Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 21

Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær, heitir pottar og jarðgerðarílát Rotþrær – heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ódýrir heitir pottar – leiðbein- ingar um frágang fylgjar. Mjög vönduð jarðgerðarílát til moltugerðar. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Fasteignir Austurbrún- Íbúð til sölu. Til sölu er 50m2 góð íbúð í vönduðu háhýsi við Austurbrún, Reykjavík. Besta útsýnið er frá þessari íbúð. Íbúðin selst á sanngjörnu verði, ef samið verður strax. Áhugasamir hafi samband á net- fangi: jonss15@simnet.is og öllum verður svarað. Ýmislegt Eco-Si 1.650kr M-XXL Eco-Vi 1.650kr M-XXL Eco-Fi 1.650kr M-XXL Tahoo Maxi 1.650kr S-3XL Laugavegi 178, sími 551-3366. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Lokað á laugardögum í sumar. Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Tilkynningar Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga í Rangárþingi eystra. Heylækur 3 – Deiliskipulagstillaga Tillagan tekur til byggingar þriggja frístunda/íbúðarhúsalóða úr jörðinni Heylækur 3. Heimilt veðrur að byggja frístunda- og einbýlishús á lóðunum, auk gesta/geymslu húss. Nýtingar- hlutfall lóða er 0,04 sem gerir samanlagt byggingarmagn um 450-500m² á hverri lóð. Ofangreinda skipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2018. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 13. ágúst 2018. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. F.h. Rangárþings eystra Anton Kári Halldórsson, skipulags- og byggingarfulltrúi. Rangárþing eystra Félagsstarf eldri borgara Árskógar Ganga um nágrenið kl. 11. Handavinna með leiðb. kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Mánudagur: Bingó kl. 13. Garðabær Jónshús/félags- og íþróttastarf, sími: 512-1501 virka daga kl. 9. - 16. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 9.30 - 16. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14 - 15.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50. við hringborðið kl.8.50. listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-16, ganga kl.10. handavinnu- hornið kl.13. félagsvist kl.13.15. síðdegiskaffi kl. 14.30 allir velkomnir óháð aldri nánari upplýsingar í síma 411-2790 Seltjarnarnes Upprifjunar tími úr snjallsíma og spjaldtölvunámskeiði kl. 10. kaffispjall í króknum kl.10.30. leikfimi í salnum Skólabraut kl.1330. ganga frá Skólabraut kl 14.30. vatnsleik- fimi Sundlaug Seltjarnarnesi kl.18.30. Vitatorg Sumarferð til Friðheima þann 4. júlí frá 9.30-15. Skoðum gróðurhúsið og fáum Friðheima tómatsúpu í hádegisverð. Rúta með gott aðgengi fyrir fólk sem notast við hjólastóla og göngugrindur. Ve- rið velkomin með. Ferðin er opin öllum óháð aldri og búsetu. Verð 5500 krónur. Skráning og greiðsla á Vitatorgi, sími 411-9450 Rað- og smáauglýsingar Smáauglýsingar sími 569 1100 um á traustu og góðu heimili í þriggja systkina hópi. Sólskins- blettirnir eru margir, þeim verða ekki gerð skil í þröngum ramma en ylja nú afa og ömmu þegar hann er allur. Eftir stúdentspróf frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands, hóf hann nám í jarðfræði við Há- skóla Íslands og lauk BS-prófi í jarðfræði vorið 2007. Þá hafði hann kynnst góðri, fallegri stúlku, Ásdísi Ólafsdóttur. Þau hófu sambúð í nemendaíbúð og voru samferða í gegnum skól- ann. Þá um sumarið hóf hann vinnu sem jarðfræðingur við Kárahnjúkavirkjun. Í desember veikist hann skyndilega og er fluttur fárveik- ur á Landspítalann í Reykjavík. Þar lá hann í dái í marga daga og var vart hugað líf. Hann komst til meðvitundar á jóladag 2007 og greindist með heila- bólgu. Leitað var til færustu lækna bæði í Bandaríkjunum og hér heima en hér varð ekki við ráðið. Í þessum óbærilegu erf- iðleikum slitnaði upp úr sambúð þeirra Ásdísar og hann fluttist aftur heim í foreldrahús á Sel- fossi. Hann vildi berjast áfram þrátt fyrir skerta starfsgetu. Fór í tölvunám í Háskóla Ísland og lauk því. Vonaðist hann til að geta stunda léttari vinnu. Sigurjón Valgeir hafði list- ræna hæfieika, skapaði listverk úr gleri, lampa, klukkur, stjörnumerki og skrautskálar. Hann gaf okkur mörg slík verk. Hann málaði líka fallegar mynd- ir. Á unglingsaldri var hann þrjú sumur í sveit hjá föðursystur sinni Aðalheiði og manni hennar Ellerti á Sauðá á Vatnsnesi. Laxveiðiáin Hamarsá fellur þar til sjávar. Hann átti margar góð- ar stundir við laxveiði í ánni og málaði fallega mynd af fossinum í henni. Fyrir nokkru kynntist hann ungri þriggja barna einstæðri móður, Margréti Jóhannesdótt- ur. Hann kom tvisvar í heim- sókn til okkar með henni og börnunum. Það