Morgunblaðið - 02.07.2018, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018
✝ Árni BjörnÓmarsson
fæddist í Reykja-
vík 19. september
1965. Hann and-
aðist á hjartadeild
Landspítalans 19.
júní 2018.
Árni Björn var
yngsta barn
hjónanna Hrafn-
hildar Oddnýjar
Kristbjörnsdóttur
skrifstofumanns, f. 24. mars
1938, d. 26. janúar 2014, og
Ómars Árnasonar trygginga-
stærðfræðings, f. 9. apríl 1936,
d. 11. júní 2011. Systur Árna
Bjarnar eru Hulda Sigríður
Jeppesen sjúkraþjálfari, Krist-
ín Ómarsdóttir rithöfundur og
Guðrún Yrsa Ómarsdóttir
hjúkrunarfræðingur.
Árni Björn kvæntist Borg-
hildi Þórisdóttur skrifstofu-
stjóra, f. 21. apríl 1968. For-
eldrar hennar eru Margrét
Ólöf Sveinbjörnsdóttir banka-
maður, f. 29. júní 1947, og
Þórir Steingrímsson tækni-
maður, f. 2. febrúar 1947.
Börn Árna Bjarnar og Borg-
hildar eru Þórir aðstoðar-
hótelstjóri, f. 2. febrúar 1988,
Þórunn snyrtifræðingur, f. 24.
ágúst 1994, og Oddný geisla-
fræðingur, f. 24. ágúst 1994.
Árni Björn ólst upp í Hafn-
arfirði, gekk í Öldutúnsskóla
og varð stúdent frá Flens-
borg þar sem hann kynntist
Borghildi, lífsást sinni. Þau
eignuðust fljótt fyrsta barn
sitt, fluttu á Hverfisgötu í
Hafnarfirði 1991 og bjuggu
þar upp frá því. Árni Björn
vann fyrstu árin
hjá skipasmíða-
stöðinni Dröfn. Þá
starfaði hann við
ýmis störf eins og
fjölhæfni hans
bauð, í nokkur ár
hjá Rannsókna-
stofnun atvinnu-
veganna, fór það-
an á Vikublaðið
og á Helgarpóst-
inn, var sjálfstætt
starfandi í nokkur ár, hóf
starf hjá GH ljósum og síðan
hjá Rafkaupum, þar til hann
tók við rekstri og stjórn Hót-
els Hlíðar í Ölfusi 2014. Þar
fékk áhugi hans á elda-
mennsku að njóta sín. Með-
fram rekstri hótelsins þróaði
hann matvinnslufyrirtæki
með Borghildi og Þóri, sem
nýtti m.a. afurðir frá árlegum
hreindýraveiðum fjölskyld-
unnar. Á unglingsárum gekk
Árni Björn í ungliðahreyf-
ingu Alþýðubandalagsins og
tók síðar virkan þátt í starf-
semi Samfylkingarinnar frá
stofnun flokksins. Þá naut
íþróttafélagið FH krafta hans
en áhugasvið Árna Bjarnar
var víðfeðmt. Tölvur eign-
uðust huga hans, hann fylgd-
ist með tölvutækninni frá
upphafi og vann lengi við for-
ritun fyrir fyrirtæki, félög og
stofnanir.
Hinn 7. júní veiktist Árni
Björn skyndilega og óvænt og
lést 12 dögum síðar.
Útför Árna Bjarnar fer
fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði í dag, 2. júlí 2018,
og hefst athöfnin kl. 13.
bróður minn
bróður minn dreymir
hendur hans bíða eftir leirnum
spýtunum, hamrinum, nöglunum
hárið hans bíður eftir vindinum
varirnar eftir kossum ástar hans
hún brá sér frá, að veiða silung í ánni
hann dreymir
fleiri hallir, ný torg
og vín sem enginn hefur bragðað á fyrr
bróður minn dreymir
undir hvörmunum sofa fiðrildin
í augum hans
vaknaðu bráðum bróðir minn vaknaðu
fljótt
svo áin streymi, þrúgan þroskist
jörðin blotni og vindarnir blási
Kristín Ómarsdóttir.
Bróðir minn var hrifinn á brott.
