Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 15FÓLK
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
Þarftu skjóta afgreiðslu á ein-
blöðungum, bæklingum, vegg-
spjöldum, skýrslum, eða nafn-
spjöldum? Þá gæti stafræna
leiðin hentað þér. Sendu okkur
línu og fáðu verðtilboð.
STAFRÆNT
SPROTAR
Sprotaumhverfið í dag er allt annað
en það var þegar Erlendur Steinn
Guðnason setti sitt fyrsta fyrirtæki
á laggirnar árið 2000. „Þá þekktist
varla þetta orð „sproti“ og fram-
boðið á alls kyns
styrkjum og
framlögum var
ekki svipur hjá
sjón miðað við
það sem við höf-
um í dag,“ segir
hann.
Erlendur er
formaður Sam-
taka sprotafyr-
irtækja og segir að þrátt fyrir mikl-
ar framfarir sé margt sem má laga í
rekstrarumhverfi íslenskra sprota.
Brýnt sé að gera sprotaumhverfið
hér á landi samkeppnishæft við það
sem þekkist í öðrum löndum og
þannig laða að fjárfesta, fyrirtæki
og hæfileikafólk. Hjá Samtökum
sprotafyrirtækja á sér núna stað
stefnumótunarvinna sem miðar að
því að kortleggja hvar breytinga er
helst þörf.
Önnur lönd gera betur
Að sögn Erlendar markaði fjár-
málahrunið kaflaskil. „Þá stóð fjöldi
öflugs fólks í þeim sporum að vera
án verkefna og margir sem létu
verða af því að stofna fyrirtæki. Á
sama tíma var mjög sterkur póli-
tískur vilji til að styðja við nýsköpun
með ýmsum hætti, auknu fjármagni
var beint til sprota- og nýsköp-
unarsjóða, og fyrstu klasarnir og
viðskiptahraðlarnir litu dagsins
ljós.“
Næsta stóra breytingin kom árið
2011 með nýsköpunarlögunum svo-
kölluðu, sem gáfu fyrirtækjum
heimild til að sækja um skattaafslátt
vegna rannsóknar- og þróunarkostn-
aðar. „Árið 2016 var lögunum
breytt, endurgreiðsluþakið hækkað
og boðið upp á skattafslátt vegna
fjárfestinga í sprotafyrirtækjum,“
útskýrir Erlendur.
Betur má ef duga skal og segir
Erlendur að brýnt sé að sprotaum-
hverfið á Íslandi sé jafn gott, og
helst betra, en í nágrannalöndunum.
„Við sjáum árangurinn á stöðum
eins og Kanada þar sem ákveðið var
á sínum tíma að veita sprotafyr-
irtækjum mjög hagfellt rekstr-
arumhverfi, og leyfa útlendingum
sem settust þar að til að vinna hjá
tæknifyrirtækjum að starfa í land-
inu í fimm ár skattfrjálst. Þetta var
kostnaðarsöm tilraun en stjórnvöld
sáu að með því að laða að fólk og
fyrirtæki myndu verða til mikil
verðmæti seinna meir. Það er þess-
ari stefnu að þakka að í Montreal
hefur orðið til blómlegur tölvuleikja-
iðnaður, og einnig er það þessari
stefnu að þakka að fyrirtæki eins og
OZ ákváðu að flytja sig um set.“
Laði að fólk og fyrirtæki
Erlendur nefnir til samanburðar
að íslensk stjórnvöld hafi stigið það
skref að bjóða erlendum sérfræð-
ingum sem flytjast hingað til lands
að greiða ekki skatt af fjórðungi
tekna sinna í þrjú ár. Til að keppa
við staði eins og Kanada myndi
þurfa að gera enn betur, og þá ekki
aðeins með fjárhagslegum hvötum
heldur líka með því að ryðja úr vegi
hindrunum sem gera íslenskum fyr-
irtækjum erfitt um vik að ráða til
sín fólk frá löndum utan EES.
„Undanfarna daga hefur átt sér stað
umræða um að Ísland sé í raun orð-
ið uppselt, og mikil vöntun á fólki
með menntun og reynslu á
ákveðnum sviðum. Það er svo margt
sem þarf að ganga upp til að fá eft-
irsótta sérfræðinga til að koma til
landsins, og getur langdregið og
flókið ferli við að fá atvinnuleyfi
dregið mjög úr áhuga þeirra, enda
hafa þau úr mörgum góðum kostum
að velja. Einnig kemur inn í mynd-
ina hvort þetta fólk, sem myndi taka
fjölskylduna með sér, getur gengið
að því vísu að börnin þeirra fái
vandaða menntun hér á landi, að
fjölskyldan geti fundið gott húsnæði
og njóti góðrar félagslegrar þjón-
ustu.“
Einnig þarf, að mati Erlendar, að
hækka endurgreiðsluhlutfall vegna
rannsóknar- og þróunarkostnaðar,
og breyta þeim skilyrðum sem gilda
í dag um skattaafslátt vegna fjár-
festinga í sprotum. „Reglurnar
kveða á um að fjárfestarnir megi
ekki vera tengdir frumkvöðlunum til
að fá skattaafsláttinn, en það end-
urspeglar ekki veruleikann í sprota-
umhverfinu þar sem fyrstu fjárfest-
arnir eru oftar en ekki ættingjar og
vinir.“
Glufur og gallar
Að auki væri æskilegt að nema úr
gildi reglur sem kveða á um að
frumkvöðlar reikni sér ákveðin lág-
markslaun, eftir tilteknum viðmið-
unartöxtum, og greiði tekjuskatta
og önnur gjöld af þeirri upphæð þó
svo að þeir kjósi að greiða sér lítil
eða engin laun, og jafnvel þó rekst-
urinn hafi litlar sem engar tekjur.
