Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 6

Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 SVIÐSLJÓS Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Uppsagnir tólf ljósmæðra, þriggja á fæðingarvakt og níu á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala, tóku gildi í gær. Allar sögðu þær upp störf- um vegna kjaradeilu Ljósmæðra- félags Íslands og ríkisins. Auk þess var yfirvinnubann ljósmæðra sam- þykkt með um 90% atkvæða í gær, en bannið tekur gildi um miðjan mán- uðinn. Blaðamaður Morgunblaðsins sett- ist niður með sex af þessum tólf ljós- mæðrum og ræddi við þær um stöð- una sem upp er komin. Allar kveðja þær starfið með miklum trega og eru sammála um að þær hafi vonast til að sátt myndi nást í deilunni áður en uppsagnirnar tóku gildi. Aðspurðar segjast þær þó sáttar við ákvörðunina enda hafi þeim í raun verið settir afarkostir. „Tilfinningin er auðvitað ekki góð og maður finnur mikið til með þeim sem eftir eru. Áð- ur en við hættum vantaði í fjögur stöðugildi á okkar deild og sífellt ver- ið að óska eftir því að við tækjum að okkur aukavaktir. Staðan er því ekki auðveld fyrir þær sem eftir eru. Við höfum hins vegar setið eftir í launa- málum og þrátt fyrir að við elskum starfið okkar verðum við að geta borgað reikningana eins og aðrir,“ segir Ragna Þóra Samúelsdóttir, sem starfaði sem ljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild, en Guðrún Páls- dóttir, Ella Björg Rögnvaldsdóttir og Signý Scheving Þórarinsdóttir, fyrr- verandi samstarfsmenn hennar á deildinni, taka í svipaðan streng. Guðrún segir að laun ljósmæðra séu langt frá því að vera í samræmi við menntun. Það hafi komið einna skýrast í ljós þegar hún bar eigin launaseðil saman við laun barna sinna. „Strákarnir mínir eru 16 og 18 ára og hafa báðir verið að vinna við garðslátt hjá Reykjanesbæ í sumar. Þeir starfa eingöngu í dagvinnu á virkum dögum en ég hef verið að taka bæði helgar- og kvöldvaktir. Þrátt fyrir það fékk annar þeirra tvö þús- und krónum meira útborgað en ég. Maður verður auðvitað bara sjokk- eraður og súr þegar maður sér það,“ segir Guðrún. Þriggja ára uppsöfnuð reiði Guðrún Gunnlaugsdóttir og María Rebekka Þórisdóttir eru tvær af þeim þremur ljósmæðrum sem sögðu upp störfum á fæðingarvakt Land- spítalans. Þær segja manneklu á fæð- ingarvaktinni talsvert minni en á meðgöngu- og sængurlegudeild, þótt staðan gæti verið betri. Þá eru þær sammála um að vandinn sem nú er upp kominn eigi rætur að rekja til ársins 2015, en frá þeim tíma hafi reiði og óánægja safnast upp meðal ljósmæðra. „Þegar við fórum í verkfall fyrir þremur árum var það svokallað hluta- verkfall. Í því fólst að við unnum ekki þrjá daga vikunnar. Þrátt fyrir það skiluðu flestar okkar fullum vinnu- tíma en ríkið greiddi okkur ekki fyrir það og dró af okkur um 60% af laun- unum. Ríkið skuldar því í raun enn fjölda ljósmæðra sem ekki fengu greitt fyrir vinnu sína. Það var upp- hafið en síðan þá hefur reiðin verið að aukast vegna þess að ljósmæður hafa setið eftir í launamálum,“ segir Guð- rún. María Rebekka tekur undir með Guðrúnu og bætir við að hún telji að ljósmæður þurfi að fá 20-25% launa- leiðréttingu auk launahækkunar. „Við erum konur sem vilja starfa sem ljósmæður og ekkert annað. Til að það sé hægt verðum við að fá greitt í samræmi við ábyrgð og álag. Ég er ljósmóðir í hjarta mínu og ætla mér að vinna sem slík, en það mun ég ekki gera fyrir þessi laun. Ég mun hins vegar berjast fyrir því að laun ljós- mæðra verði há, líkt og þau eiga að vera,“ segir María en byrjunarlaun ljósmæðra í dag eru um 461 þúsund krónur. Hún kallar eftir því að forsætisráð- herra axli ábyrgð í málinu. „Bjarni Benediktsson (fjármálaráðherra) er ráðherrann sem heldur um veskið en hann hefur lítið sem ekkert gert til að leysa deiluna. Það hlýtur samt að vera forsætisráðherrann, Katrín Jak- obsdóttir, sem hefur valdið og þess vegna vil ég skella mestri skuld á hana, enda hefur hún ekki staðið sig,“ segir María. Samkvæmt tölum fjármálaráðu- neytisins voru meðalmánaðarlaun ljósmæðra í fyrra um 848.224 krónur. Með meðallaunum er átt við heildar- laun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Meðaldag- vinnulaun ljósmæðra voru 573.019 krónur í fyrra. Útskrift mæðra og nýbura flýtt Í kjölfar uppsagna ljósmæðranna verður mikil truflun á starfsemi fæð- ingarþjónustu Landspítala. Í síðustu viku kynnti spítalinn aðgerðaáætlun vegna uppsagnanna sem kom til framkvæmda í gær. Þar kemur m.a. fram að vegna uppsagnanna muni verða þrengra um fjölskyldur á sjúkrahúsinu en undir venjulegum kringumstæðum, valkeisaraskurðum verði hugsanlega beint á sjúkrahúsin á Akranesi eða Akureyri auk þess sem stefnt verði að því að konur og nýburar verði útskrifuð