Morgunblaðið - 02.07.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.07.2018, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 ✝ ÞórólfurÁgústsson fæddist 25. apríl 1928. Hann lést á húkrunarheimilinu Sunnuhlíð 25. júní sl. Þórólfur fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. For- eldrar hans voru Magðalena Níels- dóttir, f. 16.6. 1897, d. 21.5. 1975, húsmóðir frá Sel- látri á Breiðafirði, og Ágúst Pálsson, f. 26.8. 1896, d. 14.7. 1959, skipstjóri frá Höskuldsey á Breiðafirði, en þau bjuggu lengst af í Stykkishólmi. Systk- ini Þórólfs eru Guðmundur Kristján, f. 1918, d. 1978, Ásgeir Páll, f. 1921, d. 2003, Jón Dalbú, f. 1922, d. 2002, Sigurður, f. 1925, d. 2010, Dagbjört Elsa, f. 1926, d. 2011, Þóra, f. 1935 d.1996, Hrafnhildur, f. 1938 en hún býr í Bandaríkjunum. Þórólfur var tvo vetur við nám í Héraðsskólanum á Laug- arvatni og lauk þaðan lands- prófi. Eftir það stundaði hann nám við Loftskeytaskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan. Þann 16. júní 1951 kvæntist Hulda lést bjó Þórólfur í Hafn- arfirði og síðustu ár á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þórólfur og Hulda eignuðust tvö börn. Það eru 1) Ágúst Magni, f. 1961, bifvélavirki í Reykjavík og er sambýliskona hans Ásta Júlía Hreinsdóttir. Börn hans eru; a) Guðrún Mal- ena og á hún tvö börn, b) Þröst Þór, sambýliskona Guðbjörg Lára Sigurðard. og eiga þau einn son, c) Andri Már, sam- býliskona Hugrún Eva Valdi- marsd. og eiga þau einn son og d) Jónatan Magni, sambýliskona Halla Sunna Erlendsdóttir. 2) Erla, f. 1963, tónlistarkennari, kórstjóri og organisti í Dan- mörku. Árið 1954 tóku þau hjón að sér tíu mánaða gamla stúlku, Valgerði Kristjánsdóttur, f. 1953, hún ólst upp hjá þeim og á hún sex börn: Ingibjörgu Huldu, Halldór Fannar, Ragnar, Þórólf, Ágúst Pál og Erling Óskar. Þórólfur gegndi mörgum trúnaðarstörfum í Stykkishólmi, sat í stjórnum félaga, í hrepps- nefnd og söng í karla- og kirkju- kór. Hann tók jafnan þátt í kór- starfi þar sem hann bjó en eftir að hann flutti á höfuðborgar- svæðið söng hann hjá dóttur sinni í Kór átthagafélags Strandamanna og einnig í kór Bústaðakirkju og kór Árbæj- arkirkju. Útför Þórólfs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, klukkan 13. Þórólfur Huldu Þórðardóttur frá Miðhrauni í Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi, f. 1932, d. 1997. For- eldrar Huldu voru Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 1893, d. 1975, hús- freyja frá Mið- hrauni, og Þórður Kristjánsson frá Hjarðarfelli, f. 1889, d. 1969. Þórólfur og Hulda hófu sinn bú- skap í Stykkishólmi. Þórólfur var um tíma loft- skeytamaður á togara, stundaði ýms störf til sjós og lands. Hann var gjaldkeri og fulltrúi kaup- félagsstjóra hjá Kaupfélagi Stykkishólms og rak útgerð og fiskverkun í félagi við aðra í Stykkishólmi. Hann var útibús- stjóri KÁ í Þorlákshöfn í tvö ár og útibússtjóri við kaup- félagsbúð KB á Akranesi í fimm ár. Hann rak tvær kjörbúðir í Hafnarfirði ásam fjölskyldunni. Hann var einnig útibússtjóri hjá Kaupfélagi Ísfirðinga, Suður- eyri, útibússtjóri KVB á Tálkna- firði og á Patreksfirði. Þau hjón fluttu til Akraness en eftir að Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Elsku pabbi minn er látinn. