Morgunblaðið - 02.07.2018, Qupperneq 23
ins 1986-88, í verðtrygginganefnd
1988, í ráðgjafarnefnd um umhverf-
isáhrif iðjuvera 1989-92 og í ýmsum
nefndum og vinnuhópum á sviði um-
hverfismála frá 1994-2008. Hann var
formaður Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur 1989-90 og var vara-
þingmaður Alþýðuflokksins í
Reykjavík 1991-95. Hann sat í stjórn
Félags forstöðumanna ríkisstofnana
1997-2003, þar af formaður félagsins
1999-2003. Þá átti hann sem veður-
stofustjóri sæti í almannavarnaráði.
Hann tók þátt í margvíslegu sam-
starfi á vettvangi erlendra veður-
stofa og gegndi trúnaðarstörfum á
þeim vettvangi. Hann sat í stjórn
Landsbókasafns – Háskólabóka-
safns 2006-2010 og átti sæti í vís-
inda- og tækniráði frá stofnun þess
2003-2009. Hann sat einnig í úr-
skurðarnefnd vegna Viðlagatrygg-
ingar Íslands 1994-2018.
Frá sumrinu 2012 hefur Magnús
stundað strandveiðar frá Sauðár-
króki á eigin báti: „Það er virkilega
gaman að vera aftur farinn að
stunda veiðar frá Króknum. Á næsta
ári verða 60 ár frá því að ég hóf sjó-
mennsku frá mínum bernskuslóðum.
Að öðru leyti hafa áhugamál mín
lengi tengst útivist, svo sem fjall-
göngum og skíðaiðkun, auk ýmiss
konar líkamsræktar. Þá spila ég
brids og tefli skák.“
Fjölskylda
Magnús kvæntist 25.12. 1973 Kar-
itas Ragnhildi Sigurðardóttur, f.
18.5. 1949, hjúkrunarfræðingi. Hún
er dóttir Sigurðar Guðmundssonar,
klæðskera og forstjóra á Akureyri,
og k.h., Guðrúnar Karítasar Karls-
dóttur, húsmóður og verslunar-
manns.
Börn Magnúsar og Karitasar eru
1) Lena, f. 24.11. 1971, skrifstofu-
stjóri og á hún þrjú börn; 2) Sig-
urður Freyr, f. 4.12. 1972, verk- og
hagfræðingur en kona hans er Perla
Björk Egilsdóttir og eiga þau tvö
börn auk þess sem hann á barn fyrir,
og 3) Magnús Karl, f. 10.7. 1980,
svæfingalæknir, en sambýliskona
hans er Sigurlaug Árnadóttir og
eiga þau einn son.
Systkini Magnúsar eru Jónína
Inga, f. 1950, fyrrv. bankastarfs-
maður á Sauðárkróki; Helgi Jón, f.
1952, verktaki í Reykjavík; Halldór,
f. 1953, vélfræðingur á Akureyri.
Foreldrar Magnúsar eru Jón
Kristbergur Ingólfsson, f. 1.10. 1925,
d. 2.1. 2018, bifvélavirki, og Regína
Margrét Magnúsdóttir, f. 14.3. 1927,
húsmóðir á Sauðárkróki.
Magnús
Jónsson
Margrét Sigurðardóttir
húsfr. úr Landsveit, Rang.
Helgi Björnsson
b. á Ánastöðum í
Svartárdal, Skag.
Hólmfríður Helgadóttir
saumakona á Sauðárkróki
Magnús Halldórsson
smiður á Sauðárkróki
Regína Margrét Magnúsdóttir
húsmóðir á Sauðárkróki
Sigríður Magnúsdóttir
húsfr. á Sauðárkróki, frá
Utanverðunesi
Halldór Þorleifsson
b. á Ystu-Grund í Blönduhlíð
Þórhallur
Daníelsson
kaupm. og
útgerðarm.
á Höfn
Olga Þór-
hallsdóttir
húsfr. á Höfn
Ástvaldur Einar Steins-
on fyrrv. sjóm. og neta-
gerðarm. á Ólafsfirði
Magnús Hannesson v.
Torfmýri í Blönduhlíð
og síðar verkam. og
póstur á Sauðárkróki
Helgi Daníelsson
estam. á Siglufirði
Soffía Daníelsdóttir
Íslandsmeistari í brids
Júlíana Einars-
dóttir húsfr. á
Ólafsfirði
Sigurgeir Sigurðs-
son fyrrv. bæjarstj.
