Morgunblaðið - 02.07.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018
Efnt verður til margra áhugaverðra
viðburða í byggðum landsins, en nú
er runnin upp algeymistíð bæjar-
hátíðanna. Fyrsti viðburðurinn á Írsk-
um dögum verður á morgun, þriðju-
dag, en dagskráin hefst fyrir alvöru á
fimmtudag. Þann dag kl. 17:30 verður
farið í bókmenntagöngu um Skag-
ann, þar sem horfið verður aftur til
ársins 1918, sögð saga nokkurra húsa
og fólksins er þar bjó. Á hátíðinni,
sem stendur til sunnudags, verður
svo efnt til grillveislna, tónleika,
dansleikja og útimarkaða svo eitt-
hvað sé nefnt.
Af öðrum atburðum má nefna
strandmenningarhátíð á Siglufirði,
hvar einnig verður þjóðlagahátíð.
Goslokahátíð verður í Vestmanna-
eyjum, en þar er eldgossins á Heima-
ey minnst, en formleg lok þess voru
3. júlí 1973. Hátíðin hefur vaxið og
dafnað og er um að ræða ýmsa
menningarviðburði í bland við fjöl-
skyldudagskrá.
Þá er bæjarhátíðin Vopnaskak
haldin á Vopnfirði, Bryggjuhátíðin er
á Stokkseyri og Bolvíkingar efna
samkvæmt gamalli hefð til svo-
nefndrar Markaðshelgar.
Bæjarhátíðir víða um land eru framundan
Írskir dagar, Goslokahátíð og
Markaðshelgi í Bolungarvík
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akranes Gleði á Írskum dögum sem eru bæjarhátíð Skagamanna.
Seigla (e. resilence) er mikilvægþegar kemur að andlegriheilsu og þar með almennu
heilbrigði. Ég hef áður vitnað í dr.
Machtfeld Huber frá Institute for
Positive Health, en hún leggur mikla
áherslu á seiglu sem eina af undir-
stöðum góðrar heilsu.
Í mínum huga eru sterk tengsl
milli seiglu og jákvæðs hugarfars.
Að trúa því í erfiðum aðstæðum að
þær muni batna. Að halda fast í það
sem maður hefur og trúir á og láta
ekki bugast. Ekki láta aðra rífa sig
niður. Hafa trú á sjálfum sér og því
sem maður hefur fram að færa.
Halda áfram og tækla þar hindranir
sem mæta manni. Eina í eina.
Seigla tengist sömuleiðis, í mínum
huga, því að vera með sterkt stuðn-
ingsnet í kringum sig. Stuðningsnet
sem maður getur sótt styrk í þegar á
þarf að halda. Stuðningsnet sem efl-
ir mann og hjálpar manni að byggja
upp og viðhalda seiglu. Án stuðn-
ingsnetsins er lengra í seigluna. Erf-
iðara að virkja hana, draga hana
fram og láta hana koma manni
áfram. Það er enginn það fullkominn
að hann þurfi ekki á seiglu að halda.
Það lenda allir í aðstæðum á lífsleið-
inni sem krefjast seiglu. Mismikil-
vægum.
Íslenska landsliðið í fótbolta sýndi
seiglu í Rússlandi. Án hennar hefðu
leikirnir getað farið mjög illa. Seigla
og samheldni hafa komið íslenska
liðinu þangað sem það er. Foreldrar
langveikra barna þurfa að búa yfir
mikilli seiglu í því erfiða ferli sem
þau lenda í. Þá skiptir stuðnings-
netið öllu máli. Og jákvætt hugarfar.
Að fá stuðning frá öðrum og trúa því
að hlutir muni breytast til hins betra
styrkir okkur og eflir. Hjálpar okkur
að halda áfram. Eitt skref í einu.
Morgunblaðið/Eggert
HM Íslenska landsliðið í fótbolta þótti hafa gott úthald, í erfiðum riðli þar
sem liðið keppti við Argentínu, Nígeríu og Króatíu á sjálfum heimsvellinum.
Seigla og sterkt
stuðningsnet
Guðjón Svansson er Íslendingur,
ferðalangur, eiginmaður, fjög-
urra stráka faðir, rithöfundur, fyrir-
lesari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og
nemandi sem heldur úti blogg-
síðunni njottuferdalagsins.is.
