Morgunblaðið - 02.07.2018, Page 27

Morgunblaðið - 02.07.2018, Page 27
lítill tími til að laga hlutina og sætt- ast ef eitthvað kæmi upp á þann tima sem þau væru hjá henni. Eft- irgjöf á heilbrigðum mörkum er ekki bara barni óholl og eykur hættuna á að það upplifi kvíða og óöryggi, held- ur skapast líka erfiðar aðstæður í stjúpfjölskyldum og eftirgjöf for- eldris getur gert það að verkum að stjúpforeldri grípur inn í agamálin áður en tengsl hafa myndast.“ Glufur í kerfinu Valgerður segir það ekki hjálpa stjúpfjölskyldum að reglur og vinnu- brögð hins opinbera falla iðulega ekki að þessu fjölskylduformi. Af mörgu er að taka og sumt væri auð- velt að lagfæra. „Það skapar t.d. heilmikið vesen og ágreining um fjármálin að ákveðið hafi verið að barnabætur og meðlag fari allt á lög- heimili barnsins, óháð því hvort barnið skiptir tíma sínum jafnt á milli tveggja heimila. Ég er þeirrar skoðunar að ekki þurfi að blanda umræðu um lögheimili í málið til að leiðrétta þetta ójafnvægi. Ef fólk gerði foreldrasamning sín á milli sem staðfestur væri af sýslumanni, þar sem fram kæmi með hvaða hætti umgengni væri, mætti greiða bætur og meðlag eftir þeim samningi. Þetta myndi jafnvel líka kalla á vandaðri vinnubrögð foreldra sem eiga börn sem tilheyra tveimur heimilum og vilja ná samkomulagi. Ég held það væri til bóta og nokkuð sem kerfið ætti ekki að eiga erfitt með að laga sig að.“ Þykir Valgerði líka tilefni til að skoða að styðja sérstaklega við stjúpfjölskyldur og veita barna- fjölskyldum meiri eftirfylgni í skiln- aðarferlinu. „Það getur hreinlega verið lýðheilsuspursmál að hlúa vel að þessum fjölskyldum svo að börnin hafi betra bakland til að takast á við lífið. Ef að tengslin rofna á milli for- eldris og barns eru tengslin um leið rofin við afa og ömmu og frændgarð- inn. Það eru þessi tengsl sem styrkja okkur og hjálpa að glíma við þrautir lífsins.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is » Hinn árvissifornbíladagur var haldinn hátíð- legur í Árbæjar- safni í gær. Forn- bílaklúbbur Íslands sýndi merka bíla í eigu félagsmanna á safnsvæðinu og voru félagsmenn á svæðinu, ræddu við gesti og fræddu. Fornbíladagurinn var haldinn hátíðlegur í Árbæjarsafni Morgunblaði/Arnþór Birkisson Glæsilegir Fornbílarnir voru vandlega uppgerðir og stífbónaðir svo það næstum birti yfir Árbæjarsafninu. Flott drossía Árni Þorsteinsson við bíl sem kona hans, Guðný Sigurðardóttir, á. Kampakátir Guðbjartur Sigurðsson og Rúnar Sigurjónsson við fornbíl. Vöggugjöfin Ársæll Árnason við bíl sem gengið hefur milli kynslóða. Breytingar „Ég myndi segja að það væri hollt að gera ráð fyrir því eftir skilnað að foreldrar tækju reglulega stöðuna, s.s. á 6-12 mánaða fresti, og gerðu með sér það sem ég kalla foreldrasamning ,“ segir Valgerður Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.