á Seltjarnarnesi
Daníel Þórhalls-
son útgerðarm. og
söngvari á Siglufirði
Rolf Johansen
stórkaupm. í Rvík
Ingibjörg
Eiríksdóttir
húsfr. á Sauð-
árkróki
Magnús Jónsson frá Mel
alþm. og ráðherra
Monika á Merkigili
Steinþór Skúla-
son forstjóri
Sláturfélags
Suðurlands
Svava Þorgerður Þór-
hallsdóttir húsfr. í Rvík
Sigríður Hannesdóttir
húsfr. í Djúpadal í Skagaf.
Jón Ormur
Halldórs-
son dósent
við HÍ.
Skúli Brynjólfur
Steinþórsson
flugstj. í Garðabæ
Ólöf Rún
Skúladóttir
fyrrv. fréttam.
Grétar
Örvarsson
tónlistar-
maður í
Kópavogi
Ingibjörg
Þorleifsdóttir
húsfr. í Axlar-
hagaHalldór
Þormar
Jónsson
sýslum. á
Sauðárkróki
h
Steinþór Helgason
útgerðarm. og
fisksali á Akureyri
Örvar Kristjáns-
son harmoníku-
leikari
s
Inga
Sæland
alþm.
í
Ingibjörg
Magnús-
dóttir húsfr.
á Torfmýri
Júlíana María Jóhannsdóttir
hús- og vinnukona í Skagaf., frá Árneshr., Strand.
Einar Eðvald Jónsson
húsm. í Tumabrekku og
vinnum. víða í Skagaf.
Jónína Guðrún Einarsdóttir
húsfreyja á Steinsstöðum
Ingólfur Daníelsson
b. á Steinsstöðum í Tungusveit, Skag.
Sigríður Sigurðardóttir
húsfr., frá Víðivöllum í
Blönduhlíð
Daníel Sigurðsson
landpóstur á
Steinsstöðum
Úr frændgarði Magnúsar Jónssonar
Jón Kristbergur Ingólfsson
bifvélavirki á Sauðárkróki
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is
Cuero Mariposa
Hannaður árið 1938 af:
Bonet, Kurchan & Ferrari
Leður stóll verð 149.000,-
Leður púði verð 13.900,-Gísli Oddsson biskup fæddistárið 1593. Ekki er getið íheimildum hvar, en faðir
hans, Oddur Einarsson, f. 1559, d.
1630, var þá orðinn biskup í Skál-
holti. Móðir Gísla og eiginkona Odds
var Helga Jónsdóttir, f. 1567, d.
1662.
Gísli lærði í Skálholtsskóla og inn-
ritaðist í Kaupmannarhafnarháskóla
8.10. 1613 og var þar í tvö ár.
Gísli var kirkjuprestur í Skálholti
1616-1618 og rektor í Skálholti 1620-
21. Hann var prestur í Stafholti í
Borgarfirði 1622 og Holti undir
Eyjafjöllum 1623. Hann varð aðstoð-
armaður föður síns 1629 og kjörinn
biskup í Skálholti á Alþingi 29.6.
1631. Hann fór síðan til Kaupmanna-
hafnar og fékk staðfestingu konungs
10.1. 1632, vígðist þá um veturinn og
kom aftur heim um vorið.
Gísli var vel liðinn og lítillátur,
kraftamaður hinn mesti, talinn
drykkfelldur en fór vel með áfengi.
Hann beitti sér fyrir verslunar-
málum lands síns þegar hann fór út
1631, og fékk góða áheyrn, og einnig
í öðrum efnum síðar var hann á verði
fyrir hönd landsmanna. Hann var
vel að sér í íslenskum fræðum og
kirkjulögum og orti kvæði bæði á ís-
lensku og latínu.
Rómuð var þekking Gísla á nátt-
úruvísindum og skrifaði hann tvær
ritgerðir um þau efni, „De mirabili-
bus Islandiæ“ og „Annalium farr-
ago“. Í fyrrnefndu ritgerðinni er að
finna mikinn fróðleik um ýmis fyrir-
brigði á himnum og þjóðtrú Íslend-
inga á 17. öld. Hún ber þess merki að
vera rituð undir áhrifum raun-
hyggju, en er jafnframt gegnsýrð
eldri heimsmynd.
Gísli kvæntist 1622 Guðrúnu
Björnsdóttur, d. 1633. Foreldrar
hennar voru hjónin Björn Bene-
diktsson, sýslumaður á Munkaþverá
í Eyjafirði, og Elín Pálsdóttir, dóttir
Staðarhóls-Páls. Gísli og Guðrún
áttu ekki börn, sem lifðu. Áður hafði
Gísli átt launbarn með Gróu Eyjólfs-
dóttur, prests í Görðum á Akranesi,
Arnþórssonar, en það dó ungt.
Eftirmaður Gísla á biskupsstóli
var Brynjólfur Sveinsson.
Gísli lést á Þingvöllum 2. júlí 1638.
