Morgunblaðið - 27.06.2018, Side 1
Landsliðið tapaði fyrir Króötum
Strákarnir okkar á leiðinni heim
Króatar með fullt hús stiga
Víðir Sigurðsson
Teitur Gissurarson
Draumur Íslendinga um að komast í
sextán liða úrslit á heimsmeistara-
móti karlalandsliða í knattspyrnu
varð að engu í gær þegar Ísland tap-
aði fyrir Króatíu, 2:1.
Eftir þrjá leiki í D-riðli hefur ís-
lenska liðið lokið keppni en Íslend-
ingar gerðu jafntefli við Argentínu í
sínum fyrsta leik og töpuðu næstu
tveimur, gegn Nígeríu og Króatíu.
Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð
Finnbogason skoruðu mörk Íslend-
inga á mótinu en síðara markið gerði
Gylfi þegar hann þrumaði boltanum
í þaknetið úr vítaspyrnu í gær.
Geta verið stoltir
„Þrátt fyrir að við séum núna úr
leik þá getum við verið mjög stoltir,“
sagði Gylfi Þór eftir leikinn í gær og
benti á mikilvægi þess að nýta færin
sín þegar komið er á stóra sviðið.
Óvíst er hver framtíð Heimis
Hallgrímssonar, þjálfara landsliðs-
ins, verður en hann sagðist í gær-
kvöldi ætla að taka sér 1-2 vikur til
að ákveða það.
„Það mega ekki verða miklar
breytingar,“ sagði Gylfi Þór en Ís-
land hefur undir handleiðslu Heimis
sem aðstoðarþjálfara og þjálfara far-
ið í fyrstu tvö skipti á stórmót, á EM
og HM.
„Strákarnir sýndu úr hverju þeir
eru gerðir, að þeir gefast aldrei
upp,“ sagði Heimir og bætti við: „Ég
gæti ekki verið stoltari af strákun-
um.“
Hvert er framhaldið?
Króatar báru höfuð og herðar yfir
aðra í D-riðli en þeir unnu alla leiki
sína í riðlakeppninni og enduðu með
fullt hús stiga. Úrúgvæ, Spánn og
Frakkland unnu einnig sína riðla en
í dag mun ráðast hverjir það verða
sem vinna E- og F- riðil.
Morgunblaðið/Eggert
Leiðtogarnir Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson faðmast eftir síðasta leik Íslands á HM 2018.
Börðust til síðasta blóðdropa
Átök Emil Hallfreðsson og Gylfi Sigurðsson áttu báðir góðan leik í gær. Því miður átti Ivan Perisic, sem sést hér berjast um boltann við Emil, góðan leik líka en hann skoraði lokamark leiksins.
M HM 2018 » 4, 6, 18 og Íþróttir
M I Ð V I K U D A G U R 2 7. J Ú N Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 149. tölublað 106. árgangur
FER UM OG SKOÐ-
AR STAÐI SEM
ERU Í FRÉTTUM
BLEYTAN ER
GÓÐ FYRIR
SNIGLA
LEITA AFTUR Í
GRUNNATRIÐIN
Á NÝRRI PLÖTU
SPÁNARSNIGLAR 11 HLJÓMSVEITIN ÁRSTÍÐIR 30HLYNUR STEINSSON 12