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka og hversu mikið af því á að telja upp. Það sem kemur fyrst til mín er músík, og þá sérstaklega söngur- inn. Fyrstu kórarnir sem hann söng í voru kirkjukór Stykkishólms- kirkju og Karlakór Stykkishólms. Ég held að hann hafi eftir það verið duglegur við söng á öllum þeim stöðum sem þau mamma bjuggu á. Fyrsti kórinn sem ég söng með honum í var kirkjukór Akranes- kirkju. Nokkrum árum síðar sungum við svo saman í kirkjukór Bú- staðakirkju en sú kirkja var hon- um mikils virði. Einnig söng hann í Kór Átt- hagafélags Strandamanna en þá var mikið vatn runnið til sjávar, því nú var ég við stjórnina. Þá var hann ólatur við að fara á tónleika bæði hjá mér og öðrum. Hann talaði mikið um þann tíma sem hann var við nám á Hér- aðsskólanum á Laugarvatni þar sem hann söng meðal annars í kórnum. Hann var duglegur við að halda sambandi við skólafélaga sína frá þessum tíma og gerði það eins lengi og hann gat. Þá var hann eins og gangandi ættfræðibók og var alltaf hægt að fá allt að vita um það hverra manna þessi eða hinn væri eins og svo margt annað. Hans verður sárt saknað. Erla Þórólfsdóttir. Þegar ég kveð pabba er margs að minnast. Fyrst langar mig að rifja upp æskuminningar, öll ferðalögin og útilegurnar sem við fórum í. Á sjöunda áratugnum var m.a. farið til Ísafjarðar, norður á Melrakkasléttu, til Vopnafjarðar og Egilsstaða sem voru frekar löng ferðalög á þeim tíma fyrir ut- an tímann sem fór í að heilsa upp á öll skólasystkinin hans frá Laug- arvatni sem virtust vera út um allt land. Oftar en ekki þurfti að gista hjá þessu góða fólki sem mér fannst stundum frekar leiðinlegt, ekki af því að fólkið væri ekki gott eða skemmtilegt heldur langaði mig mikið frekar að vera í tjaldinu því það fannst mér mikið meira spennandi. Stundum velti ég fyrir mér hvað það hafi eiginlega verið margir í Laugarvatnsskóla á þess- um árum sem hann var þar í skól- anum, allavegana í barnsminninu hélt ég að þarna hefðu verið mörg hundruð manns miðað við alla sem hann þekkti og talaði um og við út um allt. Eftir að ég varð fullorðinn hef ég upplifað hvað þessi hópur stóð þétt saman alla tíð og hittist mjög reglulega. Við fluttumst nokkuð oft milli staða meðan ég bjó í foreldrahús- um. Úr Stykkishólmi til Þorláks- hafnar, upp á Akranes og til Hafn- arfjarðar. Þótt ég líti á það í dag sem tækifæri og reynslu sem hef- ur verið mér til framdráttar í lífinu þá var stundum erfitt að aðlagast og eignast nýja vini. En sjóndeild- arhringurinn er mun stærri hjá mér fyrir vikið. Á öllum þessum stöðum var hann fljótur að kynn- ast fólki og komast inn í kirkju- kóra og annað sem því fylgdi. Hann var frekar bjartsýnn maður og trúði engu slæmu eða illu um neinn og það varð honum stundum dýrkeypt, en dró samt aldrei úr honum kraftinn. Upp úr tvítugu flutti ég til Hornafjarðar og bjó þar í nær 18 ár og eftir að ég flutti aftur á höfuðborgarsvæðið kynntumst við alveg upp á nýtt. Ég var þá kom- inn í það hlutverk að geta gefið honum til baka tíma og aðstoð við eitt og annað sem til féll, t.d. var hann frekar slyngur í tölvunotk- un, dreif sig á tölvunámskeið fyrir eldri borgara, kominn nærri sjö- tugu og var bara nokkuð sleipur eftir það. En svo bilaði tölvan og það varð að uppfæra í Windows XP sem okkur fannst ekkert mál, en það voru ansi margar ferðir sem þurfti að fara til að kenna á hluti sem ekki voru eins og í gamla stýrikerfinu. Með þrautseigju tókst okkur að komast í gegnum það. Hann tók gríðarlegt magn af ljósmyndum alla tíð. Á síðari árum lét hann smátt og smátt skanna allt safnið og það var sett inn í tölvuna. Hann naut þess að skoða þær og senda öðrum til ánægju og glöggvunar. En það var ærið verkefni að fara í gegnum allar myndirnar, flokka þær og merkja. Hann var búinn að búa til skrá með upplýsingum um stóran hluta af myndunum og nota sitt eigið kerfi til að aðgreina það og tekst mér vonandi að stauta mig fram úr því með tíð og tíma. Í hvert sinn er ég kom til hans sagði hann ótal sögur frá fyrri tím- um, um lifnaðarhætti á hans yngri árum og hversu lífsbaráttan var hörð hjá kynslóð foreldra hans. Einnig hafði hann unun af því að ræða um ættfræði sem var eitt af hans uppáhaldsumræðuefnum: „Hverra manna ert þú?