Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 29

Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 29
» Tvær sýningar voruopnaðar í galleríinu Kling & Bang í Mars- hall-húsi í fyrradag, annars vegar sýning Fritz Hendrik IV, Draumareglan, og hins vegar Prófessjónal amatör en á henni sýna Arnar Ásgeirsson, Bergur Ebbi, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Hrafn- hildur Helgadóttir, Sæ- mundur Þór Helgason og Félag Borgara. Sýn- ingarstjóri þeirrar síð- arnefndu er Dagrún Að- alsteinsdóttir og framdi Hrafnhildur Helgadótt- ir gjörning við opnun sýningarinnar. Draumareglan og Prófessjónal amatör opnaðar í Kling og Bang Þjóðleg Ágúst Eiríksson og Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir voru uppáklædd við opnunina. Ánægð Hildur Kristín Stefánsdóttir og Árni Gunnar Eyþórs voru við opnun sýninganna. Glöð Bjarni Guðmundsson og Inga Guðmundsdóttir voru á meðal gesta. Viðstödd f.v. Fritz Hendrik, Dagrún Aðalsteinsdóttir lista- maður og sýningarstjóri og listamennirnir Arnar Ásgeirs- son og Hrafnhildur Helgadóttir. Morgunblaðið/Valli MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri ICQC 2018-20 Rapparinn 50 cent situr undir harðri gagnrýni þessa dagana vegna færslu hans á sam- félagsmiðlum þar sem hann gerir lítið úr upp- lifun karlmanns á kynferðisof- beldi. Leikarinn Terry Crews greindi frá því að umboðsmaðurinn Adam Venit hefði áreitt sig kynferðislega fyrir mörgum árum, m.a. með því að káfa á sér á óviðeigandi hátt. Crew steig fram með sína frá- sögn eftir að ásakanir á hendur framleiðandanum Harvey Wein- stein fóru að birtast í dagblöðum vestanhafs, þar sem hann var sak- aður um nauðgun og kynferðisof- beldi. Síðan þá hefur Crews verið ötull talsmaður gegn kynbundnu of- beldi. Hann hefur jafnframt verið í forsvari fyrir því að koma á lögum sem vernda fórnarlömb kynferðis- ofbeldis. Á dögunum var hann í vitnastól þar sem hann lýsti upp- lifun sinni, m.a. hvernig hann fraus og gat sig hvergi hrært. Hann sagði einnig að kona sín hefði brýnt fyrir sér að svara aldrei ofbeldi með of- beldi. Stuttu eftir vitnaleiðslurnar ákvað rapparinn 50 Cent, öðru nafni Curtis Jakcson, að birta mynd á insta- gramaðgangi sínum af Crews berum að ofan með fyrir- sögninni: „Mér var nauðgað, konan mín horfði á.“ Rapparinn gerir enn fremur gys að ummælum hans og virðist þykja fyndið að Crews hafi frosið í aðstæðum þess- um. Færslan, sem nú hefur verið eytt af aðgangi hans, uppskar mikla gagnrýni og hundruð twitternot- enda fordæmdu Jackson en ummæl- in eru talin tákn um þá skaðlegu karlmennskuímynd sem Crews hef- ur m.a. verið að vekja athygli á. Heitar umræður hafa sprottið upp um málið í Bandaríkjunum þar sem ummæli Jacksons þykja endur- spegla viðhorf æði margra karl- manna þar í landi og karlkyns þol- endur séu ólíklegri til að stíga fram vegna þessa. Jackson fjarlægði ummælin og myndirnar og segir þau aðeins hafa verið grín. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann sætir gagnrýni af þessu tagi en áður hefur hann verið sakaður um fordóma gagnvart sam- kynhneigðum. ninag@mbl.is Gerði lítið úr upplifun á kynferðisofbeldi Terry Crews50 Cent

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.