Morgunblaðið - 02.07.2018, Page 4

Morgunblaðið - 02.07.2018, Page 4
út úr því hvort það sé hægt að hleypa einhverjum þeirra saman á leiksvæðið, hverjir passi best sam- an til þess, og hvort einhverjir þeirra þurfi einfaldlega að fá að leika sér einir.“ Flestir kettir eru velkomnir á hótelið en samkvæmt Jóni eru hótelgestum sett viss skilyrði. „Högnar þurfa að vera geldir og það þarf að vera búið að taka læð- ur úr sambandi. Svo þurfa kett- irnir auðvitað að vera full- bólusettir og ormahreinsaðir en það þarf hvort sem er að gera á hverju ári svo þau skilyrði ættu ekki að vera neitt vandamál.“ Kettirnir stoppa mislengi á hót- elinu en flestir gista í tíu til fjór- tán daga. Aðspurður um há- marksdvöl segir Jón hana vera þrjá mánuði en svo langar bók- anir hafi ekki borist þeim enn. Hver nótt á tvö þúsund krónur Nóttin er líklega talsvert ódýr- ari en á hóteli fyrir mennina. „Fyrstu vikuna kostar nóttin tvö þúsund krónur en eftir hana fer verðið niður í fjórtán hundruð krónur,“ segir Jón. Þeim köttum sem eru sykursjúkir eða annað slíkt og þurfa að vera á sérfóðri eða fá lyf er sinnt af starfsfólki sem er vant að gefa dýrum lyf.Morgunblaðið/Valli Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Vegna mikillar eftirspurnar opn- aði Dýraspítalinn í Garðabæ ný- verið kattahótel. „Hingað til hef- ur bara verið, svo ég viti til, eitt starfandi kattahótel á höfuð- borgarsvæðinu sem er til húsa í Kattholti. Það hefur gjarnan ver- ið yfirfullt hjá þeim og okkar kúnnar hafa oft spurt hvort við getum ekki passað kettina þeirra. Við höfðum aðstöðu og pláss til þess að opna kattahótel svo við ákváðum að slá til,“ segir Jón Örn Kristjánsson, fjármálastjóri Dýraspítalans í Garðabæ. Á hótelinu er pláss fyrir tutt- ugu ketti en eins og stendur gist- ir einungis einn köttur þar. „Þetta fer hægt og rólega af stað en við höfum fengið mikið af bók- unum fyrir júlímánuð,“ segir Jón Örn. Klifurgrindur og leiktæki Kettirnir dvelja í stórum búrum með hillum sem þeir geta klifrað upp í en á hótelinu er einnig leik- svæði fyrir þá. „Í leikherberginu eru klifurgrindur og leiktæki sem kettirnir geta leikið sér í. Við skoðum hvað kettirnir aðhafast og finnum þannig smátt og smátt Hótelgestirnir þurfa að vera geldir, bólu- settir og án orma 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí k www.heimsferdir.is 595 1000 Calpe á Spáni Nýr sólaráfangastaður Frá kr. * 77.945 * 23. ágúst í 7 nætur Lísbet Sigurðardóttir lisbet@mbl.is „Dómstóllinn er ekki búinn að ákveða að taka málið til efnislegrar meðferð- ar, virðist mér af þeim upplýsingum sem ég hef séð. Hann skoðar fyrst hvort það séu uppfyllt svokölluð kæruskilyrði og þá metur hann m.a. hvort kæran sé efnislega augljóslega ekki tæk til meðferðar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskip- unarrétti við Háskóla Íslands, um landsréttarmálið sem kært var til Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í lok maí og bíður nú úrlausnar. Hún segir þá ekki sjálfgefið að dómur muni ganga í málinu. Björg segir að málið sé á frumstigi hjá dómstólnum. „Nú er hann að spyrja frumspurninga um málið, svo það er ekki sjálfgefið að það muni ganga dómur í málinu. Það gæti farið svo að eftir að hafa fengið svör frá ís- lenska ríkinu telji hann að málið sé augljóslega illa grundað og þá vísar hann því