Njóttu ferðalagsins
Guðjón Svansson
guðjón@njottuferdalagsins.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ífyrri viku tók Garðar Ei-ríksson á Selfoss við emb-ætti umdæmisstjóra Rótarýá Íslandi af Knúti Óskars-
syni í Mosfellsbæ og gegnir því
næsta árið. Um 1.200 manns eru í
Rótarýhreyfingunni á Íslandi, sem
heldur úti fjölbreyttu starfi í
klúbbum sem eru starfandi um allt
land.
Lifandi háskóli
„Starfið í Rótarýhreyfingunni
er gefandi. Á vikulega fundi sem
haldnir eru í klúbbunum koma fyr-
irlesarar; málsmetandi fólk sem
segir frá aðskiljanlegustu efnum;
vísindum, stjórnmálum, viðskiptum
og fleiru. „Lifandi háskóli“ var lýs-
ingin sem rótarýfélaginn Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
Íslands, gaf þessum fræðandi þætti
starfsins á sínum tíma,“ segir
Garðar Eiríksson, sem gekk í Rót-
arýklúbb Selfoss árið 2010. Starfið
þar er öflugt; vikulegir og fræð-
andi fundir og svo ýmis þjónustu-
verkefni í nærsamfélaginu.
„Við höfum styrkt ýmis góð
málefni hér í byggðarlaginu, svo
sem björgunarsveitir, skátastarf,
vinnustofu fatlaðra og fleira. Einn-
ig gróðursett til dæmis í Laugar-
dælaeyju hér úti í miðri Ölfusá og
víðar í bæjarfélaginu. Það sem
stendur þó kannski upp úr er sá
góði vinskapur sem skapast í þessu
starfi við fólk sem hefur ólíkan
bakgrunn en vill byggja brýr og
skapa tengsl. Að því leyti er Rót-
arý friðarhreyfing og nær til
heimsins alls, með 1,2 milljónir fé-
lagsmanna í sínum röðum.“
Útrýma lömunarveiki
Í haust, aðra helgina í októ-
ber, verður umdæmisþing Rótarý á
Íslandi haldið á Selfossi. Fyrstu
dagana í janúar verða hinir árlegu
nýárstónleikar svo haldnir, en
þeim jafnhliða veitir Rótarýhreyf-
ingin veglegan styrk til ungra upp-
rennandi tónlistarmanna á sígilda
sviðinu. – Af alþjóðlegum verk-
efnum sem Rótarý sinnir má nefna
árangursríka baráttu gegn löm-
unarveiki, svo sem í Afganistan,
Indlandi, Nígeríu og Pakistan. Þar
hefur alls tveimur billjónum
Bandaríkjadala verið kostað til.
Markmiðið er að útrýma þessum
sjúkdómi og standa góðar vonir til
að það takist á næstu árum.
Garðar Eiríksson segir ágæta
endurnýjun vera í starfi Rótarý-
hreyfingarinnar og vel hafi gengið
að fá ungt fólk til þátttöku. „Fólk
kemur inn í klúbbana sem fulltrúar
sinna starfsgreina, sem skapar
fjölbreytni. Við höfum aðlagað okk-
ur að síbreytilegu samfélagi þannig
að sem flestir geti tekið þátt í lær-
dómsríku og áhugaverðu starfi,“
segir Garðar.
Félagsstarf Garðar Eiríksson úr Rótarýklúbbi Selfoss, annar frá vinstri, þegar hann tók við embætti umdæmis-
stjóra Rótarý á Íslandi. Til vinstri er Anna Vilhjálmsdóttir, kona Garðars. Þeim við hlið til hægri eru
Knútur Óskarsson úr Mosfellsbæ, fráfarandi umdæmisstjóri, og Guðný Jónsdóttir, kona hans.
Gefandi starf og góð mál
Um 1.200 manns eru í Rótarýhreyfingunni á Íslandi. Góður félagsskapur, segir
Garðar Eiríksson, nýr umdæmisstjóri. Markmiðið er að byggja brýr milli fólks.