Morgunblaðið - 02.07.2018, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Upp er kominsér-kennileg
staða eftir að Nátt-
úrufræðistofnun
lagði á dögunum til
að svæðið við
Drangajökul á
Vestfjörðum yrði
friðlýst. Með slíkri friðlýsingu
væri fyrirhuguð virkjun á svæð-
inu, Hvalárvirkjun, að öllum
líkindum úr sögunni, sem virð-
ist raunar tilgangurinn með
friðlýsingartillögunni. Í um-
fjöllun Náttúrufræðistofnunar
er sérstaklega um það fjallað að
möguleg virkjun vatnsfalla geti
haft talsverð áhrif á svæðið en
að lítið sé um aðrar ógnir. Sú
staðreynd að framkvæmdir við
virkjun hafa verið að nálgast að
verða að veruleika, ekki síst eft-
ir úrslit nýafstaðinna sveitar-
stjórnarkosninga þrátt fyrir að
hart hafi verið gengið fram til
að reyna að tryggja andstæð-
ingum virkjunar meirihluta í
sveitarstjórn, virðist að
minnsta kosti hafa átt þátt í því
að Náttúrufræðistofnun leggur
nú til friðlýsingu.
Þetta er í meira lagi umhugs-
unarvert fyrir þá sem hafa beitt
sér fyrir því að unnið sé heild-
stætt mat á landinu undir
merkjum rammaáætlunar um
verndun og nýtingu í þeim til-
gangi að vandað sé til verka og
komið í veg fyrir slys, um leið
og unnt sé að virkja þar sem að-
stæður til þess séu ákjósan-
legar og náttúru landsins ekki
raskað um of.
Áköfustu náttúruverndar-
sinnar hafa ekki sést fyrir í bar-
áttu sinni, sem er ekki endilega
náttúruvernd til framdráttar. Í
tengslum við fyrirhugaðar
framkvæmdir af ýmsu tagi
koma þeir til að mynda gjarnan
með athugasemdir á síðustu
stigum í þeim tilgangi að hindra
framkvæmdirnar í stað þess að
reyna að koma með uppbyggi-
legar ábendingar á fyrri stig-
um. Aðgerðir af þessu tagi hafa
orðið til þess að umhverfismat
er farið að virka eins og hindr-
un og tilgangslaus en kostn-
aðarsöm töf framkvæmda, en
ekki tæki til að meta áhrif
þeirra og taka afstöðu út frá
vönduðum rannsóknum.
Þetta er áhyggjuefni fyrir
alla þá sem vilja vernd náttúr-
unnar en um leið að gæði henn-
ar, svo sem sú orka sem hægt
er að leysa úr læðingi hér á
landi, nýtist landsmönnum.
Þess vegna er líka áhyggju-
efni að umhverfisráðherra taki
tillögum um friðlýsingu
Drangajökulssvæðisins með
þeim hætti að ætla má að hann
sé þeim fylgjandi. Hann segir
rannsóknirnar sem þessar til-
lögur byggjast á vera nýrri en
þær sem liggja til grundvallar
rammaáætlun og bætir því við
að rammaáætlun sé ekki meitl-
uð í stein heldur eigi að endur-
skoða hana reglu-
lega.
Það að endur-
skoða eigi ramma-
áætlun reglulega
hefur ekkert með
þetta að gera. Þar
er um að ræða
heildarmat fyrir
landið en ekki að einstök svæði
séu tekin út fyrir rammann
þegar hentar tilteknum hags-
munaaðilum. Og vissulega er
alltaf hægt að tefla fram nýrri
og nýrri rannsóknum, en jarð-
myndanir á svæðinu hafa tæp-
ast tekið grundvallarbreyt-
ingum á örfáum árum.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadótt-
ir iðnaðarráðherra varaði við
því í Morgunblaðinu um helgina
að gengið væri fram með þess-
um hætti. Hún benti á að Hval-
árvirkjun hefði hlotið jákvæða
niðurstöðu í matsferli ramma-
áætlunar og Alþingi hefði stað-
fest þá niðurstöðu. Síðan hefði
ferlið haldið áfram með um-
hverfismati og öðru því sem
þessu ferli fylgir. Svo segir iðn-
aðarráðherra: „Þegar vegið er
og metið hversu heppilegt væri
að grípa inn í þetta ferli og frið-
lýsa svæði í nýtingarflokki áður
en það hefur verið virkjað sýn-
ist mér að fróðlegt geti verið að
velta fyrir sér hvort gera mætti
hið gagnstæða, sem væri að
raska svæði í verndarflokki áð-
ur en það hefur verið friðlýst.