“ Það verða viðbrigði að geta ekki flett upp og spurt hann um menn og málefni og fróðleik um alla skapaða hluti. Hans verður sárt saknað en minningin lifir. Ágúst Magni. Elsku besti afi, pabbi, Þórólfur er látinn. Afi var mér svo mikið meira en bara afi. Hann var minn besti vin- ur og studdi mig með ráðum og dáð alla tíð. Og hann var líka föð- urímyndin mín, þó að enginn hafi mér vitandi beðið hann um það. Í faðmi afa var ég alltaf örugg, sama hvað gekk á. Hann var til staðar þegar ég fæddist, þegar ég byrjaði og lauk minni skólagöngu. Hann fór með mig í sunnudagaskóla þegar ég var lítil og hann fylgdi mér í allar messur í aðdraganda fermingar- innar minnar. Þegar ég svo kom til Íslands til að taka bílprófið var hann búinn að hafa samband við ökukennara og setja upp fyrsta ökutímann fyr- ir mig. Eftir að ég flutti til Noregs 1996 kom ég alltaf heim til afa á sumrin. Og alltaf var afi mættur út á flugvöll til þess að sækja mig. Hann kom alltaf með Freyjustaur og sykurskertan eplasvala eða Egils appelsín þegar hann kom og sótti mig og í dag er þetta orðin svo fastgróin hefð að alltaf þegar ég kem heim þarf sá eða sú sem sækir mig að koma með þetta handa mér. Annars finnst mér ég ekki vera heima. Þegar við bjuggum á Akranesi 1992-1994 keyrði afi mig oft í skól- ann á morgnana. Það passaði svo vel því hann þurfti að mæta í Rauðu mylluna á svipuðum tíma. Ég gleymi aldrei þeim óteljandi skiptum þegar ég var að fara í próf og hann kvaddi mig fyrir utan skólann með því að skyrpa þrisvar sinnum í öxlina á mér, svo mér myndi nú örugglega ganga vel í prófinu. Og þetta geri ég orðið sjálf við Ástrósu Erlu dóttur mína í dag, þótt henni finnist þetta með eindæmum asnalegt. Þegar Ástrós Erla byrjaði í leikskóla fór hún á Víðivelli, sem voru í næsta húsi við Hjallabraut- ina þar sem afi bjó. Og þar sem við foreldrarnir vorum að vinna í Reykjavík, þá hringdi ég stundum í afa og bað hann um að sækja skottuna í leikskólann. Og það var aldrei neitt vandamál og Ástrós Erla alsæl með að fá að fara með langafa heim. Enda átti hann allt- af kókómjólk og kex handa henni og það er í dag ekkert sem toppar það hjá henni. Ég kveð afa með söknuði en trúi því og treysti að nú sé hann loksins kominn í faðm Huldu ömmu aftur eftir 21 árs aðskilnað. Við afi áttum okkur lag, Mig langar upp í sveit, sem við sungum óspart á ferðum okkar yfir Stein- grímsfjarðarheiðina, þegar við vorum að keyra á milli Suðureyrar og Ísafjarðar þegar ég var lítil. Ég kveð afa minn með þessum fallega texta: Ó, sólskin, glaða sólskin, þú vekur von og kæti og vanga mína kyssir með indæl fyrirheiti. Nú strjúka hlýir vindar um vegg og þak og stræti, og vorið er að koma. – Mig langar upp í sveit. Þar breiðast tún og engjar með velli græna og víða, sem verða stórir heimar og ríkir fyrir börn. Og þúsund falleg blóm eru þar, sem töfra og prýða, og þar má hlaupa um grasið og busla í smárri tjörn. Og, þangað hópast lóur, er þiðna fer og hlána, og þrestir fljúga í garðinn með söng og fjaðrablik. Í mýri vaggar stokkönd, en straumönd fer um ána og stingur sér í hylinn, svo prúð og fagurkvik. Hvíl í friði, elsku besti afi minn, minning þín lifir í hjarta mínu. Þín afastelpa, Hulda Það fækkar í hópi Víkursystk- inanna. Elskulegur Þórólfur frændi kvaddi okkur 25. júní sl. Hann var alltaf hress og aldrei súr, hvað sem á gekk í lífi hans, og hann var alltaf þakklátur fyrir Huldu sína, þau voru samhent hjón og umhyggjusamir foreldrar Valgerðar, Gústa Magga og Erlu, og barnabörnin þeirra áttu ást og öruggt skjól hjá ömmu og afa. Þórólfur