Merkir Íslendingar
Gísli
Oddsson
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skálholt Gísli ólst upp í Skálholti
og var biskup þar 1632-1638.
85 ára
Guðný Halldórsdóttir
Ingibjörg Ólafsdóttir
Pétur Sölvi Þorleifsson
80 ára
Ásgeir Ólafsson
Guðjón L. Viggósson
Hulda Jensdóttir
Rudolf Jens Ólafsson
Sólveig Óskarsdóttir
75 ára
Erla Haraldsdóttir
Guðjón Jóhannsson
Helga Kristín Hjörvar
Kristinn Hólm Þorleifsson
Ólafía Helga Stígsdóttir
Sigríður Ágústa
Ásgrímsdóttir
70 ára
Auðbjörg Halld.
Hrafnkelsdóttir
Hallgrímur Óskar
Guðmundsson
Íris Ragnarsdóttir
Jóhanna Jónsdóttir
Kolbeinn Erlendsson
Magnús Jónsson
60 ára
Bárður A. Sveinbjörnsson
Bryndís Arngrímsdóttir
Einar Harðarson
Elínborg Chris Argabrite
Elzbieta Mieczkowska
Galina Zarkevica
Guðmundur Heiðar
Jensson
Hafdís Magnúsdóttir
Hjálmar Þór Kristjánsson
Hulda Hafsteinsdóttir
Ingvar Hafsteinsson
Jón Skúli Sigurgeirsson
Júlíana S. Hilmisdóttir
Kristín María Ómarsdóttir
Margrét A. Frímannsdóttir
Óskar Helgi Helgason
Ragnheiður Stefánsdóttir
Soffía Friðriksdóttir
50 ára
Benóný Valur Jakobsson
Guðjón Arnar Þórsteinsson
Guðríður Sæmundsdóttir
Guðrún Eyhildur Árnadóttir
Hulda Björg Einarsdóttir
Ingólfur Gísli Garðarsson
Margrét Jóna
Guðbergsdóttir
Nelsa C. Adarna
Níels Hafsteinsson
Pálmi Ólafur Árnason
Rajna Pavlica
Stefán Ingvar
Guðmundsson
Unnur Erla Haraldsdóttir
40 ára
Anna Kristín Ólafsdóttir
Ágúst Örn Grétarsson
Guðríður Svana Bjarnad.
Hafrún Sigurðardóttir
Heiða Kristín Kolbeinsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Ottó Örn Þórðarson
Wioletta Maria Rymon
Lipinska
Þuríður Hallgrímsdóttir
30 ára
Adam Marcin Kruk
Atli Þór Árnason
Friðjón Pálsson
Guðný Jónsdóttir
Kamil Jakub Choroszucha
Karen Ósk Þorsteinsdóttir
Karen Ösp Randversdóttir
Maksymilian Makowski
Marcin Lukasz Nowakowski
Sigrún Antonsdóttir
Þórdís Erla Zoega
Til hamingju með daginn
40 ára Hafrún er Tálkn-
firðingur en býr í Hafnar-
firði. Hún er geislafræð-
ingur hjá Röntgen Domus
Medica.
Maki: Yngvi Steindórs-
son, f. 1977, flugvirki hjá
Icelandair.
Börn: Hilmir, f. 2006,
Arnór, f. 2008, og Marín,
f. 2012.
Foreldrar: Sigurður Árni
Magnússon, f. 1954, og
Ingibjörg Inga Guð-
mundsdóttir, f. 1955.
Hafrún
Sigurðardóttir
40 ára Kristín er Ísfirð-
ingur en býr í Reykjavík.
Hún er meistari í snyrti-
fræði og á snyrtistofuna
Krismu í Spönginni.
Maki: Hálfdán Daðason, f.
1975, sölufulltrúi hjá Ice-
pharma.
Börn: Daði Snær, f. 2000,
og Eiður Sölvi, f. 2006.
Foreldrar: Guðmundur
Einarsson, f. 1943, og
Ólöf Borghildur Vetur-
liðadóttir, f. 1948. Þau eru
bús. á Ísafirði.
Kristín
Guðmundsdóttir
30 ára Þórdís ólst upp á
Seltjarnarnesi en býr í
Reykjavík. Hún er mynd-
listarkona.
Maki: Kristján Jón Páls-
son, f. 1987, grafískur
hönnuður hjá Hugsmiðj-
unni.
Dóttir: Iða, f. 2017.
Foreldrar: Geir Magnús
Zoëga, f. 1962, og Þóra
Björg Dagfinnsdóttir, f.
1963. Þau eiga heildsöl-
una Arka heilsuvörur og
eru bús. á Seltjarnarnesi.
Þórdís Erla
Zoëga