Morgunblaðið - 27.06.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Með því að skoða upptökur á vef
Reykjavíkurborgar getur hver og
einn fullvissað sig um þá staðreynd að
ég ásaka aldrei starfsmenn Reykja-
víkurborgar, hvorki einn né neinn í
þessum efnum
og nafngreini þá
heldur ekki,“
segir Marta
Guðjónsdóttir,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins, um
minnisblað sem
lagt var fram á
fundi forsætis-
nefndar á mánu-
daginn og er
undirritað af skrifstofustjóra borgar-
stjórnar, Helgu Björk Laxdal. Marta
ætlar að senda frá sér yfirlýsingu um
málið í dag en hún hyggst taka málið
upp aftur.
„Ég sit í forsætisnefnd en málinu
var frestað þar. Ég mun taka málið
upp aftur í forsætisnefnd en ég á eftir
að íhuga með hvaða hætti það verð-
ur.“
Ólögmætar ásakanir
Í minnisblaðinu kemur fram að
skrifstofustjóri borgarstjórnar telji
að ákvæði sveitarstjórnarlaga um
réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa
hafi verið brotin á borgarstjórnar-
fundi ásamt siðareglum kjörinna full-
trúa hjá Reykjavíkurborg þegar
borgarfulltrúar minnihlutans höfðu
uppi ásakanir, án þess að leiðrétta
þær síðar meir, „um að starfsmenn
hefðu brotið trúnað, lekið trúnaðar-
gögnum og/eða brotið starfsskyldur
sínar á alvarlegan hátt. Borgar-
fulltrúinn Hildur Björnsdóttir tók til
máls á fundinum, hafði uppi ásakanir
um leka á trúnaðargögnum og nafn-
greindi undirritaða í ræðustól, vit-
andi það að enginn maður utan borg-
arstjórnar getur tekið til máls á
borgarstjórnarfundi,“ segir í minnis-
blaðinu.
Fulltrúar virði verkaskiptingu
Í siðareglunum sem um ræðir er
mælst til þess að kjörnir fulltrúar
gæti þess að „fara ekki út fyrir um-
boð sitt í störfum sínum“. Einnig
skulu kjörnir fulltrúar „virða verka-
skiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkur-
borgar“ og „sýna störfum og réttind-
um annarra kjörinna fulltrúa og
starfsmanna Reykjavíkurborgar til-
hlýðilega virðingu,“ eins og kemur
fram í minnisblaðinu. Þar er einnig
bent á það að Marta hafi verið fyrst til
að fullyrða að „framlagning sameig-
inlegs lista Sjálfstæðisflokksins,
Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og
Flokks fólksins við hlutfallskosningu í
þau ráð, nefndir og stjórnir sem voru
á dagskrá borgarstjórnar væri trún-
aðarmál og innihéldi trúnaðarupplýs-
ingar sem aðrir borgarfulltrúar hefðu
ekki átt að hafa aðgang að fyrir fund
borgarstjórnar“. Samkvæmt minnis-
blaðinu stenst sú staðhæfing ekki og
„upplýsingar um nöfn þeirra aðila
sem lagt er til að taki sæti þegar kosn-
ingar nefnda, ráða og stjórna á vegum
Reykjavíkurborgar eru teknar á dag-
skrá borgarstjórnar, geta aldrei verið
trúnaðarmál en um það atriði vísast
til sveitarstjórnarlaga og samþykktar
um stjórn Reykjavíkurborgar og
fundarsköp borgarstjórnar“.
Í niðurstöðum fyrstu greinar
minnisblaðsins er lagt til að sérstöku
námskeiði sé bætt við fyrir borgar-
fulltrúa „þar sem sérstaklega er farið
yfir muninn á opnum og lokuðum
fundum, muninn á fundargögnum
þeirra funda, hvaða gögn eru trún-
aðarmerkt og hvers vegna ákvæði
eru um það í samþykktum að fundar-
gögn borgarstjórnar skuli vera að-
gengileg öllum“.
Óskað eftir áliti nefndar
Í niðurstöðu annarrar greinar
minnisblaðsins er óskað eftir því að
forsætisnefnd grípi til viðeigandi ráð-
stafana vegna málsins og leiti til siða-
nefndar Sambands íslenskra sveitar-
félaga en sambandið hefur skipað
nefnd sem gefur álit á siðareglum og
ætluðum brotum á þeim.
Hyggst taka mál um brot
á siðareglum upp að nýju
Segist aldrei hafa ásakað starfsfólk Reykjavíkurborgar um brot í starfi sínu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Borgarstjórnarfundur Það er varla hægt að segja að samstarf minnihlutans og meirihlutans hafi farið vel af stað.