var ljúfur og hlýr, og þau Hulda létu sér annt um okkur frændsystkinin, og meðan við vor- um að alast upp var mikill sam- gangur milli heimila Víkursystk- inanna. Þau hjónin kunnu að gleðjast innilega þegar vel gekk og styðja þegar allt gekk á aftur- fótunum. Það var alltaf gott að dvelja á heimili Huldu og Þórólfs. Ég var hjá þeim í Þorlákshöfn um sumar þegar ég var 16 ára, og vann í sjoppunni hjá kaupfélaginu í Þorlákshöfn, ásamt því að reikna út verð á nótum fyrir olíu sem fólk keypti af kaupfélaginu. Þórólfur treysti mér vel og ég óx öll við það, og mér þótti þetta að auki svaka- lega skemmtileg vinna. Frændi var rosalega minnugur og enda- laust var hægt að fletta upp í hon- um. Hann hafði gaman af því að fræða og sagði svo skemmtilega frá og gæddi sögurnar lífi. Það hlýtur að hafa verið honum afar þungbært þegar hann gat ekki tjáð sig lengur. Þórólfur tók mikið af ljósmyndum og hefur gegnum tíðina gefir mér margar myndir sem var frábært að eignast. Hann og pabbi voru góðir vinir og mér þótti svo vænt um hvað Þórólfur talaði alltaf fallega um pabba. Ég þakka elsku frænda og Huldu fyr- ir stuðning og elsku gegnum mína ævi. Guð blessi þau og hópinn þeirra. Ég sendi frændsystkinum mín- um Valgerði, Ágústi Magna, Erlu og fjölskyldum, og systur Þórólfs, Hrafnhildi, innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Hanna Jóhannesdóttir. Þórólfur móðurbróðir minn var Frændi með stóru f-i. Allt frá því ég man eftir mér taldist hann til þess hóps ættingja, sem ég gat reitt mig á. Þegar þurfti aðstoð eða stuðning gat maður alltaf treyst á Þórólf. Hann var ávallt boðinn og búinn til að aðstoða með stór mál sem lítil. Hann hafði góða nærveru, talaði við mig sem jafn- ingja alveg frá því ég var barn þótt aldursmunurinn væri nokkur, hvatti og studdi alla tíð með ráð- um og dáð. Hann treysti ungum manni fyrir hinum ýmsu ábyrgð- arverkefnum, sem þroskuðu og efldu sjálfstraustið. Alltaf var ég velkominn inn á heimili Þórólfs og Huldu og ávallt var tekið á móti manni með mikilli gleði. Gestrisnin var einstök og mér fannst ég eiga þar heima. Þau bjuggu víða um landið vegna starfa Þórólfs, en alltaf var heimili þeirra hlýlegt og andrúmsloftið gott. Þá voru ferðalögin innanlands með Þórólfi og Huldu ógleyman- leg. Þar var gleðin við völd og já- kvæðnin með í för. Fróðleik var miðlað til okkar barnanna um þá staði sem heimsóttir voru hverju sinni. Mikið var sungið, enda hafði Þórólfur dálæti á söng og var söngmaður góður. Hulda, klettur- inn í lífi hans, sá til þess með sinni brosmildu yfirvegun að öllum liði vel í ferðunum og að okkur börn- unum leiddist ekki. Þórólfur keyrði alltaf eins og honum var einum lagið, þar sem oft var gefið vel í. Hann hafði mikið dálæti á bílum og átti þá ófáa og flesta þeirra í stærri kantinum og veg- legri en gengur og gerist. Bílarnir voru alltaf keyptir af Sambandinu, fyrst Opel og síðar stórar og glæsilegar Chevrolet-drossíur. Þórólfur hafði gaman af því að keyra og taldi ekki eftir sér að skutlast landshluta á milli til að sækja ættingja og vini ef því var að skipta. Þórólfi var annt um velferð ætt- ingja sinna og reyndist mörgum þeirra vel þegar á þurfti að halda enda greiðvikinn. Ábyrgðarkennd hans var mikil og reyndi hann eins og unnt var að aðstoða þá sem til hans leituðu. Nú þegar komið er að kveðju- stund er mér efst í huga þakklæti til frænda míns sem ég gat alltaf treyst á og reyndist mér vel bæði í leik og starfi. Blessuð sé minning Þórólfs Ágústssonar. H. Ágúst Jóhannesson. Þórólfur Ágústsson fjölskyldu. Þau voru eins og eitt, hann og eiginkona hans, Borghild- ur Þórisdóttir, og börnin þrjú. Látlaus samheldni og elska þeirra í millum fór ekki framhjá