„Oft er það verðmætasta sem frum-
kvöðull getur lagt fyrirtæki sínu til
á fyrstu mánuðunum og árunum að
vinna á litlum launum eða jafnvel
launalaust á meðan hann byggir
starfsemina upp,“ segir Erlendur.
„Það er hægt að skilja hvernig þess-
um reglum er ætlað að koma í veg
fyrir að eigendur fyrirtækja greiði
ekki eðlilega skatta, en fyrir sprota-
fyrirtæki geta þessar reglur verið
ósanngjarnar og verulegur baggi.“
Síðast en ekki síst segir Erlendur
að þurfi að fylla í ýmsar glufur í
fjármögnunarumhverfi sprota.
Nokkrir öflugir fjárfestingarsjóðir
hafi komið fram á sjónarsviðið á
undanförnu árum en umsvif þeirra
séu sveiflukennd og á milli fjárfest-
ingatímabila komi löng hlé þar sem
sjóðirnir eru lokaðir og framboð á
fjármagni af skornum skammti á
meðan. „Íslenskir sprotar eru líka
að reka sig á að vöntun er á vaxt-
arfjármagni þegar fyrirtæki eru
komin upp að ákveðinni stærð, og
vilja t.d. fara úr 50 starfsmönnum
upp í 200 eða 300,“ segir Erlendur.
„Lausnin gæti verið fólgin í því að
laða erlent fjármagn til landsins, og
gera Ísland sýnilegra sem fjárfest-
ingarkost fyrir erlenda fjárfesta.“
AFP
Tæknimenn grannskoða kanadíska rafmyntanámu. Erlendur segir Kanada
hafa náð góðum árangri með því að skapa sprotum mjög hagfelld skilyrði.
Mörgu þarf að breyta í sprotaumhverfinu
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Taka þarf mið af því hvers
konar fríðindi og stuðning
önnur lönd bjóða frum-
kvöðlum. Glufur eru í fjár-
mögnunarumhverfinu og
skortur á vaxtarfjármagni.
Erlendur Steinn
Guðnason
Viðskiptaráð
Gunnar Dofri Ólafs-
son hefur verið ráð-
inn lögfræðingur
Viðskiptaráðs Ís-
lands. Gunnar er
með meistarapróf í lögfræði frá
Háskóla Íslands og hefur víðtæka
reynslu af bæði lögfræðistörfum
og störfum í fjölmiðlum, að því er
fram kemur í tilkynningu.
Gunnar Dofri starfar nú á Við-
skiptablaðinu en starfaði áður m.a.
sem lögfræðingur hjá Umboðs-
manni Alþingis og hjá Rauða
krossinum á Íslandi.
Gunnar Dofri ráðinn
lögfræðingur
Origo Björn Mark-
ús Þórsson hefur
verið ráðinn sér-
fræðingur í miðlæg-
um lausnum hjá
upplýsingatækni-
fyrirtækinu Origo.
Í tilkynningu frá félaginu segir að
Björn Markús búi yfir viðamikilli
reynslu en hann hefur komið að
fjölmörgum innleiðingum tölvu-
kerfa og rekstri upplýsingatækni-
kerfa hjá ólíkum fyrirtækjum á liðn-
um árum. Björn var áður deildar-
stjóri tölvudeildar Mannvits og
sérfræðingur hjá Advania.
Björn ráðinn sérfræðing-
ur í miðlægum lausnum
VISTASKIPTI
FRUMKVÖÐLAR
Nökkvi Fjalar
Orrason, fram-
kvæmdastjóri Átt-
unnar og eigandi
CAI-Social Media,
er í 13. sæti á nýj-
um lista Nordic
Business Forum
yfir áhrifamestu
aðila í viðskiptalíf-
inu í Norður-Evrópu, 25 ára og yngri.
Í kynningu á Nökkva á heimasíðu
Nordic Business Forum segir að ef
efni [á netinu] sé númer eitt í dag, þá
sé Nökkvi þar krónprinsinn. Rakið er
hvernig Nökkvi byrjaði fyrst að búa til
og birta sniðug myndbönd á Facebook
og YouTube, og stofnaði síðan afþrey-
ingarfyrirtækið Áttuna árið 2014, að-
eins 20 ára að aldri. Þá segir að árið
2016 hafi hann fært starfsemina alfarið
yfir á netið.
Nökkvi Fjalar
Orrason
Á meðal áhrifamestu undir 25