Að gera þar sambærilegt rask
og virkjun hefði haft í för með
sér en bara ekki setja upp túrb-
ínur og virða þar með virkj-
unarbannið í hvívetna.“
Ekki þarf að efast um hver
viðbrögðin yrðu í tilviki eins og
því sem ráðherra lýsir.
Það verður að vera hægt að
ráðast í framkvæmdir hér á
landi og þó að sjálfsagt sé og
nauðsynlegt að rannsaka vel
þætti eins og áhrif fram-
kvæmda á umhverfi og náttúru
verður að gera það eftir skyn-
samlegum leikreglum sem sett-
ar hafa verið fyrirfram en ekki
breytt eftir á. Ef einstaka að-
ilar komast upp með að misnota
þessar leikreglur og valda
óþarfa töfum og óvissu um
hvort eða hvenær hægt sé að
framkvæma hlýtur að koma til
skoðunar að breyta leikregl-
unum til að koma í veg fyrir
slíkt háttalag. Þá væri væntan-
lega einfaldast að setja sérlög
um hverja framkvæmd og
sleppa öllu því kynningar-, um-
sagnar- og kæruferli sem nú-
verandi leikreglur gera ráð
fyrir.
Þeir sem ganga fram af
mestri óbilgirni í baráttunni
fyrir sínum sjónarmiðum verða
að átta sig á að það gæti orðið
til þess að aðrir sæju sig knúna
til að fara slíka leið. Það væri
ekki heppilegt. Miklu heppi-
legra væri ef allir gætu haldið
sig innan rammans, bæði bók-
stafs laganna og anda þeirra.
Ekki má misnota
þau tæki sem notuð
hafa verið til að
samræma vernd og
nýtingu náttúrunnar}
Er ramminn í hættu?
F
átt er dapurlegra en þegar skyn-
samt fólk styður slæman málstað
og lætur draga sig í dilka rétt-
hugsunar sem merkt er hægri eða
vinstri. Vinstri menn voru blindir
á glæpi kommúnista í Rússlandi og töldu þar
drjúpa smjör af hverju strái. Í hungursneyðinni
í Úkraínu á árunum 1932-33 dóu milljónir
manna. Nú er viðurkennt að hún var bein af-
leiðing af stjórnarháttum Stalíns, sem var
minnst þannig af formanni Sósíalistaflokksins
árið 1953:
„Vér minnumst mannsins Stalins, sem var til
síðustu stundar sami góði félaginn sem mat
manngildi ofar öllu öðru“.
Halldór Laxness ferðaðist um Úkraínu árið
1932 og hæddist að skrifum Morgunblaðsins
um hungursneyðina og grimmdarverk bolsa
(kommúnista). Honum fannst lítið til um það þó að þeir
hefðu drepið tvær milljónir eftir byltinguna 1917:
„Bolsar myrtu h. u. b. tvær milljónir í borgarastyrjöld-
inni, segir Mgbl. Tvær milljónir! Það kalla ég ekki mikið.“
Enda var það bara vont fólk sem var drepið: „Öðru megin
verkalýður Rússlands, sem hafði með byltingunni hrist sig
úr rándýrshrömmum kúgaranna, hinu megin leifarnar af
herjum þessara rándýra, glæpamannaforingjar, æfintýra-
menn og málalið þeirra. Aldrei hefur góður og illur mál-
staður átt jafn ákveðna fylgismenn í veraldarsögunni.“
Ummæli Halldórs um hungursneyðina eru í minnum
höfð: „Ég ferðaðist um Ukraine þvert og endilangt í
„hungursneyðinni“ 1932. Það var yndisleg hungursneyð.