Á brott frá konu sinni og börn-
um.
Systrum sínum.
Frændum, frænkum og vinum.
Bróðir minn með stóra hjartað
sitt.
Bróðir minn sem gerði allt fyrir
alla.
Bróðir minn sem vann mig í öll-
um spilum.
Bróðir minn sem gat ekki setið
á sér að stríða mér.
Bróðir minn sem allir leituðu til
og átti ráð við öllu.
Bróðir minn sem sagði fátt en
hlustaði á öll mín leyndarmál.
Bróðir minn sem eldaði heims-
ins besta mat.
Ég spyr hvert fór hann en fæ
aldrei nein svör nema mín eigin.
Fór hann kannski til Nangijala
eins og þeir bræður í bókinni sem
mamma las fyrir okkur? Er þar
þörf fyrir bróður minn með stóra
ljónshjartað?
Guðrún Yrsa
Ómarsdóttir.
Í dag kveðjum við móðurbróð-
ur okkar hann Árna Björn með
miklum trega.
Árna Björn sem sagði: „Við
reddum þessu.“ Og var alltaf
tilbúinn að koma og hjálpa.
Árna Björn sem fannst gaman
að stríða mömmu okkar.
Árna Björn sem stóð stundum
hér heima, heima hjá sér eða á
hótelinu og eldaði góðan mat.
Árna Björn sem við ferðuðumst
með til útlanda og sagði okkur frá
merkilegum stöðum.
Árna Björn sem kom alltaf með
pakkana um jólin og sagði: „Hvar
eru mínir pakkar?“
Árna Björn sem kom með full-
an kassa af flugeldum á gamlárs-
kvöld.
Hans er sárt saknað.
Hrafnhildur Hugrún
Skúladóttir og Álfrún
Kristín Skúladóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Það var gríðarlega erfitt að
koma heim til Íslands 19. júní og
fara upp á spítala til að kveðja
minn kæra frænda Árna Björn,
samt er ég þakklátur að þetta
tókst hjá okkur frændunum ásamt
fjölskyldu þinni að eiga þessa erf-
iðu kveðjustund við lífið. Hvað er
eiginlega í gangi? Hver er það
sem tekur svona ákvörðun? Sumir
hafa sagt við mig svona er lífið, ég
er ekki sammála, hans tími var
alls ekki kominn. Eins og segir
hér fyrir ofan, þá á það vel við
Árna Björn, orðstír hans mun allt-
af lifa í hugum okkar allra sem
þekktum Árna Björn.
Við Árni erum fæddir á sama
árinu, 1965, en hann var yngri eins
og hann var sífellt að minna mig á.
Mæður okkar Árna Björns voru
systur og voru þær mjög sam-
rýndar og nánar. Það sama má
segja um okkur Árna Björn, hann
var í raun meiri bróðir heldur en
frændi og samband okkar hefur
styrkst eftir því sem árin liðu. Við
Árni Björn höfum átt ótal stundir
saman og eftir að við uppgötvuð-
um farsímann þá höfum við nán-
ast talað saman í síma upp á hvern
dag. Alltaf hægt að hringja í Árna
Björn og fá fréttir af mönnum og
málefnum, hann vissi allt og mað-
ur fékk alltaf svör og ráðleggingar
frá honum. Við frændurnir áttum
margt sameiginlegt, mikinn
íþróttaáhuga sem snerist að
mestu leyti um okkar ástkæra fé-
lag FH, það eru ófáir leikirnir sem
við erum búnir að sjá saman í
gegnum tíðina með FH. Eftir-
minnileg er ferðin okkar til
Frakklands til að sjá Ísland spila
við Portúgal í fótbolta og ökuferð-
in gegnum Þýskaland og Frakk-
land þar sem Árni Björn sýndi það
og sannaði að enginn er betri en
hann undir stýri. Ökuferð Árna
Björns gegnum lífið er lokið, nú
ekur þú um á nýjum slóðum eins
og þér er einum lagið.
Elsku Borghildur, Þórir,
Oddný og Þórunn, mikill er missir
ykkar, minningar um Árna Björn
lifa um ókomna tíð.
Steinar Ó. Stephensen.
