Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 17

Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 Elliðavatn Flórgoði hefur gert sér hreiður við Elliðavatn. Flórgoðinn er sjaldgæfur varpfugl hér á landi. Mikilvægustu varpstöðvar hans eru á Mývatni og í öðru votlendi í Þingeyjarsýslu. Ómar Óskarsson Við blasir í samtím- anum að verk er að vinna til að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í íslensku sam- félagi. Bótaþegar í fátæktargildru Bótaþegar sitja í rammgerðum fátækt- argildrum bótakerfisins og mega þola fjárhagslegar skerð- ingar reyni þeir í krafti sjálfsbjarg- arviðleitni að bæta hag sinn með auk- inni vinnu. Fyrsta skref til leiðréttingar var stigið á nýliðnu þingi, þegar allir flokkar sameinuðust að baki tillögu Flokks fólksins um að leysa fólk und- an skattskyldu á uppbætur á lífeyri, þ.e.a.s. að hætta að skattleggja greiðslur til bótaþega, vegna sjúkra- eða lyfjakostnaður og vegna kaupa á ýmsum hjálpartækjum sem sjúkratryggingar greiða. Var fjármála- ráðherra falið með þingsályktun, sem hlaut einróma stuðning, að leggja fram frumvarp þessa efnis fyrir 1. nóv- ember nk. Lágtekjufólk Flokkur fólksins hef- ur mælt fyrir baráttu- máli sínu um að einstaklingar með tekjur undir 300 þúsund krónum séu undanþegnir tekjuskatti. Hér er farið fram með hófsemi, því slíkar tekjur duga vart fyrir framfærslu sam- kvæmt viðurkenndum viðmiðum sem stjórnvöld hafa sjálf birt. Naumast heldur því fram nokkur maður að rík- issjóður komist ekki af nema að skattleggja tekjur sem ekki duga fyr- ir nauðþurftum. Hlutur eldri borgara Um fjórtán þúsund eldri borgarar búa við þá fátæktargildru að mega ekki vinna sér til lífsbjargar umfram 100.000 krónur á mánuði, sem áður átti í fyrstu tillögu fyrri ríkisstjórnar að vera 0 kr., en var hækkað í 25.000 krónur! Tillaga Flokks fólksins á Al- þingi um að fella brott þetta frítekju- mark, til að gera öldruðum og bóta- þegum kleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu, sætti þeim örlögum að vera tekin úr þinglegum farvegi og vísað til ríkisstjórnarinnar. Þetta var gert þrátt fyrir að tillögunni hafi fylgt ítarlegur rökstuðningur fyrir því að ríkissjóður hefði ekki haft kostnað af aðgerðinni. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur í besta falli sýnt hóflegan metnað til að taka á málefnum millitekjufólks, láglauna- fólks og bótaþega. Með því að frysta mál í nefndum hefur stjórnarmeiri- hlutinn lagt stein í götu þeirra sem leitast hafa við á Alþingi að höggva ut- an af fólki klakabrynju fátæktarinnar. Í hennar ranni hefur enginn hljóm- grunnur reynst fyrir því að nýta per- sónuafsláttinn í þágu þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Áformuð lækkun neðra þreps tekjuskattsins á að ganga upp allan launastigann í stað þess að forgangsraða í þágu þeirra sem berjast við að ná endum saman. Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis ekki hreyft legg eða lið til að létta oki verð- tryggingarinnar af heimilum og at- vinnufyrirtækjum. Fjármálaráðherra hefur upplýst í svari við fyrirspurn frá greinarhöfundi að á liðnum fimm ár- um hafi verðbætur vegna íbúðalána numið 15 milljörðum vegna almennra verðhækkana en verðbætur vegna húsnæðisliðar vísitölunnar hafi numið 118 milljörðum króna. Hækkun hús- næðisliðar á sér sumpart rót í stefnu Reykjavíkurborgar sem einkennist af lóðaskorti og tilheyrandi hækkun á fasteigna- og leiguverði. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar birtist í aðgerðaleysi á þeim sviðum sem hér hafa verið rakin. Hins vegar á að lækka bankaskattinn um meira en 60%. Þar eru milljarðar þannig að bankabónusar verða greiddir rakleið- is úr ríkissjóði. Færa átti milljarða til fyrirtækja sem hafa hagnast vel og hafa greitt eigendum arð langt um- fram veiðigjöld. Hér eru uppi aðgerð- ir í þágu þeirra sem best mega sín. Stappar nærri að í þessari forgangs- röðun felist hernaður á hendur hinum fátæku í þágu hinna efnamestu. Eftir Ólaf Ísleifsson »Um fjórtán þúsundeldri borgarar búa við þá fátæktargildru að mega ekki vinna sér til lífsbjargar umfram 100.000 kr. á mánuði. Ólafur Ísleifsson Höfundur er alþingismaður og for- maður þingflokks Flokks fólksins. Bætum kjör hinna verst settu Síðan kalda stríðið var í hámarki hefur kjarnavopnum í heim- inum fækkað úr 70.000 í tæplega 15.000. Um langt ára- bil hefur útbreiðsla kjarnavopna verið nánast stopp. Frið- samleg nýting kjarn- orku hefur vaxið og nær nú til allra heims- hluta. Í þessari þróun hefur samning- urinn um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) gegnt lykil- hlutverki. Í gær, hinn 1. júlí, voru fimmtíu ár liðin frá því að samning- urinn var undirritaður og gerði Ís- land það einnig þann merka dag. Þessi samningur er sannkallað stórvirki en hann byggist á þremur meginmark- miðum: fækkun kjarnavopna, stöðvun á útbreiðslu kjarna- vopna og að tryggja rétt ríkja til friðsam- legrar nýtingar kjarn- orku. Öll þessi mark- mið hafa verið uppfyllt að verulegu leyti. Í dag á 191 ríki aðild að samningnum. Þó er sá meinbugur þar á að nokkur ríki sem eiga kjarnavopn standa utan hans: Indland, Pak- istan, Ísrael og Norður-Kórea. Tímamótin minna einnig á að mikið verk er óunnið við að fram- kvæma samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna, auk þess sem teikn eru á lofti um að það kerfi alþjóðlegra reglna sem sam- skipti ríkja byggjast á eigi undir högg að sækja. Gildir þetta bæði á sviði öryggismála og viðskipta. Því þarf að standa vörð um mikilvæga afvopnunarsamninga eins og NPT og samninginn um bann við efna- vopnum. Í þessu samhengi má til- greina þrjú aðkallandi úrlausnar- efni, sem kunna að reyna á samninginn. Fyrst er að nefna kjarnavopn Norður-Kóreu. Þar birtist ógnin af beitingu kjarnavopna í sinni skýr- ustu mynd þar sem saman fara óábyrgt einræði og ógnarvopn. Niðurstaða leiðtogafundar Norður- Kóreu og Bandaríkjanna í nýliðn- um mánuði vekur vonir en jafn- framt er rétt að hafa hugfast að fyrirheitin sem gefin voru í fyrri samningum ríkjanna um kjarna- vopn hafa ekki ræst. Þá er það samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans frá 2015, sem miðar að því að koma í veg fyr- ir að Íran framleiði kjarnavopn. Þetta rammasamkomulag Írana við fastaríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Þýskaland og Evrópu- sambandið hefur veikst mjög eftir brotthvarf Bandaríkjanna. Loks ríkir óvissa um framtíð tveggja afvopnunarsamninga Rússlands og Bandaríkjanna: samningsins um langdræg kjarna- vopn (START) og samningsins um meðaldræg kjarnavopn (INF). Ísland mun áfram leggja sitt af mörkum til framgangs NPT- samningsins í samvinnu við hinar norrænu þjóðirnar og bandalags- ríki í Atlantshafsbandalaginu, og í samræmi við þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Endurskoðunarráð- stefna NPT sem haldin verður árið 2020 verður sérstaklega mikilvæg í að tryggja framtíð samningsins og áframhaldandi framfylgd hans. Þannig færumst við nær lokamark- miði samningsins, kjarnavopna- lausum heimi. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Samingurinn byggist á þremur markmiðum: fækkun kjarnavopna, stöðvun á útbreiðslu þeirra og að tryggja rétt ríkja til friðsamlegrar nýtingar kjarnorku. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er utanríkisráðherra. gudlaugurthor@althingi.is Hálfrar aldar bann við útbreiðslu kjarnavopna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.