Hvar sem maður kom, var allt í uppgangi.
Ásamt nokkrum frönskum og belgiskum
ferðamönnum sat ég í þessu landi veizlur með
óbreyttum úkrainskum verkamönnum, – þar á
meðal einhverja ríkmannlegustu veizlu, sem
ég hef nokkurntíma setið.“ Meðan fólkið svalt
sat skáldið dýrlega veislu með sínum meðreið-
arsveinum. Seinna gerði Halldór upp við sína
fortíð, en hann tók óneitanlega þátt í að
blekkja umheiminn.
Margir „hægrimenn“ hafa verið slegnir
svipaðri blindu. Í Bandaríkjunum studdu báðir
stóru flokkarnir frjáls viðskipti og vestræna
samvinnu fyrir örfáum árum. Ekki er langt
síðan Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi var líkur
frjálslyndum Demókrötum.
Nú er öldin önnur. Sjálfstæðismenn trúa því
sumir að Repúblikanar séu „hægriflokkur“ og
þess vegna eigi að styðja málstað þeirra, hversu vitlaus
sem hann er. Forseti Bandaríkjanna ýtir undir útlend-
ingahatur, aðhyllist einangrunarstefnu og ógnar mann-
réttindum. Samt styðja margir hægrisinnar hér á landi
„sinn mann“, þó að hann gangi gegn þeirra megingildum
og sé ógn við þá stefnu sem hefur tryggt frið í okkar
heimshluta í sjötíu ár. Enn fleiri elta flan Íhaldsmanna í
Bretlandi í blindni, því „íhaldsmenn“ eigi að standa saman.
Vont og heimskt fólk reynir að láta illt og heimskulegt
af sér leiða, en ef gott fólk stendur þegjandi hjá á meðan
er heimurinn í hættu.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Betri er hugsun en rétthugsun
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Mörg hundruð þúsundmanns komu saman áum 750 stöðum víðs-vegar um Bandaríkin
um helgina til að mótmæla stefnu
Donalds Trumps, forseta Bandaríkj-
anna, í innflytjendamálum. Stefnan,
sem heitir „Zero tolerance“ eða
Ekkert umburðarlyndi, tók gildi 5.
maí síðastliðinn og tilgangur hennar
er m.a. sagður að stemma stigu við
komu fólks inn í landið yfir landa-
mærin að Mexíkó án tilskilinna
leyfa.
Fólkið mótmælti undir slagorð-
inu „Families belong together“, eða
Fjölskyldur eiga að vera saman, og
krafðist þess að þær fjölskyldur,
sem hefðu verið aðskildar í nafni
stefnunnar eftir að hafa komið ólög-
lega inn í landið, yrðu sameinaðar á
ný.
Í rúman mánuð eftir að stefnan
tók gildi, eða fram til 9. júní, voru
börn fólks, sem kom ólöglega inn í
Bandaríkin yfir landamærin við
Mexíkó, tekin af þeim og þeim komið
fyrir í umsjá yfirvalda, oft við býsna
nöturlegar aðstæður. Inntak mót-
mælanna um helgina var m.a. að for-
setinn hefði ekki gefið neitt út um
hvað gera ætti við þau börn sem
voru aðskilin frá foreldrum sínum á
áðurnefndu tímabili, en áætlað er að
þau séu um 2.342 talsins.
Skömm. Skömm. Skömm
Lafayette-torg í Washington,
sem er til móts við Hvíta húsið, var
einn þeirra staða þar sem mótmæli
fóru fram á laugardaginn. „Skömm.