Árni Björn frændi minn er lát-
inn, þvílík harmafregn. Við frænd-
urnir vorum alla tíð mjög góðir
vinir og aldrei skyggði neitt á
þessa góðu og traustu vináttu.
Hann skilur eftir sig margar góð-
ar minningar, sem ekki er hægt að
tíunda í stuttri grein. En mig lang-
ar fyrir hönd fjölskyldu móður
minnar að færa fram þakklæti til
hans og biðja ástvinum hans
huggunar og styrks.
Jónas Hallgrímsson orti mjög
fallegt ljóð til Tómasar Sæmunds-
sonar og lýsa orð hans mjög vel
ýmsu því sem prýddi frænda minn
hvað mest, sérstaklega þó eitt er-
indið, sem ég læt fylgja hér sem
kveðju frá mér.
„Dáinn, horfinn“ – Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit, að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geimur heims og lífið þjóða?
Hvað væri sigur sonarins góða?
Illur draumur, opin gröf.
(Jónas Hallgrímsson)
Góður Guð geymi minningu
góðs drengs og leiði sál hans inn í
birtu eilífðarinnar.
Hvenær sem kallið kemur
kaupir sig enginn frí,
Þar læt ég nótt sem nemur,
neitt skal ei kvíða því.
(Hallgrímur Pétursson)
Pétur Ó. Stephensen.
Í hartnær 15 ár hef ég verið
hluti af horninu í Súfistanum. Þar
komum við saman, nokkrir eldri
karlmenn og leysum heimsmálin.
Við köllum Súfistann fríríkið því
þar má allt og allir eru jafnir. Árni
Björn hefur verið fastagestur í
horninu svo lengi sem elstu menn
muna. Hann flakkaði reyndar að-
eins á milli horna í upphafi en
fann sér svo skjól undir kaffivél-
inni með okkur hinum. Árni vissi
allt, mundi allt og gat uppfrætt
okkur hina um raunverulega
stöðu mála. Sérstaklega í kring-
um kosningar og stærri atburði í
íslenskri pólitík. Ég lærði smám
saman að taka ekki endanlega af-
stöðu í málum fyrr en ég var bú-
inn að heyra það sem Árni hafði
að segja. Greining hans á stöð-
unni var einatt frumleg og óvænt.
Hann átti óteljandi vini og hafði
óteljandi tengingar. Hann var
okkar gluggi inn í völundarhús
stjórnmálanna. Fríríkið er nú fá-
tækara og ekki eins jafnt,
jafnaðarmaðurinn Árni Björn er
horfinn á braut, allt of snemma og
allt of fljótt. Okkur gafst ekki tími
til að kveðja, til að tjá honum álit
okkar á honum, til að þakka hon-
um fyrir okkur, til að klappa hon-
um á bakið, láta hann vita hvað
hann var mikilvægur hlekkur í
hversdeginum okkar, til að faðma
hann. Hornið er nú einum vitr-
ingnum færra og okkar dagur
byrjar aðeins fátæklegar. Ein-
hvers staðar munu aðrir horna-
menn í öðru fríríki fagna Árna og
verða ríkari fyrir vikið. Takk fyrir
okkur, Árni Björn!
Við vottum fjölskyldu Árna
okkar dýpstu samúð.
F.h. fríríkis Súfistans,
Sverrir Geirdal.
Litríkur var hann og eftir-
minnilegur hópurinn sem vann
saman á Vikublaðinu fyrir liðlega
20 árum. Þar kynntist ég Árna
Birni Ómarssyni og með okkur
tókst mikill vinskapur sem varði
til hans hinsta dags. Þessi misseri
mörkuðu upphafið að stjórnmála-
ævintýri sem við sigldum í gegn-
um saman í tengslum við nýja
flokkinn okkar og þá sem þéttast
að baki honum stóðu.
Fram undan var stofnun Sam-
fylkingarinnar og umbrotatíminn
sem á eftir kom.
Súrt eða sætt. Alltaf var Árni
Björn til staðar, einn af máttar-
stólpum Samfylkingarinnar. Aldr-
ei vegna eigin metorða eða sjálf-
um sér til framdráttar heldur til
að leggja öðrum lið, hreyfingunni
og jafnaðarstefnunni.