frá með ákvörðun. Mörg ís- lensk kærumál hafa farið þannig og í raun fer dómstóllinn ofan í efni máls- ins og kann svo að vísa því frá,“ út- skýrir Björg. Tvær niðurstöður mögulegar Taki dómstóllinn málið fyrir geta tvær niðurstöður komið út úr dómn- um, að sögn Bjargar. Annars vegar að ríkið verði talið hafa brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð og hins veg- ar að ríkið verði ekki talið hafa gerst brotlegt. Meint kerfislægt vandamál Unnið að því að klára þetta mál hraðar en almennt gerist hjá Mann- réttindadómstóli Evrópu. Björg segir algengt að tvö til þrjú ár líði þar til dómstóllinn spyr ríkið spurninga eftir að kæra berst honum. „Væntanlega lítur dómstóllinn þarna til þess að þetta geti haft mikla þýð- ingu fyrir meint kerfislægt vandamál í íslenska réttarkerfinu.“ Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, for- seti Landsréttar, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar Morgun- blaðið leitaði eftir því. Flýtimeðferð vegna mikilvægis  Alrangt að niðurstaða Mannréttindadómstólsins ómerki úrlausnir  Ekki sjálf- gefið að dómur gangi í málinu  Getur haft mikla þýðingu fyrir íslenskt réttarkerfi Morgunblaðið/Hanna Landsréttur Skipun dómara í réttinn hefur verið umdeild. Samkvæmt grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, skipaðs dómara við Landsrétt og fyrrverandi dómara við Mannréttinda- dómstól Evrópu, sem hann birti á vefsíðu sinni í gær, gæti áfell- isdómur orðið til þess að „þeir sem telja sig hafa mátt þola órétt vegna setu þessara dóm- ara í málum þeirra fyrir Lands- rétti myndi krefjast endur- upptöku, ef þeir telja það í þágu sinna hagsmuna að endurtaka málsmeðferðina“. Áhrif áfellisdóms ENDURUPPTÖKUR Ný lög um skráningu lögheimilis, sem samþykkt voru á Alþingi 11. júní síðastliðinn hafa verið birt í Stjórnartíðindum. Lögin taka gildi 1. janúar næst- komandi. Markmið þeirra er að stuðla að réttri skráningu lögheim- ilis og aðseturs einstaklinga á hverj- um tíma. Jafnframt er markmið þeirra að tryggja réttaröryggi í meðferð ágreiningsmála er varða skráningu lögheimilis. Með gildis- töku laganna geta þinglýstir eig- endur húsnæðis komið í veg fyrir lögheimilisskráningar sem gerðar eru í óþökk eigenda. Þá getur Þjóð- skrá breytt lögheimilisskráningu einstaklings að beiðni þinglýsts eig- anda og eingöngu verður hægt að skrá sig til heimilis í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár. Undan- tekning á þessu er að heimilt er að skrá lögheimili á stofnunum fyrir aldraða, í búsetuúrræðum fyrir fatl- að fólk og í starfsmannabústöðum. Þá er heimilt að skrá lögheimili tímabundið í skráðum áfangaheim- ilum og starfsmannabúðum. Þjóðskrá getur, með nýju lög- unum, heimilað einstaklingi og fjöl- skyldu hans að fá lögheimili sitt dul- ið í þjóðskrá og að því verði ekki miðlað. Þessi heimild mun gilda til eins árs í senn. Hjón munu fá leyfi til að skrá sig til lögheimilis hvort á sínum staðn- um. Engin breyting verður á lögum um lögheimili barna fráskilinna for- eldra sem enn geta aðeins haft lög- heimili hjá öðru foreldri sínu. Ný lög um skráningu lögheimilis  Fyrirbyggir skráningar í óþökk eigenda Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heimili Ýmsar breytingar verða á lögum um lögheimili 1. janúar 2019.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.