Morgunblaðið - 02.07.2018, Síða 1
M Á N U D A G U R 2. J Ú L Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 153. tölublað 106. árgangur
ÍSLANDSMEIST-
ARAR Í HOLU-
KEPPNI KRÝNDIR NÝR UMDÆMISSTJÓRI
STJÚPFJÖL-
SKYLDUR Í MINNI-
HLUTASTÖÐU
RÓTARÝHREYFINGIN 12 VALGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR 26ÍÞRÓTTIR 1
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Í gær tóku gildi uppsagnir tólf ljósmæðra,
þriggja á fæðingarvakt og níu á meðgöngu- og
sængurlegudeild Landspítala. Uppsagnirnar eru
afleiðing um tíu mánaða kjaradeilu Ljósmæðra-
félags Íslands og ríkisins. Morgunblaðið ræddi
við sex þessara tólf ljósmæðra, en allar segja
þær það hafa verið afar erfitt að kveðja starfið.
Þá hafi þær vonast til að samkomulag myndi
nást áður en uppsagnirnar tækju gildi.
Spurðar hvort þær sjái eftir því að hafa sagt
upp starfi sínu svara þær allar neitandi. Með
uppsögnunum vonast þær til þess að málið kom-
ist á hreyfingu. „Við viljum að ráðamenn fari að
beita sér í málinu. Bjarni Benediktsson (fjár-
málaráðherra) heldur um veskið en ég skelli
samt mestri skuld á forsætisráðherrann, Katrínu
Jakobsdóttur, sem hefur valdið. Hún hefur ekki
staðið sig,“ segir María Rebekka Þórisdóttir, ein
ljósmæðranna sem létu af störfum í gær.
Í gær héldu ljósmæðurnar að tröppum stjórn-
arráðshússins og skildu þar eftir skó sína. Með
því vildu þær vekja athygli á bágri launastöðu
stéttarinnar.
Yfirvinnubann tekur gildi um miðjan júlí
Auk uppsagnanna var yfirvinnubann ljós-
mæðra samþykkt í gær, með um 90% atkvæða,
en það mun taka gildi um miðjan mánuðinn og
er ætlað til að knýja á um bætur í kjarabarátt-
unni. Bannið mun gilda á öllum heilbrigðisstofn-
unum hér á landi, að undanskildum heilsu-
gæslum.
Ljóst er að uppsagnirnar og yfirvinnubannið
munu hafa mikil áhrif á starfsemi viðkomandi
deilda. „Við undirbjuggum okkur fyrir þetta síð-
ustu tíu daga. Þrátt fyrir það vonaðist maður al-
veg fram á síðustu stundu til að þetta myndi
leysast,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljós-
móðir meðgöngu- og sængurlegudeildar Land-
spítala.
Í kjölfar uppsagnanna er ráðgert að boðað
verði til fundar í velferðarnefnd Alþingis á
þriðjudag.
Lögðu skó við þröskuld
stjórnarráðshússins
Uppsagnir tólf ljós-
mæðra tóku gildi í gær
auk þess sem yfirvinnu-
bann var samþykkt
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Ljósmæður Ella Björg Rögnvaldsdóttir, María Egilsdóttir, Guðrún I. Gunnlaugsdóttir, Kristín Helga
Einarsdóttir og María Rebekka Þórisdóttir lögðu skó á tröppur stjórnarráðshússins í gær.MDraumastarfið kvatt með trega »6
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Enskar merkingar í búðargluggum og búðum í
miðbænum eru að mati Eiríks Rögnvaldssonar,
prófessors í íslenskri málfræði við Háskóla Ís-
lands, „ein af birtingarmyndum enn stærra
vandamáls“. Eiríkur segir Íslendinga ekki lengur
hafa tilfinningu fyrir því að enskan sé erlent
tungumál heldur taki henni sem gefinni.
„Hún er orðin svo sjálfsögð í umhverfi okkar og
við höfum ekki lengur tilfinningu fyrir því að hún
sé gestur eða að hún sé í raun erlent tungumál.“
Þrátt fyrir að verslunareigendur vilji ná til
ferðamanna þarf ekki að úthýsa íslenskunni, segir
Eiríkur. „Menn vilja náttúrlega ná til ferðamanna
en það er engin nauðsyn að íslenskan hverfi af
þeim sökum.“
Hann telur nauðsynlegt að vitundarvakning
fari fram um nytsemi íslenskunnar „sem felur í
sér að fólk átti sig á því að íslenskan á alltaf við,
alls staðar“. Eiríkur hefur þó ekki hugsað sér að
fara í stríð við enskuna. „Hún má bara ekki valta
alveg yfir íslenskuna.“ »10
Enskan er orðin sjálfsögð á Íslandi
Prófessor segir Íslendinga ekki lengur líta á ensku sem erlent tungumál
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Enska Algengt er að skilti í búðum séu á ensku.
Deilur innan-
ríkisráðherra
Þýskalands,
Horsts Seehofers
(CSU), og kansl-
arans Angelu
Merkel (CDU),
um móttöku
flóttamanna,
náðu hámarki
um helgina eftir
samkomulag
Merkel við leiðtoga ESB á föstudag.
Samkomulagið þykir vera á
skjön við fyrirætlanir ráðherrans
og hefur hann nú hótað að segja af
sér embætti ásamt formennsku í
flokki sínum í Bæjaralandi. »15
Seehofer vill segja
af sér embætti
Horst
Seehofer
Mikið var um dýrðir á Lands-
móti hestamanna, sem hófst í gær-
morgun á svæði hestamanna-
félagsins Fáks í Víðidal. Mótið
hófst með fjölskyldudegi en frítt
var inn og boðið upp á skemmti-
dagskrá fram á kvöld fyrir ungu
kynslóðina. Þá var keppt í barna-
og unglingaflokkum þar sem
margir efnilegir knapar þreyttu
frumraun sína innan hestaíþrótt-
arinnar. Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands, mætti síðdegis og
gaf þátttakendum í barnaflokki
svokallaðar knapagjafir við mikla
lukku viðstaddra. Mótshaldarar
áætla að um þrjú þúsund manns
hafi verið á svæðinu í dag, en
þetta er í þriðja sinn í sögu lands-
mótsins sem það er haldið í
Reykjavík. Fjölbreytt fræðslu- og
skemmtidagskrá verður á mótinu
samhliða keppni alla næstu viku
en formleg setning er á fimmtu-
dag. »8 og 11
Landsmót hesta-
manna er hafið
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Landsmót Hestamenn koma nú saman.
Vinnumarkaðurinn
að verða tvískiptur
Mikið hefur fjölgað í hópi útlend-
inga sem flytjast til Íslands á vegum
starfsmannaleiga og starfa hér í
skemmri eða lengri tíma. Fyrir
hrun komu starfsmannaleigurnar
einkum að verklegum fram-
kvæmdum en útvega í dag starfs-
fólk víðar, t.d. í ferðaþjónustu.
Gylfi Magnússon, dósent í við-
skiptafræðideild HÍ, og meðhöf-
undar hans birtu nýlega fræðigrein
þar sem viðraðar eru áhyggjur af
að þetta fólk búi á margan hátt við
lakari kjör en heimamenn. Starfs-
fólk starfsmannaleiganna þekki
ekki alltaf rétt sinn og sé í erfiðri
stöðu til að krefjast betri kjara
enda mjög háð vinnuveitanda sín-
um. »14