Í hafsjó minninganna um sam-
ferðina með Árna Birni er af
mörgu að taka. Aðdragandi,
skipulag og framkvæmdin á stofn-
fundi Samfylkingarinnar í Borga-
leikhúsinu 5. maí 2000 er eitt af
mörgum verkefnum sem við unn-
um að saman og stendur upp úr í
minningunni. Þar vorum við Árni
hluti af teymi sem bókstaflega
lagði nótt við dag þegar sameig-
inlegt afl A-flokkanna, Kvenna-
lista og Þjóðvaka varð formlega
til.
Teningunum var kastað.
Næstu árin starfaði ég sem fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar
og varla leið sá dagur sem Árni
Björn kom ekki við sögu eða
mætti til að sinna sínu og taka
stöðuna.
Árni var einstaklega góður
maður og skemmtilegur félagi.
Umtalsfrómur og lagði ekki illt til
nokkurs manns. Það er afar þung-
bært að Árni Björn sé fyrirvara-
laust farinn en minningin lifir um
öndvegismann.
Fjölskyldu hans og vinum sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur á þessum myrku dögum.
Björgvin G. Sigurðsson.
Allt er til að muna. Hvert
minningabrot er notað til að setja
saman í eina mynd. Myndin getur
ekki orðið annað en falleg, því
drengurinn bauð öllum sem vildu
hina fallegu hjálpsemi. Ég kallaði
hann oft Reddarann því vissulega
var hann lausnamiðaður, þekkti
marga og hafði ýmislegt reynt.
Oft með mörg járn í eldinum, aðr-
ir fengu að njóta, tíminn var af-
stæður. Þar sem við ólumst ekki
upp saman lágu leiðir okkar ekki
saman fyrr en upp úr þrítugu, þá
vegna ÍH-verkefna. Ég tók hon-
um varfærnislega í fyrstu, mikið
að gera hjá okkur báðum, en
hann þá framkvæmdastjóri
Helgarpóstsins og á kafi í ýmsu
öðru.
Árni Björn var vissulega Hafn-
firðingur, það varð ekki frá hon-
um tekið og eftir að kraftar okkar
beggja fóru í það sameiginlega
verkefni að setja saman Samfylk-
inguna í Hafnarfirði með öðru
góðu fólki þá varð reynsla hvers
dags til að styrkja vináttuböndin.
Árni Björn var eins og skáti, allt-
af tilbúinn. Gat aðstoðað einn og
jafnvel fleiri en tvo, tók að sér ótal
störf, nú síðast stóð hann vaktina
fyrir Samfylkinguna við talningu
og endurtalningu atkvæða nokkr-
um dögum fyrir andlát sitt.
Stýrði prófkjörsbaráttu minni
2006 með góðum árangri, mark-
miðin voru sett og við náðum
þeim saman með þrotlausri
vinnu.
Ófáar stundir sameiginlegar og
ófá samtöl, þá oftar en ekki í síma.
Um tíma var Árni Björn eini mað-
urinn á Íslandi á níunda og tíunda
áratug síðustu aldar sem gat talað
í þrjá gsm-síma samtímis og um
leið sent SMS út og suður. Símtöl-
unum á milli okkar fækkaði ekk-
ert, heldur fjölgaði. Ég gat stillt
klukkuna mína þannig að alltaf á
föstudagseftirmiðdegi hringdi
Árni Björn, alltaf stutt ávarp,
kenndi mér um fyrir áratugum að
senda hið sígilda HB2U.
FH átti hug hans allan og
Kaplakrikasamfélagið hefur
vissulega notið þess að hafa
hjálpsemi hans alla. Hvort sem
hann var þar sem starfsmaður,
sjálfboðaliði eða stuðningsmaður
í stúkunni. Við sem nutum þess
að hafa hann í kallfæri vissum að
hann var alltaf tilbúinn til að
koma með á leiki, hvort sem var í
Kaplakrika eða hvert sem er. Þau
hjónin voru oftar en ekki saman,
því Borghildur er líka mikill
stuðningsmaður FH. Allar rimm-
urnar á Selfossi í maí með við-
komu á Hótel Hlíð sköpuðu
skemmtilega umgjörð, en Hótel
Hlíð hefur dafnað undir hand-
leiðslu Árna Björns á síðustu ár-
um. Þar var gott að koma, gott að
njóta þjónustunnar og nýlega átt-
um við samstarfsfélagarnir góð-
an vinnufund í Ölfusinu með
þjónustuumgjörð Árna í fartesk-
inu. Nokkrum dögum síðar dundi
áfallið yfir.
