Morgunblaðið - 06.04.2018, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
F
lest þeirra fyrirtækja sem stundað
hafa skelrækt umhverfis Ísland hafa
lagt upp laupana, en þau sem enn
eru starfandi virðast hafa náð nokk-
uð góðum tökum á ræktuninni. Þetta
segir Elvar Árni Lund, formaður fé-
lagasamtakanna Skelræktar en hann var áð-
ur forstjóri Fjarðaskeljar sem í dag hefur
hætt rekstri.
„Það hafa sennilega aldrei verið eins fáir
virkir framleiðendur og núna. Telst mér til að
þrjú fyrirtæki stundi skelrækt í dag en þegar
mest lét voru á bilinu 5-10 fyrirtæki með
ræktun á ýmsum stigum, allt frá Keflavík í
suðri yfir í Mjóafjörð í austri,“ segir Elvar.
„Þeim sem eftir eru gengur þó ágætlega, og
hafa lært af reynslunni hvernig á að láta
skelræktina ganga sem best fyrir sig.“
Kostnaðarsamar mælingar
Það sem helst stendur í vegi fyrir að fleiri
spreyti sig á skelrækt segir Elvar Árni að sé
sá mikli kostnaður sem fylgir þörungaeit-
ursmælingum. Í hvert skipti sem hefja á upp-
skeru þarf að taka sýni til að greina hvort
magn hættulegra þörunga er yfir viðmið-
unarmörkum og kostar á bilinu 120-170.000
kr. í hvert sinn. „Stærðargráðan á rækt-
uninni er svo lítil hér á landi að kostnaðurinn
við sýnatökuna er hlutfallslega mun hærri en
hjá ræktendum erlendis. Er ekki óalgengt
hjá sumum að uppskeran sé ekki nema 500-
1.000 kg og hægt að selja á 800-1.000 kr. kíló-
ið, og gefur þá augaleið að lítið er eftir þegar
búið er að draga frá rannsóknarstofukostn-
aðinn og svo allan þann kostnað sem fylgir
sjálfri ræktuninni.“
Nefnir Elvar til samanburðar að erlendis
fari ræktun fram á stórum svæðum og kostn-
aðurinn af hverri sýnatöku dreifist á fleiri að-
ila og mun meira uppskerumagn, og jafnvel
að í nágrannalöndum Íslands beri stjórnvöld
beri allan kostnað af sýnatökunni. „Matís hef-
ur nýlega komið sér upp aðstöðu til að fram-
kvæma þessar rannsóknir, en áður þurfti að
senda sýnin til Bretlands . Breytir það þó
litlu um kostnaðinn, því hvort sem mælingar
fara fram hér eða erlendis þá þarf að nota til
þeirra dýr efni og tæki, og dýrar vinnustund-
ir sérfræðinga.“
Þörf á meiri rannsóknum
„Þeir sem hafa stundað skelrækt hér við land
hafa gert það í hálfgerðri tilraunastarfsemi
og þá yfirleitt samhliða annarri útgerð, s.s.
grásleppu- og netaveiðum. Hafa þeir margir
rekið sig á að það er tiltölulega auðvelt að
byrja og auðsótt að fá leyfi til skelræktar, en
þetta er verkefni sem getur fljótt undið upp á
sig og kallar bæði á sérhæfða báta og tölu-
verðan mannskap yfir vertíðina,“ segir Elvar.
„Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika eru fyrirtækin
smám saman að komast upp á lagið með
ræktina og bendir margt til að hér við land
gæti gengið að rækta skel í stórum stíl.“
En til að svo verði þarf fleira að koma til.
Nefnir Elvar Árni að rannsóknum áMorgunblaðið/Eggert
Fyrirstaða Elvar Árni segir eitur-
þörungarannsóknir hlutfallslega
dýrar fyrir minni ræktendur og
hamli vexti greinarinnar. Skelræktin
á mikið inni
Íslensk bláskel er gæðavara og gæti, ef rétt er haldið á spilunum,
orðið undirstaða blómlegrar útflutningsgreinar. Verður samt
fyrst að yfirstíga vissar hindranir sem hamla vexti.
G
U
N
N
A
R
JÚ
L
A
R
T