Marta
Guðjónsdóttir
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Einar Páll Svavarsson, fulltrúi íbúa í
Mánatúni 7-17, segir íbúa munu
leggja fram kæru vegna umdeildrar
háhýsabyggðar í Borgartúni. Skipu-
lagsstofnun gerði athugasemdir við
skipulagið í apríl.
„Það verður látið reyna á þetta
mál alveg til loka. Við munum nýta
okkur þau úrræði sem í boði eru,
sem eru þau að kæra málið til úr-
skurðarnefndar umhverfis- og auð-
lindamála. Það ræðst af úrskurð-
inum hvort málaferli séu næsta
skref,“ segir hann.
Allt að 65 íbúðir
Fjárfestar áforma að byggja 65
íbúðir og atvinnuhúsnæði á jarðhæð
Borgartúns 24. Miðað við verð nýrra
íbúða á svæðinu er um milljarða
uppbyggingu að ræða.
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti í febrúar breytt deiliskipulag
lóðarinnar. Lögmaður húsfélags
Mánatúns 7-17 hafði þá komið á
framfæri mótmælum til skipulags-
fulltrúa. Fyrirhugaðar skipulags-
breytingar væru í andstöðu við lög
og brytu gegn lögvörðum hags-
munum íbúa Mánatúns.
Skipulagsstofnun gerði í apríl sl.
athugasemdir við breytingar á deili-
skipulaginu. Næst dró til tíðinda í
málinu þegar borgarráð samþykkti
hið breytta deiliskipulag Borgartúns
24 fyrr í þessum mánuði.
Skipulagsstofnun telur að með því
hafi borgin uppfyllt lagaskyldu um
að bregðast við athugasemdum
stofnunarinnar. Málið sé úr hennar
höndum. Borgin muni að óbreyttu
geta veitt framkvæmdaleyfi.
Teikning/Yrki arkitektar
Drög Hluti fyrirhugaðrar uppbygg-
ingar í Borgartúni 24 í Reykjavík.
Munu kæra háhýsa-
byggð í Borgartúni
Fulltrúi íbúa í
Mánatúni segir
málinu ekki lokið
Íris Róberts-
dóttir, bæjar-
stjóri í Vest-
mannaeyjum,
hefur sagt sig úr
stjórn Vinnslu-
stöðvarinnar eft-
ir nokkurra ára
setu. Tilkynnti
hún afsögn sína
til stjórnar-
formanns síðasta föstudag, segir Ír-
is í samtali við Morgunblaðið. Mun
varamaður í stjórn Vinnslustöðv-
arinnar koma í hennar í stað.
„Það kom ekki annað til greina.
Ég var búin að láta vita af þessu en
gerði það svo formlega þegar búið
var að samþykkja ráðninguna í
bæjarstjórn. Ég tók ekki við hlut-
verki bæjarstjóra fyrr en 24. júní
og var þá búin að segja mig frá
stjórn Vinnslustöðvarinnar,“ segir
Íris, en bæjarstjórn samþykkti á
fundi sínum síðasta fimmtudag að
ráða Írisi sem bæjarstjóra. Er hún
fyrsta konan sem gegnir því emb-
ættti í Eyjum. Íris er oddviti H-list-
ans, Fyrir Heimaey, sem myndaði
nýjan meirihluta með Eyjalistanum
eftir sveitarstjórnarkosningarnar í
vor.
Íris fer úr stjórn VSV
Íris Róbertsdóttir
Lögreglan á
Suðurnesjum
tilkynnti um
sjö manns
grunaða um
akstur undir
áhrifum
vímuefna
undanfarna daga, þar af einn með
rútu fulla af farþegum. Fjórir voru
réttindalausir, þar af einn með fals-
að ökuskírteini.
Á annan tug manna voru ákærðir
fyrir hraðakstur og tilkynnt var um
fimm umferðarslys, þar sem einn
keyrði út af, annar á ljósastaur eftir
að hafa verið að fikta í útvarpinu,
ökumaður vespu keyrði á bifreið,
einn hafði ekki virt stöðvunar-
skyldu og lenti þannig í árekstri við
aðra bifreið og maður um tvítugt
slasaði sig á krossara við malar-
námu. Flytja þurfti þrjá á slysa-
deild til aðhlynningar. Skráningar-
númer voru fjarlægð af tíu bif-
reiðum sem ýmist voru óskoðaðar
eða ótryggðar.
Dagbók lögreglu