neinum. Söknuður þeirra er svo sár, en minningarnar mörgu og góðu líkna og hugga. Samúðarkveðjur okkar Jónu Dóru til þeirra og ann- arra ættingja og vina. Árni Björn var fjölfróður og kom víða við. Gat stundum komið á óvart með skoðunum og gerðum. Það gerði hann líka þegar hann, langt fyrir aldur fram, fékk hjartaslag sem síðan kallaði hann til erindreksturs á annarri ströndu lífsins; handan við sól og mána. Ég kveð góðan vin með sökn- uði, en umfram allt þakklæti fyrir gegnheila vináttu um áratuga skeið. Guð geymi þig og þína. Guðmundur Árni Stefánsson. Okkur var verulega brugðið að heyra af óvæntu andláti Hafnfirð- ingsins Árna Björns Ómarssonar, aðeins 52 ára. Við hittum Árna Björn í fyrsta sinn á fallegu heimili Hrafnhildar, sem við kölluðum Happý, móður hans í Hafnarfirði og náðum við strax ótrúlega vel saman. Áhugi hans, nærvera og hispurslaus þægileg framkoman gerði það að verkum að það mynduðust góð og náin tengsl og ekki síst traust og varanleg vinátta. Við minnumst gestrisni hans á heimilinu í Hafnarfirði. Hjá ynd- islegri fjölskyldu hans fundum við okkur strax heima og í góðum fé- lagsskap. Eins eru okkur ofarlega í huga fjölmargar heimsóknir Árna Björns, Borghildar og fjöl- skyldunnar hingað til Kaup- mannahafnar, þar sem smitandi glaðværð hans og mikil lífsgleði gerði hann iðulega að hróki alls fagnaðar. Árni Björn var stoltur Íslend- ingur. Stoltur af landi sínu, ætt og uppruna og fjölskyldu sinni. En hann var líka veraldarvanur og mikill heimsborgari. Hann var víðförull, alltaf forvitinn og fróð- leiksfús og opinn fyrir því sem heimurinn og lífið hafði upp á að bjóða. Danmörk og sér í lagi Kaupmannahöfn stóðu hjarta hans nærri. Það var hrifning sem hann fékk í arf frá foreldrum sín- um og þroskaði með sér. Hann heimsótti Danmörku minnst ár- lega. Hér var hann heimavanur og minntist gjarnan föður síns með bjór og pylsu með brauði hjá pylsusalanum á Kultorvet í miðri Kaupmannahöfn. Árni Björn var líka með algjöra fótboltadellu. Hann var eldheitur stuðningsmaður hafnfirska fé- lagsins FH og fylgdi því eftir til ystu útkjálka Evrópu. Sömuleiðis var hann, eins og allur fótbolta- heimurinn, heillaður af miklum af- reksverkum íslenska landsliðsins, þar sem það hreif alla með sér í Frakklandi fyrir tveimur árum. Í þessum skrifuðum orðum virðist Ísland ætla að endurtaka leikinn á HM í Rússlandi. Árni Björn hefði haft ánægju af, hrifist með og fagnað yfir því. Við hin fögnum ekki núna. Við getum það ekki. Það er mikil sorg að missa ungan og lífsglaðan mann. Hraunrennsli glaðværðar og ólgandi eldfjall dó út að kvöldi 19. júní 2018. Við munum sakna hans mikið, en minnumst hans sem góðs vinar og frænda. Við samhryggjumst fjölskyldunni, sem hefur misst mikið. Það hlýt- ur að virðast óbærilegt. En sólin mun aftur skína og minningin um líf Árna Björns mun vera góð fyr- irmynd og innblástur fyrir alla þá sem þekktu hann. Við munum heiðra minningu hans með köld- um Tuborg á krá í miðbæ Kaup- mannahafnar. Rétt eins og Árni Björn hefði sjálfur gert. Blessuð sé minning Árna Björns Ómarssonar. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Kaupmannahöfn, Jon Stephensen. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS G. GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á heimili sínu í Danmörku 25. júní. Bálför fer fram frá Skansekirkegårdens kapel, Skansevej 113-115, Hillerød, laugardaginn 7. júlí klukkan 10. Duftkerið mun verða sett í jörðu á Íslandi og verður tilkynnt síðar. Helga Hilmarsdóttir Jan-Eve Nord Elín María Hilmarsdóttir Sigurður Þórarinsson Kristín G. Hilmarsdóttir Axel Sigurður Helgason Berglind H. Hilmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.