eins fljótt og unnt er. Að sögn Guðrúnar Pálsdóttur má í raun segja að aðgerðaáætlun spít- alans hafi verið í gildi síðustu þrjá mánuði. „Við erum undir gríðar- legum þrýstingi og það er alltaf verið að setja á okkur pressu að útskrifa sem fyrst. Maður er varla búinn að ganga frá síðustu konu þegar næsta kemur inn, “ segir hún og bætir við að þar að auki sé nær ómögulegt að flytja barnshafandi konu til Akureyr- ar vilji hún gangast undir keisara- skurð, líkt og lagt er til í aðgerðaáætl- uninni. Þá verði ríkisvaldið og aðrir aðilar í málinu að bregðast við áður en það er um seinan og fleiri ljós- mæður segi starfi sínu lausu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landspítala er ráðgert að ríflega tíu ljósmæður hætti störfum á næstu þremur mán- uðum. Drifnar áfram af ástríðu Spurðar um hvað taki við nú, þegar uppsagnir þeirra hafa tekið gildi, segjast þær binda vonir við að sam- komulag náist sem fyrst. Takist það hins vegar ekki muni þær halda í önn- ur störf. „Við erum góðir starfs- kraftar og ég efast ekkert um að það eru margir sem vilja ráða okkur. Við viljum hins vegar allar starfa sem ljósmæður áfram ef það er mögu- legt,“ segir Ella Björg. Allar taka þær undir orð Ellu og taka fram að þær hafi ekki tekið að sér ljósmæðrastarfið launanna vegna. Að sögn Signýjar Scheving eru ljós- mæður drifnar áfram af ástríðu fyrir starfinu. „Það fer enginn í þetta til að græða peninga. Vinnutíminn er þar að auki alls ekki hentugur og maður missir af miklu í fjölskyldulífi. Þetta er hins vegar það sem maður hefur ástríðu fyrir og sá vettvangur sem maður vill starfa á. Við vonum að samningar náist þannig að okkur verði gert það kleift,“ segir Signý. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Katrínu Jak- obsdóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Draumastarfið kvatt með trega  Telja laun ljósmæðra hvorki endurspegla ábyrgð né álag  Súrt að sjá útborguð sumarlaun barnanna hærri en eigin laun  Vilja að forsætisráðherra og aðrir ráðamenn beiti sér í kjaradeilu „Við förum fram á leiðréttingu auk sambærilegrar hækkunar og aðrir hafa fengið,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, for- maður samninganefndar ljós- mæðra, um kjaradeilu Ljós- mæðrafélags Íslands og ríkis- ins. Spurð hversu mikla hækkun ljósmæður vilja fá segist Katrín Sif ekki geta gefið það upp. Það hafi verið stefna félagsins að halda launakröfum frá fjöl- miðlum. „Við höldum þessu inn- an félagsins en það sem ég get sagt er að síðasti samningur var talsvert frá okkar kröfum,“ seg- ir Katrín Sif. Næsti fundur samninga- nefndar ríkisins og Ljósmæðra- félags Íslands er á fimmtudag. Næsti fundur á fimmtudag ENN BER TALSVERT Á MILLI Morgunblaðið/Arnþór Ljósmæður Uppsagnir ljósmæðra tóku gildi í gær. Frá vinstri: María Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Ragna Þóra Samúelsdóttir, Ella Björg Rögnvaldsdóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir og Signý Scheving. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli Ljósmæður fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara fyrr á árinu. „Ég er orðlaus enda trúði því enginn að þetta myndi fara svona. Maður vonaði alveg fram á síðustu stundu að þetta myndi leysast,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir á með- göngu- og sængurlegudeild, um upp- sagnir tólf ljósmæðra, þriggja á fæð- ingarvakt og níu á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala, sem tóku gildi í gær. Hún segir að uppsagnirnar verði til þess að þjónusta á deildinni muni skerðast. „Við gerum allt sem við getum til að manna deildina og halda henni gangandi. Það er hins vegar ljóst að við munum þurfa að skerða þjónustuna með því t.d. að útskrifa konur fyrr,“ segir Hilda og bætir við að vandinn sé ekki auð- leystur. Boða á velferðarnefnd saman „Þetta er gífurlega stór vandi og erfið staða, en það er einungis ein lausn við þessu og það er að semja við ljósmæður,“ segir Hilda. Í kjölfar uppsagnanna er ráðgert að boðað verði til fundar í velferð- arnefnd Alþingis á þriðjudag. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir að á fundin- um verði óskað eftir svörum frá heil- brigðisráðherra auk annarra úr heil- brigðiskerfinu. „Við ætlum að reyna að fá ráðherra og aðila frá Landspít- ala til að gera grein fyrir stöðunni,“ segir Halldóra og bætir við að vald til athafna í málinu sé í höndum fjár- mála- og forsætisráðherra. „Þetta er klárlega eitthvað sem Katrín og Bjarni geta beitt sér í að mínu mati,“ segir Halldóra. aronthordur@mbl.is Þetta er gífurlega stór vandi og ekki auðleystur  Velferðarnefnd vill að heilbrigðisráðherra skýri stöðuna Halldóra Mogensen Hilda Friðfinnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.