum þó hugbú notkun og gott að nota hann til þess að byggja inn í að byggja einnig upp tæknibúnað, tölvur o Lykilstjórnendur hjá honum voru á þeirri skoðu sér að hugbúnaðinum sem var kallaður NextSte þau hóuðu í mig og báðu mig um að tala um fyr Ásamt nokkrum öðrum settist ég yfir hádegisve fjóra eða fimm klukkutíma. Hann var alveg fast unni. Ég taldi þetta fullreynt. Mánuði síðar tilkyn beita sér að hugbúnaðarþróun.“ Ingvar segir að Steve hafi verið sannkallaður af honum og hlusta á hvaða tækifæri hann sá fy sviðum. „Meðal þess sem fyrirtækið þróaði var OpenS ist grunnurinn að IOS-stýrikerfinu. Það kerfi se dollara á sínum tíma.“ En Ingvar segir að það hafi ekki alltaf verið au frumkvöðul. Hann hafi verið opinskár í meira la „Eitt sinn fékk ég hann til þess að koma og ta Seattle. Við héldum fundinn í flugsafninu í borg því að eina færa leiðin væri að nota NextStep. Þ lega vitleysingar. Eftir fundinn spurði ég Steve h selja neitt af vörunum sínum.“ Ingvar og Steve voru hreinskilnir hvor í annar um var boðin staða hjá Apple árið 1999. „Ég var á þessum tíma að vinna með Bill að u vera þar áfram. En Steve kenndi mér að borða s um þakklátur fyrir að hafa kynnt hann fyrir mér. Stofnandi Apple kenndi Ingvari að 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.