Morgunblaðið - 27.06.2018, Side 12

Morgunblaðið - 27.06.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 FAI varahlutir Ódýrari kostur í varahlutum! stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár. Framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvalá Niðri við ós fellur fossinn fram og er vatnsrennslið nærri 20 lítrar á sekúndu. Fyrir allmörgum árum var reist göngubrú yfir ána á þessum slóðum, enda fara margir hér um, til dæmis göngufólk af Hornströndum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ó snortin náttúran við Ófeigsfjörð er heillandi og hvergi hef ég séð víðfeðmari breiður af holtasóley, íslenska þjóðarblóminu. Kraft- urinn í Hvalá er mikill og ég skil vel að menn vilji virkja. Sjálfur vil ég samt þyrma þessu svæði, en kom hingað til að kynna mér að- stæður og mynda afstöðu byggða á þekkingu og eigin reynslu,“ segir Hlynur Steinsson, nemi í líffræði við Háskóla Íslands. Veifaði þumli Við erum stödd á Ströndum og komin í Ingólfsfjörð, þar sem grýttur vegur liggur um fjöru- steina. Þetta er leiðin í Ófeigsfjörð og þangað fór Hlynur, sem veifaði þumli og fékk far með blaðamanni þegar hann sá að ekki yrði lengra komist á Toyotu Yaris. Hlyni var þó ekkert að vanbúnaði; var í gönguskóm og lopapeysu og með kíki og myndavél um hálsinn. Steríótýpa af landkönnuði og hin- um frjálsa förusveini. Leiðin lá fyrir Seljanes og svo inn Ófeigsfjörð, þar sem standa reisuleg íbúðarhús enda dvelst fólk þarna yfir sumarið. Og leiðin var greið; frásagnir af því að landeig- endur hefðu lokað veginum rangar. Greiðfært var yfir vaðið á Húsá, skammt frá Ófeigsfjarðarbænum, en þaðan liggur slóði að Hvalá sem niðri við ós fellur í miklum fossi. Blákalt bergvatn Ef Hvalá verður virkjuð er ætlunin að miðla bláköldu berg- vatni úr ám og vötnum uppi á heið- um og veita í Hvalá um göng í stöðvarhús sem byggt verður neð- anjarðar, nærri ós. Virkjað rennsli yrði um 20 metrar á sekúndu og framleidd raforka 55 MW. Er framkvæmd þessi talin þýðingar- mikil fyrir raforkuöryggi Vest- fjarða, enda er fólk í héraði al- mennt áfram um þessar fram- kvæmdir. Um verkefni af þessum toga eru þó jafnan skiptar skoð- anir og því eðlilegt að margir hafi lagt leið sína á þessar slóðir til að skoða staðhætti og heyra afstöðu fólks. Hef myndað mér skoðun „Hvarvetna er ósnortin nátt- úra á undanhaldi; það gerir friðun á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar á Ströndum mikilvæga að mínu mati. Ég kom hingað án þess að hafa neina afgerandi afstöðu til fyrir- hugaðra framkvæmda hér, en núna hef ég myndað mér skoðun. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn á orkumálum Vestfirðinga en virkja Hvalá,“ segir Hlynur Steins- son, sem er sumarstarfsmaður hjá Landgræðslu ríkisins. Hefur þar það hlutverk að aðstoða fræðimenn við ýmsar rannsóknir á gróðri og breytingum á landinu. Náttúruvís- indafólk hefur til dæmis mikinn áhuga á víðfeðmum birkiskógi sem hefur á fáum áraum sprottið upp á Skeiðarársandi og stækkar ört. Stefnir í Þjórsárver „Næst þarf ég að fara að Hverfisfljóti á Síðu, en virkj- unarframkvæmdir þar eru í bí- gerð. Staðir sem eru í fréttum vekja alltaf áhuga minn og félaga minna, sem nú eru að undirbúa leiðangur inn í Þjórsárver, þann einstaka stað inni við Hofsjökul,“ segir Hlynur. Förusveinn í kynnisför í Ófeigsfjörð Hvalá í Ófeigsfirði er víða til umræðu um þessar mundir, en áform eru uppi um að þar skuli virkjað. Skoðanir eru heitar og skipta fólki í fylkingar. Norð- anverðar Strandir eru áhugavert svæði og þangað fór Hlynur Steinsson líf fræðinemi til að kynna sér að- stæður og mynda sér skoðun á málinu. Landkönnuður „Staðir sem eru í fréttum vekja alltaf áhuga minn,“ segir Hlynur Steinsson, hér sitjandi á mosakletti við straumþunga ána. Holtasóley Við Ófeigsfjörð eru miklar breiður af íslenska þjóðarblóminu sem er fallegt og dafnar vel við hin hörðu skilyrði sem eru á Ströndum. Dagskrá Humar- hátíðar, sem er bæjarhátíðin á Höfn í Hornafirði, hefst á morgun, fimmtudag, og þá verða m.a. ýmsir viðburðir við hæfi yngstu gestanna. Á föstudag má vænta þess að fólk muni víða malla humarsúpu heima við hús, í að- draganda þess að farið verður í skrúðgöngu á hátíðarsvæði í bænum þar sem verður margvísleg skemmt- an. Einnig verður bryddað upp á ýmsu skemmtilegu á laugardag, svo sem heimsmeistarakeppni í hornafjarðar- manna, og um kvöldið verður dans- leikur með hljómsveitinni Stjórninni sem er þrjátíu ára um þessar mundir. Bæjarhátíð á Hornafirði Höfn Humarbær- inn er góður. Humar og Stjórnarball

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.