Morgunblaðið - 02.07.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 02.07.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Lánaheimild borgarinnar aukin  Borgin kaupir og selur hverfiskjarna  Deildarstjóri eignaumsýslu bindur vonir við að eignirnar verði seldar í lok ársins  Eyþór Arnalds segir það ekki hlutverk borgarinnar að gera upp fasteignir Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Við munum selja eignirnar ein- hverjum sem eru tilbúnir í að fara í uppbyggingu á húsnæðinu,“ segir Óli Jón Hertervig, deildarstjóri eigna- umsýslu Reykjavíkurborgar, um kaup borgarinnar á tveimur hverfis- kjörnum í Breiðholti, í Arnarbakka 2-6 og Völvufelli 11 og 13-21, sem samþykkt voru í borgarráði nýverið. Dapurlegt ástand Skipulagsferli fyrir eignirnar fer bráðlega af stað og meðan á því stendur segir Óli að eignirnar verði gerðar upp að einhverju leyti. „Við munum laga húsnæðið og reyna að snyrta það á meðan ferlið er í gangi. Það er frekar dapurlegt ástand á þessu húsnæði.“ Óli segir að kaupsamningur verði undirritaður í þessari viku en einhver tími muni líða þar til borgin fái eign- irnar afhentar. Ef vel gengur verði eignirnar seldar aftur í lok árs. „Ef skipulagsmálin ganga vel munum við geta selt aftur í lok árs en annars get- ur verið að við seljum aftur eftir ár og það væri svo sem ekkert óeðlilegt við það.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðust gegn kaupunum, þar á meðal Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna. Hann segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að kaupa fasteignir og gera þær upp. „Það væri miklu nær að veita heim- ildir til uppbyggingar á svæðinu. Ef það væri gert er ég viss um að það væru ýmis fasteignafélög spennt fyr- ir því að taka við boltanum. Borgin velur aðra aðferð; í stað þess að rýmka byggingarheimildir strax kaupir hún húsnæðið og ætlar svo að rýmka heimildir.“ „Fjárhagsstaðan ekki góð“ Fasteignakaupin munu kosta borgina rúmar 752 milljónir króna. Eyþór segir lán hafa verið tekið fyrir kaupunum og það sýni fram á bága fjárhagsstöðu borgarinnar. „Það er löngu tímabært að skoða þetta mál en það er hægt að leysa það án þess að skuldsetja borgina. Umræða um að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar sé góð hefur verið áberandi undan- farið en borgin þurfti að taka hundr- að prósent lán fyrir kaupunum og þegar það þarf er fjárhagsstaðan ekki góð.“ Guðlaug S. Sigurðardóttir, fjár- málastjóri eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, segir að í raun hafi ekki verið tekið lán sérstaklega fyrir kaupunum en vegna þeirra hafi þó verið beðið um heimild til að auka við lánsfjáráætlun ársins. Eyþór segir að þessi kaup hefðu ekki átt að fara í forgang. „Borgin á fullt í fangi með sín verkefni og ætti ekki að fara sjálf út í að sinna þróun- arverkefnum.“ Ljósmynd/Reykjavíkurborg Völvufell Annar verslunarkjarnanna sem Reykjavík mun festa kaup á. Lilja Hrund A. Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is „Ég hef allan tímann litið á þetta sem verkefni. Svo sannarlega ekki verkefni sem ég vildi fá, en verkefni sem maður verður bara að leysa,“ segir Ragnhildur Lind Borgarsdótt- ir, sem fyrir skömmu gerðist líffæra- gjafi fyrir son sinn. Sonur Ragnhildar, Böðvar eða Böddi eins og hann er oft kallaður, verður sex ára í haust og þurfti skyndilega á nýra að halda eftir óvænt veikindi fyrr á árinu. Böddi litli byrjaði að fá uppköst og höfuðverk síðastliðið haust. Móðir hans hélt í fyrstu að það væri tengt einhverju ofnæmi eða að um mígreni væri að ræða. Þegar einkennin fóru að aukast í byrjun febrúar fór hún með drenginn á bráðamóttöku Barnaspítalans. Þar kom í ljós að blóðþrýstingur hans var óvenju hár og þá fór lækna að gruna að eitthvað væri að nýrum Böðvars. Það var staðfest og fljótlega kom í ljós að hann þurfti á nýju nýra að halda. Ekki er sjálfgefið að foreldrar geti verið líffæragjafar fyrir börnin sín og foreldrar Bödda fóru í umfangs- miklar rannsóknir í von um að annað hvort þeirra gæti gefið honum nýra. „Þetta voru rosalega stór og mikil og flókin próf og tóku rosalega langan tíma,“ segir Ragnhildur. 5. júní var svo hægra nýra hennar komið fyrir í kviðarholi Böðvars. Bæði nýrnaþega og nýrnagjafa heilsast nú vel. Héldu að þetta væri mígreni  Ragnhildur Lind gaf Böðvari, sex ára syni sínum, nýra eftir óvænt veikindi  „Verkefni sem maður verður bara að leysa“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mæðgin Þau Ragnhildur og Böddi eru nú á batavegi eftir aðgerðirnar. MMeira á mbl.is Við Skarfabakka í Sundahöfn lágu í gær tvö risavaxin skemmtiferða- skip, þau MSC Meraviglia og Queen Victoria. „Svona stór skip hafa aldrei áður legið samtímis við Skarfabakka,“ segir Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður Faxa- flóahafna. MSC Meraviglia, eða „MSC Undrun“ upp á íslensku, er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Íslands og er það 171.598 brúttótonn. MSC Cruises, fyrirtækið sem á skipið, er fyrsta fyrirtækið í skemmtiferðaskipa- iðnaðinum sem hefur hlotið heið- ursverðlaunin Sjö gullperlur, verð- laun sem eru afhent þeim fyrirtækjum sem huga vel að lofts- lags-, sjávar- og úrgangsmálum á ferðum sínum um heiminn. Í skip- inu eru gríðarstór vatnsrenni- brautagarður, fótboltavöllur, keilu- höll og kappakstursbílar ásamt tólf veitingastöðum og fjórum börum. Breska skipið Queen Victoria, sem lá einnig í Sundahöfn í gær, er heldur engin smásmíði. Skipið er 90.049 brúttótonn og býður upp á þrjár sundlaugar, danssal og bíó ásamt fleiru. Saman geta skipin tekið á móti 9.500 manns, 6.500 far- þegum og 3.000 áhafnarmeðlimum. Undrun og Viktoría drottning Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.