Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 32
MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 183. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Íslenskt par er hætt að stunda …
2. Komnir nær drengjunum …
3. Mikil reiði vegna 11 ára brúðar
4. Þjálfari Justins Theroux leysir …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Los Angeles Children’s Choir, þ.e.
Barnakór Los Angeles, er gestur List-
vinafélags Hallgrímskirkju og Al-
þjóðlegs orgelsumars og syngur í
kirkjunni í kvöld kl. 20. Kórinn hefur
hlotið mikið lof fyrir undurfagran
„bel canto“-söng sinn og hefur Anne
Tomlinson stjórnað honum frá árinu
1996.
Á tónleikunum í Hallgrímskirkju
verður frumflutt verk eftir Daníel
Bjarnason sem kórinn pantaði í til-
efni af tónleikaferð sinni til Noregs.
Barnakór Los Angel-
es í Hallgrímskirkju
Fyrsta frumsýning næsta leikárs í
Borgarleikhúsinu verður á leiksýn-
ingunni Allt sem er frábært, eða
Every Brilliant Thing eins og hún
heitir á frummálinu, og er verkið
einleikur eftir Duncan MacMillan,
höfund leikritanna Andaðu og Fólk,
staðir og hlutir.
Allt sem er frábært er lýst sem
eins konar gleðieinleik um depurð.
Valur Freyr Einarsson, eini leikari
sýningarinnar, gerir í verkinu lista
yfir allt sem er frábært í heiminum
og með aðstoð áhorfenda, sem taka
virkan þátt í sýningunni, gerir hann
atlögu að depurð og lífsleiða og
segir um leið sögu af ást, sorg og ís
með dýfu. Leikritið
verður frumsýnt á
Litla sviði Borg-
arleikhússins 14.
september og leik-
stjóri þess er Ólafur
Egill Egilsson en
þýðandi
Kristín Ei-
ríksdóttir.
Allt sem er frábært
frumsýnt fyrst
Á þriðjudag Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og dálítil
væta, einkum norðanlands, en léttir til vestanlands og úrkomulítið
þar. Kólnar í veðri, hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnan- og suðaustantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-13 m/s. Rigning með köflum
um landið vestanvert en þurrt austantil. Hiti 8 til 13 stig vestantil,
en 12 til 20 um landið NA-vert.
VEÐUR
Úrslit beggja leikja 16-liða
úrslita heimsmeistaramóts-
ins í knattspyrnu karla í
Rússlandi í gær réðust í
vítaspyrnukeppni. Andrés
Iniesta lék sinn síðasta
landsleik fyrir Spán þegar
spænska landsliðið tapaði
fyrir Rússum þar sem Igor
Akinfeev markvörður var
hetja Rússa. Króatinn Dani-
el Subasic reyndist Dönum
óþægur ljár í þúfu og varði
þrjár vítaspyrnur þeirra. »6
Markverðir í aðal-
hlutverkum á HM
Hinn 19 ára gamli Frakki Kylian
Mbappé stal senunni í 16-liða úrslit-
um heimsmeistaramótsins í knatt-
spyrnu um helgina. Hann skoraði tvö
mörk þegar Frakkar sendu Lionel
Messi og félaga í argentínska lands-
liðinu heim af mótinu með sigri, 4:3, í
viðureign liðanna. Messi fór heim af
HM með skottið milli lappanna líkt og
hinn portúgalski
Cristiano Ronaldo. »6
Mbappé stal senunni frá
stórstjörnunum á HM
Valsmenn halda sínu striki í Pepsi-
deild karla í knattspyrnu. Þeir unnu
Keflvíkinga auðveldlega í Keflavík í
gær, 2:0. Valur hefur þar með fimm
stiga forskot á Stjörnuna, sem er í
öðru sæti. Stjarnan sækir FH heim í
kvöld. ÍBV vann Grindavík, Víkingar
skelltu KR-ingum á KR-velli, Fjölnir
vann Fylki og KA og Breiðablik skildu
jöfn á Akureyri. »2, 4, 5
Valsmenn áfram efstir
eftir sigur í Keflavík
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Sumarið á Hornströndum er aðeins
sex vikur, en meðan það varir er hér
yfirleitt alveg dýrðlegur tími. Hér
getur verið steikjandi hiti, gróður-
sældin er mikil og sólarlagið fallegt
þótt inn á milli geti komið éljagangur
og kuldi. Allt er þetta nokkuð sem ég
vildi ekki missa af,“ segir Halldór
Hafdal Halldórsson, skálavörður
Ferðafélags Íslands á Horn-
ströndum. Félagið nýtir gamla vita-
varðarbústaðinn þar sem sæluhús
sem er opið frá því í kringum 20. júní
og fram yfir verslunarmannahelgi og
á þeim tíma hafa margir viðdvöl í vit-
anum sem er við Látravík.
