Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 16
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Heil eyja sett á sölu
Hætta við að fjárfesta í hótelum
Crossfit gefur vel
Gert að greiða 426 milljónir í skatt
Nokkrir hafa stöðu sakbornings
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Tilboð sem Flugfélagið Ernir hefur
boðið félagsmönnum í verkalýðs-
félögum á þeim stöðum sem félagið
flýgur til undanfarin misseri, eru farin
að „bíta það í bakið“, eins og Hörður
Guðmundsson forstjóri félagsins lýsir
því í samtali við ViðskiptaMoggann.
Vinsældir tilboðsins, sem hljóðar upp á
að hægt er að kaupa flugmiða á 8.900
krónur, hafa verið svo miklar að mið-
arnir eru að verða of stór hluti af ódýr-
ustu miðum félagsins. „Við gerðum
upphaflega ráð fyrir því að 10-15% af
flugmiðunum yrðu á þessu verði, en
þetta hefur verið svo vinsælt að fólk er
að ganga sérstaklega í verkalýðs-
félögin til að geta nýtt sér tilboðið,“
segir Hörður.
Hann segir að Ernir hafi verið að
bjóða félögunum allt að þúsund miða í
pökkum, en til að geta nýtt tilboðið á
þessu verði þarf fólk að bóka sjálft sitt
flugfar með tölvukóða frá skrifstofu
stéttarfélaganna.
Hörður segir að upphaflega hafi
Ernir byrjað að bjóða verkalýðsfélög-
unum þessa miða til að auka söluna á
rólegustu mánuðum ársins, þegar
minna var umleikis, og þannig fengið
tekjurnar strax.
„Molar eru líka brauð, það þarf að
halda þessu gangandi,“ segir Hörður,
og segir að enginn niðurgreiði miðana,
nema flugfélagið sjálft.
Skattsporið umfangsmikið
Hörður er reyndar ómyrkur í máli
hvað varðar skattspor félagsins, en
óhætt er að ætla að lítið sitji eftir í vasa
flugfélagsins þegar skatturinn dregst
frá miðaverðinu. „Ef maður dregur frá
skattsporið, þ.e. launaskatta, lending-
argjöld, farþegaskatt, yfirflugsgjöld,
kolefnisgjald og brennslugjald, ásamt
virðisaukaskatti, sem við fáum ekki
endurgreiddan þar sem við inn-
heimtum ekki vask af farþegum, þá
skila sér 1.900 krónur í okkar vasa.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugfélagið Ernir rekur fjórar 19 sæta vélar og í júní bætist við ný 32 sæta vél.
Of miklar vin-
sældir flugs
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Flugfélagið Ernir hefur
um skeið boðið félögum
verkalýðsfélaga ódýra
flugmiða, þrátt fyrir
íþyngjandi skattspor.
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Kærasta mín sendi mér skilaboð ígær þess efnis að hún hefði
borgað 980 krónur til þess eins að fá
að busla í Laugardalslaug í smá
stund. Hún var hneyksluð. Skila-
boðin hennar voru meira að segja í
caps lock. Hún fylgdi þessu eftir
með spurningunni – „Hvað er að Ís-
landi?“.
Ég tjáði henni það að einungisværi svona dýrt í sund vegna
allra túristanna. Ef að hún keypti
sundkort þá væri þetta miklu, miklu
ódýrara. Hún svaraði mér ekki, ef-
laust farin ofan í laug og lét þetta
yfir sig ganga.
Við búum í samfélagi þar sem viðreynum eftir fremsta megni að
hrista peningana úr vösum ensku-,
þýsku- og kínverskumælandi gesta
okkar. Því þetta er bara fólk sem
kemur, og svo fer það. Við síðan
sjáum þetta lið aldrei aftur!
Einhvers staðar þarf þó að fátekjur í kassann, ég skil það
vel. Betra að það komi úr vösum
ferðamanna heldur en okkar. En
þetta hefur smitast í alla kima sam-
félagsins. Bjórinn kostar jafn mikið
og hádegismatur á besta stað í bæn-
um fyrir 10 árum. Eina sem heldur
námsmönnum gangandi í dag eru
„NOVA tilboð“ og Bláa kort Arion
banka, því þannig fær maður mat á
viðráðanlegu verði.
Eitt er hins vegar víst, ég ætla aðkaupa mér sundkort.
Stund í
sundi
Í tillögum nefndar um ramma pen-ingastefnu, sem kynntar voru í
fyrradag, er meðal annars vikið að
mikilvægi þess að auka upplýs-
ingagjöf og gagnsæi í starfsemi
Seðlabanka Íslands, auk þess sem
væntingastjórnun og ímyndartengd
mál koma við sögu. Nefndin segir að
bankinn hafi ekki sinnt fræðslu-
hlutverki sínu nægjanlega vel,
hvorki um peningastefnuna almennt
né hlutverk Seðlabankans. Segir í
tillögunum að bankinn skuli auka
fræðslu um peningastefnuna og gildi
verðbólgumarkmiðs „með það að
markmiði að auka skilning almenn-
ings á þeim möguleikum og tak-
mörkunum sem eru til staðar og
stuðla að aukinni sátt um stefnuna“.
Nefndin tekur dæmi af Seðla-banka Nýja Sjálands en þar á
bæ leggja menn sig í líma við að upp-
lýsa almenning og grunn-, fram-
halds- og háskólanema, og halda úti
öflugu kynningarstarfi á vef sínum.
Varðandi upplýsingagjöf oggagnsæi gagnvart markaðs-
aðilum telur nefndin að betri vænt-
ingastjórnun þurfi að koma til, og
aukið gagnsæi við vaxtaákvarðanir,
en einnig betri leiðbeiningar við
setningu vaxta í framtíðinni.
Nefndin rökstyður þessa tillögusína með því að vísa til mæl-
inga á viðbrögðum markaðarins við
vaxtaákvörðunum bankans. Við-
brögð á skuldabréfamarkaði voru
skoðuð hjá öðrum verðbólgumark-
aðsríkjum á vaxtaákvörðunardegi,
og reyndust sveiflur á markaðskröfu
á Íslandi á vaxtaákvörðunardegi allt
að þrefalt meiri en í Svíþjóð og tvö-
falt meiri en í Noregi.
Einnig vísar nefndin til ímyndar-mála bankans og birtir niður-
stöðu könnunar meðal stjórnenda
fyrirtækja þar sem spurt var spurn-
ingarinnar hvort að stefna seðla-
bankans hefði jákvæð áhrif á efna-
hagslífið. Það er skemmst frá því að
segja að þar lenti Ísland langneðst í
samanburði við öll hin Norðurlöndin.
Á tímunum sem við lifum í dag eraukið gagnsæi mál málanna.
Umræða og upplýsingar eru betri en
gamaldags feluleikur. Fyrir Seðla-
bankann, sem gárungarnir kalla
Svörtuloft, er greinilega þörf á
bættri ímynd, öllum til heilla.
Meiri upplýsingar
úr Svörtuloftum
Vöruviðskipti við út-
lönd í maí voru óhag-
stæð um 12,8 milljarða
króna samkvæmt
bráðabirgðatölum.
12,8 milljarða
halli í maí
1
2
3
4
5
SETTU STARFSFÓLKIÐ
Í BESTA SÆTIÐ