Sorglegt og óskiljanlegt voru
mín fyrstu viðbrögð og eru enn.
Söknuður en minningarnar lifa.
Margir hafa misst, missir Borg-
hildar og barnanna er mestur.
Samúðarkveðjur og samhugur
frá okkur í Erluás. Við sjáum öll
á eftir elskulegum og góðum vini
sem var sannur vinur vina sinna.
Sannur jafnaðarmaður og sannur
FH-ingur. Ég mun minnast hans
alla þá daga sem áfram líða. Með
Árna Birni er genginn einn sá
vandaðasti og hjálpfúsasti maður
sem ég hef kynnst. Megi kærleik-
urinn umvefja hans nánustu og
styrkja á sorgarstundu. Þakkir
fyrir samveruna, Árni Björn.
Gunnar Svavarsson.
Margir þættir lögðust saman
til að gera Árna Björn Ómarsson
að eftirminnilegum manni. Árni
Björn var íhugull og gætinn og
vandaður til orðs og æðis. Var
oftlega leitað til hans um ráð og
liðsinni og naut hann sýnilega
mikils trausts meðal sinna sam-
herja. Hann hafði víðtæka þekk-
ingu á samtímasögu og innviðum
á stjórnmálavettvangi. Hann var
góðviljaður og umtalsfrómur.
Verkhæfur var hann með af-
brigðum. Þetta birtist glögglega
þegar hann tókst á hendur hót-
elrekstur á Hótel Hlíð í Ölfusi,
frábærum stað með glæsilega
náttúrusýn.
Árni Björn átti samhenta fjöl-
skyldu í eiginkonu og börnum og
fallegt samband við systur sínar
þrjár. Eru eftirminnilegar ferðir
með þeim um landið. Þar ber að
geta heimsóknar í Viðfjörð á
æskustöðvar langafa þeirra
systkina, dr. Björns Bjarnasonar,
hins mikla íslenskumanns sem
varði doktorsritgerð um íþróttir
fornmanna við Kaupmannahafn-
arháskóla og sem Þórbergur
Þórðarson fer fögrum orðum um
sem kennara í Ofvitanum. Kona
dr. Björns var Gyða Þorvalds-
dóttir læknis á Ísafirði Jónssonar
alþingismanns og ritstjóra Guð-
mundssonar sem var hægri hönd
Jóns Sigurðssonar forseta. Hér
meðal ættfeðra þeirra systkina er
komið nærri innsta kjarna sjálf-
stæðisbaráttu Íslendinga á 19.
öld. Eftirminnileg er einnig ferð á
Strandir með viðkomu í Veiði-
leysu þar sem Borghildur stend-
ur djúpum rótum.
Gestrisni var þeim hjónum í
blóð borin og er rómuð hin árlega
humarveisla á heimili þeirra við
áramót þar sem hittist fyrir
krataelítan í Hafnarfirði og nær-
sveitum.
Samverustundir með Árna
Birni einkenndust af hlýju og vin-
semd, upplýsandi og skemmtileg-
um samtölum og greiningu á
mönnum og málefnum. Að leið-
arlokum kveð ég Árna Björn Óm-
arsson með virðingu og þakklæti
og færi Borghildi, börnum þeirra,
systrum hans og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Ólafur Ísleifsson.
Kæri vinur, það má segja að líf-
ið taki á sig hinar undarlegustu
myndir. Ekki átti nokkurt okkar
von á að þurfa að kveðja þig svona
fljótt. Verkefnum okkar saman er
hvergi nærri lokið og bókaðar
ferðir sem á eftir að fara í bæði á
veiðar og í frí.