voru fallegar stundir. Foreldrum Sigurjóns, systk- inum og öðrum fjölskyldumeð- limum og verður aldrei fullþakk- að fyrir þann stuðning sem þau veittu honum í tíu ára stríðinu. Fyrir 30 árum byggðum við hjónin sumarbústað sunnan í Hestfjalli sem nú er í eigu Sig- urðar sonar okkar og Svandísar tengdadóttur. Þegar við vorum að byrja að setja trjáplöntur í lóðina kom Sigurjón Valgeir með birkifræ og sáði í reit á lóð- inni, plönturnar döfnuðu vel og hann hjálpaði mér síðan að dreifa þeim um lóðina. Þær eru í dag orðnar að 3-4 metra háum birkiskógi. Fyrir fáum dögum var okkur gefin lítil birkiplanta. Við fórum með hana og settum niður í sama reitinn og nafni minn sáði í forðum og merktum hana með dálitlum birkihæl sem á er grafið fangamarkið hans S.V. Þarna vex hún upp til minn- ingar um þennan góða dreng sem varð fyrir þungum örlögum og féll frá fyrir aldur fram. Við köllum fram í hugann björtu minningarnar sem fylgja okkur til æviloka. Sigurjón Erlingsson afi. Fyrstu 20 ár ævi okkar geng- um við hlið við hlið. Frænd- systkini, bekkjarfélagar, vinir. Gerðum allt saman. Margar minningar hafa komið upp í kollinn á síðasta mánuði. Við áttum okkur til dæmis draum þegar við vorum sex ára um að verða skautadansarar þegar við yrðum stór og æfðum skautadans á litlum pollum í göt- unni með alls konar snúningum. Það varð þó ekkert úr því enda var ég ekki nærri því eins góð á skautum og hann. Þegar við urð- um eldri urðu draumarnir stærri og það var alveg sama hvaða íþrótt það var; hann stóð sig svo vel í öllu. Ég var svo ótrúlega stolt af að eiga hann sem frænda. Ég fór á alla handbolta- leiki sem ég gat til að fylgjast með honum spila enda var hann svakalega efnilegur, einnig í fót- bolta, körfu og badminton, mað- ur átti aldrei séns í hann þegar við vorum að spila einhvers kon- ar boltaleik. Við spáðum líka mikið í veður og vinda og þeir voru ófáir „óveðursrúntarnir“ sem við tók- um um bæinn og í sveitunum í kring. Það er undarleg tilfinning, nú þegar ég sit í lest í Danmörku á leið til Íslands í jarðarför, að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur en ég vona að þú sért einhvers staðar á góðum stað, brosandi. Bylgja Brynjarsdóttir. af fjölskyldunni en þar var alltaf gott að koma. Gunna, sem í aldri gat verið móðir mín, var mér meira eins og vinkona þegar ég varð fullorðin. Hún var mér og dætrum mínum afskaplega góð alla tíð. Við Gunna hittumst oft og töluðum oft lengi saman í síma. Gunna frænka hafði einlægan áhuga á því sem ég var að gera og hún reyndist mér vel. Í mörg ár kom hún færandi hendi rétt fyrir jól. Í kortunum sem fylgdu með stóð alltaf eitthvað fal- legt og svo innilega frá hennar hjarta. Ég minnist Gunnu Narfa sem skemmtilegrar konu. Hún var hláturmild og gaman var að vera í návist hennar. Hún var yndisleg manneskja, hjartahlý og góð kona. Ég kveð Gunnu frænku með þakklæti og það gera dætur mín- ar einnig. Sturlu, Sigurlaugu, Svövu, Ernu og fjölskyldum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guðríður (Gurrý). Það var haustið 1956 sem við hittumst 32 stúlkur og allar að fara í Lindina á Laugarvatni. Í dag erum við að kveðja eina úr hópnum, Guðrúnu Ernu, hún er sú níunda sem kveður okkur. Þarna myndaðist góður vinskapur og saumaklúbbur sem starfað hef- ur allar götur síðan.Við höfum gert okkur margt til gamans gegnum árin, t.d. ferðast með makana með okkur, dansað og sungið við alls konar tækifæri. Gunna var sannarlega virk í þess- um félagsskap og dugleg að segja: ég skal sjá um þetta eða hitt þegar var verið að skipuleggja eitthvað, enda hafði hún gaman af öllum fé- lagsskap. Við Gunna og Halla unnum saman í flokki allan vet- urinn og fór mjög vel á með okkur. Þær voru saman í herbergi Halla og Gunna og þau voru ekki stór í gamla skólanum en skemmtileg tilviljun var að Halla kom úr 16 manna systkinahópi en Gunna var eina barn foreldra sinna. Já minningarnar eru góðar og skemmtilegar frá þessum tíma og ekki síður það sem við Gunna brölluðum saman í Reykjavík á árunum eftir Laugarvatn. Hjá Gunnu á Nýlendugötunni var vel tekið á móti manni og ég minnist góðra stunda hjá foreldrum henn- ar þar og í Starrahólunum og mik- ið hugsaði hún vel um foreldra sína. Lífið er sannarlega ferðalag sem við vitum ekki hvernig endar og þetta var þrautaganga síðast hjá Gunnu og gott þegar þannig göngur taka enda. Takk fyrir vin- áttuna og Guð fylgi þér. Fyrir hönd Lindarmeyja 1956- 57 þökkum við innilega samfylgd- ina. Sendum Sturlu og fjölskyld- unni allri samúðarkveðjur. Hulda.  Fleiri minningargreinar um Sigurjón Valgeir Haf- steinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.