Morgunblaðið - 02.07.2018, Page 22

Morgunblaðið - 02.07.2018, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Helga Kristín Helgadóttir Hjörvar er 75 ára í dag. Hún á aðbaki farsælan starfsferil en er hvergi nærri hætt. Hún vinnurnú með Hörpu Björnsdóttur að ritun ævisögu Karls Einars- sonar Dunganons listamanns. „Þess á milli skýst ég uppí Borgarfjörð til að planta trjám eða nýt samvista við barnabörnin.“ „Annars hef ég verið heppin með störf alla ævi. Forstjórastaðan í Færeyjum og skólastjórastaðan í Leiklistarskólanum voru meðal þeirra starfa sem gáfu tækifæri til nýsköpunar og voru því mjög gef- andi.“ Í gegnum tíðina vann Helga hin aðskiljanlegustu störf og var lengst af viðriðin leikhús. Hún er menntuð leikkona sjálf, lék í leik- húsi, leikstýrði og kenndi, og var svo um tíma skólastjóri Leiklistar- skóla Íslands. Hún var forstjóri Norðurlandahússins í Færeyjum áður en hún tók við sem forstjóri Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Helga tekur afmælisdaginn ekkert of hátíðlega. Til marks um það hélt hún að afmælið væri á sunnudaginn þegar blaðamaður hafði sam- band. Það var leiðrétt samviskusamlega. Engu að síður gerir hún sér glaðan dag. „Ég mun njóta fyrriparts dagsins með lóunni og spóanum á holtunum í Norðurárdal og um kvöldið borða í Vesturbænum með fjölskyldunni.“ Helga er ekkja eftir Úlf Hjörvar rithöfund, sem lést 2008. Börn þeirra eru tvö, þau Helgi Hjörvar, fv. alþingismaður, og Rósa María doktorsnemi. Barnabörn Helgu eru fimm. Dugnaðarforkur Helga er komin á eftirlaun en alls ekki hætt störfum. Var ekki viss hvenær hún ætti afmæli Helga Kristín Hjörvar er 75 ára í dag M agnús Jónsson fædd- ist á Sauðárkróki 2.7. 1948 og ólst þar upp til 16 ára aldurs þegar hann hóf nám í MA. Hann lauk stúdentsprófi það- an 1968. Á bernskuárunum var Magnús í sveit á sumrin í Héraðsdal hjá fóst- urforeldrum móður sinnar. Frá sumrinu 1959 var hann til sjós, fyrst með föður sínum en síðan á ýmsum fiskibátum frá Sauðárkróki og víðar, alls 13 sumur. Þá annaðist hann hóp- ferðaakstur, m.a. hjá Landleiðum hf. sumrin 1969-71. Magnús stundaði nám í sagnfræði og stærðfræði við HÍ 1969-71, nam veðurfræði við Uppsalaháskóla 1975-79, lauk þaðan fil. kand.-prófi og stundaði framhaldsnám í veður- farsfræði við Uppsalaháskóla 1979. Hann aflaði sér meiraprófs til hóp- ferðaaksturs, skipstjórnarréttinda og réttinda til leiðsögumennsku. Magnús var kennari við Haga- skóla 1970-75, við MS 1979-80 og við MA 1982-85. Þá kenndi hann veður- fræði við Flugskóla Íslands 1985- 1993 og hjá Flugakademíu Keilis 2010-2012. Hann var veðurfræð- ingur, lengst af á spádeild Veður- stofu Íslands, fyrst 1980-82 og síðan frá 1985 til ársloka 1993. Þá tók hann við starfi veðurstofustjóra og gegndi því starfi til ársloka 2008. Auk þess annaðist hann veð- urfregnir í sjónvarpi RÚV á árunum 1985-2001. Magnús var aðstoðarríkissátta- semjari á árunum 2010-2016. Magnús sat í stjórn Félags ís- lenskra náttúrufræðinga 1981-82, í kjararáði og samninganefnd félags- Magnús Jónsson, fyrrv. veðurstofustjóri – 70 ára Fjölskyldan Magnús og Karitas Ragnhildur með börnum, tengda- og barnabörnum í Öskjuhlíðinni síðustu áramót. Aftur farinn að stunda skak frá Sauðárkróki Sjómaðurinn Magnús á skaki frá Sauðárkróki eins og fyrir 60 árum. Þessar flottu stelpur á Dalvík héldu tombólu á dögunum og söfnuðu 4.805 krón- um sem þær afhentu UNICEF. Þær heita Eyrún Hekla, Valgerður Fríður og Jó- hanna. Einnig var Sóldís Lilja með þeim en er ekki á myndinni. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.