Alltaf hefur vinskapurinn verið
góður en síðustu árin höfum við
náð að rækta vinasambandið enn
betur, sem er okkur mjög dýr-
mætt. Hreindýraveiðarnar og allt
í tengslum við þær síðustu árin er
okkur sérstaklega dýrmætt. Góð-
ar stundir við eldhúsborðið með
gin og tónik í hendi, veiðisögur og
skemmtilegheit. Heimsóknirnar á
Hótel Hlíð þar sem hlýtt faðmlag
þitt heilsaði okkur og dekur sem
þér einum var lagið.
Fram undan er ferð með vina-
hópnum á tónleika með U2 í
Kaupmannahöfn og svo haustfrí
til Aþenu sem við og þið Borghild-
ur eigum bókað en verður undar-
legt án þín. Þú munt þó fylgja okk-
ur í anda og vera til staðar í hug
okkar og hjarta.
Elsku Borghildur, Þórir,
Oddný og Þórunn. Missir ykkar er
mikill en minningin lifir um ein-
stakan ljúfling og góðan vin í huga
okkar allra. Guð gefi ykkur styrk
og kraft á þessum erfiðu tímum.
Ásgerður og Jónas.
Pólitíkin getur oft verið skrýt-
in. Þar takast menn og konur á um
stefnur og strauma. Og stundum
hitnar í kolum og fólk skiptist í lið
og sveitir.
Við Árni Björn Ómarsson, vin-
ur minn, vorum ekki samhljóða í
pólitíkinni framan af ævi okkar
beggja. Hann var kommi og ég
var krati. Báðir úr Hafnarfirði,
þar sem þessi pólitísku kennileiti
voru ekki uppnefni heldur eðlileg
heiti. Hann var sem sé í Alþýðu-
bandalaginu forðum daga og ég í
Alþýðuflokknum. Það var þó jafn-
an stutt á milli þessara flokka í
Firðinum þar sem höfuð-
andstæðingur var íhaldið.
Það var áratugur á milli okkar í
aldri. Ég vissi vel af honum, sem
alvöruandstæðingi í pólitíkinni.
Hann var kosningasmali og skipu-
leggjandi af bestu gerð. Ég vissi
líka að hann var FH-ingur í húð og
hár og fólkið hans í Hafnarfirði
var vandað og gott í alla staði.
En svo breyttist allt, þegar
jafnaðarmannaflokkarnir um land
allt sameinuðust og úr varð Sam-
fylkingin. Þetta var sumpart erfið
fæðing í Hafnarfirði, í Rauða bæn-
um, en þegar ákvörðun var tekin
1999 þá var á svipstundu eins og
þetta fólk í A-flokkunum tveimur
hefði alltaf verið í sama liði og um
leið urðum við Árni Björn vinir,
trúnaðarvinir. Baráttufélagar í
pólitíkinni, í íþróttunum og hvar-
vetna sem vinátta þróast og
þroskast. Það var eins og við báðir
hefðum beðið eftir tækifærinu að
taka saman höndum um þetta og
hitt.
Árni Björn vildi ekki vera á
frontinum í pólitíkinni. Hann vildi
vera sá sem lagði á ráðin. Og ráða-
góður og heill var hann í bak-
varðasveitinni fyrir okkur pólitík-
usana sem hrópuðum á torgum.
Hann var útsjónarsamur og skyn-
samur. Vissi sem var að stundum
þarf að bíða átekta eða fara
Krýsuvíkurleiðina að markmiðun-
um. Ekki endilega hjóla beint í
andstæðinginn. Langoftast hafði
hann hárrétt fyrir sér, enda var
hann vel tengdur við allt og alla
alls staðar, samherja sem and-
stæðinga í pólitíkinni. Hann
skynjaði gjarnan vel veðurfarið
meðal kjósenda í aðdraganda
kosninga.
Árni Björn Ómarsson var at-
hafnamaður og lét sér fátt óvið-
komandi. Störf hans fyrir fótbolt-
ann í FH í gegnum árin verða
seint fullþökkuð. Árni var í hópi
þeirrar kröftugu sveitar sem
lagði drög að sigurgöngu FH,
sem hófst 2004. Þar var gott að
vinna með honum eins og endra-
nær.
Árni Björn var undir heilla-
stjörnu, þegar kom að einkalífi og
Árni Björn
Ómarsson