Skömm. Skömm,“ kölluðu mótmæl-
endur er þeir gengu framhjá emb-
ættisbústað forsetans, en hann var
víðsfjarri og varði helginni í golf-
klúbbi sínum í New Jersey-ríki. Þar
voru mótmæli líka skipulögð.
„Hvernig vogarðu þér?“ spurði
Maxine Waters, þingmaður Demó-
krataflokksins, á mótmælum í Los
Angeles og beindi þar orðum sínum
að Trump forseta. „Hvernig vogarðu
þér að taka börn úr örmum mæðra
sinna? Hvernig vogarðu þér að taka
börnin og senda þau á hina og þessa
staði í landinu í hálfgert gæslu-
varðhald í fjöldabúðum?“
Úr hátölurum á mótmælunum
mátti heyra sáran grát barns, sem
hafði verið skilið frá foreldrum sín-
um, og móðir, sem hafði verið skilin
frá syni sínum, sagði frá reynslu
sinni.
„Segið það hátt, segið það skýrt
– flóttafólk er velkomið hér!“ hróp-
uðu mótmælendur í New York og í
Boston voru þau Elizabeth Warren
öldungadeildarþingmaður og þing-
maðurinn Joe Kennedy III, barna-
barn Roberts F. Kennedys, meðal
ræðumanna, en bæði hafa verið orð-
uð við forsetaframboð fyrir Demó-
krataflokkinn í næstu forsetakosn-
ingum árið 2020.
Vilja loka innflytjenda- og
tollastofnun Bandaríkjanna
Margir mótmælendanna báru
skilti sem á stóð Leggið niður ICE,
en ICE er skammstöfun fyrir inn-
flytjenda- og tollastofnun Banda-
ríkjanna. Framganga stofnunar-
innar gagnvart ólöglegum inn-
flytjendum hefur verið harðlega
gagnrýnd og starfsfólk hennar sagt
hafa farið offari. Margir háttsettir
demókratar hafa lýst yfir þeirri
skoðun að leggja beri stofnunina
niður, hún geri meira ógagn en gagn
og finna þurfi aðrar leiðir í þessum
málaflokki.
Á samskiptamiðlinum Twitter
hvatti forsetinn starfsfólk stofn-
unarinnar til að halda sínu striki og
sagði þar að „hinn frjálslyndi vinstri-
flokkur, einnig þekktur sem Demó-
krataflokkurinn, vildi loka stofn-
uninni og galopna öll landamæri. Þá
fara glæpir út böndunum. Gerum
Bandaríkin að stórveldi að nýju“,
skrifaði forsetinn á Twitter í gær.
Heimskulegustu lög í heimi
Í viðtali við fréttakonuna Mariu
Bartiromo á bandarísku sjónvarps-
stöðinni Fox News í gærmorgun
sagði Trump að bandarísku útlend-
inga- og innflytjendalögin væru þau
„heimskulegustu í heimi“. Yrði inn-
flytjenda- og tollastofnunin lögð nið-
ur gætu Bandaríkjamenn ekki geng-
ið óhultir um götur. „Þetta er eina
fólkið sem ræður við MS-13,“ sagði
forsetinn og átti þar við alþjóðlega
glæpagengið Mara Salvatrucha, sem
starfar m.a. í Bandaríkjunum,
Mexíkó og mörgum löndum Mið-
Ameríku. Samkvæmt frétt banda-
ríska dagblaðsins The New York
Times hefur ICE handtekið mörg
hundruð meðlimi gengisins á und-
anförnum mánuðum, þar af meira en
400 það sem af er þessu ári.
Frekari mótmæli vegna inn-
flytjendastefnu Trumps eru fyrir-
huguð á næstu dögum og vikum.
Mannfjöldi mótmælti
„Engu umburðarlyndi“
Mótmæli „Hvar er mannúðin?“ var spurt á brostnu pappírshjarta sem mót-
mælandi í borginni Austin í Texas hélt uppi í mótmælunum um helgina.