Íslendingar í meirihluta
„Hingað kemur fólk úr tveimur
áttum ef svo má segja. Annars vegar
eru hingað ferðir í Látravík úr Norð-
urfirði á Ströndum og svo frá Ísafirði
í Hornvík, en þaðan kemur fólk
gangandi hingað í vitann yfir fjalla-
skarð. Fólk dvelst gjarnan þrjár til
fjórar nætur hér og fer í gönguferðir,
til dæmis að Hornbjargi, á Kálfa-
tinda og svo eru margir sem halda
suður á bóginn. Ganga þá í Reykjar-
fjörð og taka bátinn þaðan aftur í
Norðurfjörð,“ greinir Halldór frá og
heldur áfram: „Síðustu daga hefur
verið rólegt hér en strax eftir helgina
fer að lifna yfir þessu og fjöldi hópa
hefur boðað komu sína. Að lang-
stærstum hluta, eða um 90%, eru það
Íslendingar sem hér eru á ferð. Út-
lendingar hafa ekki nema að litlu
leyti uppgötvað þetta stórkostlega
svæði.“
Á vaktinni frá 2010
Halldór Hafdal hefur lengi starfað
fyrir Ferðafélag Íslands og á veturna
sinnir hann meðal annars skálavörslu
í Landmannalaugum. Hann hefur
staðið vaktina í Hornbjargsvita frá
2010 en árið eftir tók FÍ við starf-
seminni þar og hefur rekið síðan.
„Ég heillaðist og hlakka alltaf til
að koma hingað á vorin. Horn-
strandir eru svæði sem fela í sér seið-
magn. Hef líka verið heppinn með
veður, fyrstu árin efaðist ég hrein-
lega um að hér kæmi þoka eða ein-
hver veðrabrigði yrðu,“ segir Hall-
dór, sem er með son sinn, Ketil
Huga, sér til fulltingis á Horn-
ströndum.
Heillaður af Hornströndum
Nyrstu strandir
heilla og eru
margir á ferðinni
Ljósmynd/rt
Skálaverðir Frá vinstri: Halldór Hafdal Halldórsson, sonur hans, Ketill Hugi, og Lárus Elíasson.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hornbjargsviti Bygging frá 1930.
Hér var búið fram undir aldamót.
„Við erum mjög spennt fyrir
skálavarðastarfinu og hlökkum til
að vera í Hornbjargsvita,“ segir
Lárus Elíasson, verkfræðingur í
Reykjavík, sem verður þar skála-
vörður ásamt Ingibjörgu Óðins-
dóttur konu sinni dagana 8. til 28.
júlí næstkomandi. Lárus fór norð-
ur á dögunum til þess að kynna
sér aðstæður og segir þar margt
áhugavert. Nefnir að tækin á
staðnum noti rafmagn frá lítilli
vatnsaflsstöð, en fallhæð fjalla-
lækjanna sem til hennar er veitt
er um 200 metrar. Það gefur tæp
20 kw.
„Þetta er sjálfbær búskapur en
dýrt úthald í ljósi þess að aðstað-
an á Hornbjargsvita er aðeins opin
í sex vikur á ári. Það er því ágætis
áskorun að reyna að einfalda hlut-
ina og draga úr kostnaði fyrir
Ferðafélagið. Svo er líka talsvert
um að gönguhópar bóki gistingu í
vitanum. Þá kemur mannskap-
urinn svangur í hús og hlutverk
skálavarðarins að aðstoða við
eldamennskuna,“ segir Lárus,
sem á síðasta ári sinnti skála-
vörslu á Kili og við Laugaveginn.
„Sérgrein mín í verkfræði er
orkuvinnsla. Ég hef átt þátt í
byggingu fjölmargra jarð-
varmavirkjana í mörgum löndum.
Það er því skemmtileg andstæða
að fara nú að dútla við litla heima-
rafstöð á afskekktasta stað á Ís-
landi.“
Skálavörður í eldamennsku
VERKFRÆÐINGUR FER Í NÝTT HLUTVERK